Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 14

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 14
14 ildargrein fjárlaga sams kon- ar heimild fyrir Rafveitu Reykjarf jarðarhrepps, en þar er unnið að undirbúningi að virkjun fyrir þann hrepp. RAFVÆÐING SVEITANNA Á VESTFJÖRÐUM. Á fjárlögum er framlag til rafvæðingar í sveitum 50 millj. kr. Áætlað er að ljúka að tengja öll býli samveit- um, sem talið er fært að gera af fjárhagslegum og tækni- legum ástæðum, á næstu þrem ur árum. Á þessu ári er tal- ið að 69 býli á Vestfjörðum fái raforku. Flest þessara býla eru í Barðastrandar- hreppi eða 28 býli, en þar hófust framkvæmdir á síð- asta ári og var ákveðið að kostnaður við þær fram- kvæmdir yrði greiddur á tveimur árum. Á sl. sumri var lögð lína yfir Bjarnar- fjarðarháls í Strandasýslu og verða þar tengd um 10 býli á þessu ári. Þá verður lögð á þessu ári Broddadalslína í Strandasýslu, sem nær til býla í Fellshreppi og þeirra býla í Kirkjubólshreppi, sem ennþá hafa ekki fengið raf- orku. Eru það samtals 14 býli. Þá var einnig ákveðið á sl. ári að kostnaður við lagningu línu úr Snæfjalla- hreppi að Hallsstöðum í Naut- eyrarhreppi verði greiddur á þessu ári en framkvæmdir við þessa línu voru unnar fyr- ir lánsfé í haust. Með lagn- ingu þessarar línu fá 9 býli raforku. Auk þessara býla, sem nú hafa verið nefnd fá 8 önnur býli raforku á þessu ári, en það eru tvö býli í Tálknafirði, 3 í Geiradals- hreppi, 1 í Mýrahreppi, 1 í Mosvallahreppi og 1 í Suður- eyrarhreppi. Á næsta ári er m.a. áætlað að 23 býli í Rauðasandshreppi og 11 býli í Óspakseyrar- hreppi fái raforku frá sam- veitum. SMÁ FRAMLÖG. Auk þessa, sem áður er talið eru nokkur smá fram- lög til framkvæmda á fjár- lögum þessa árs og má þar nefna 75 þús. kr. til Dag- heimilis á Isafirði og 75 þús. kr. til Listasafns ísafjarðar. Þegar litið er á þá miklu hækkun sem orðið hefur á fjárlögum ríkisins og aukn- ar skattálagningar sem óhjá- kvæmilega verður henni sam- fara, hækkandi kaupgjald og verðhækkanir sem fram und- an eru á flestum sviðum, fer það ekki á milli mála að hjól verðbólgunnar mun snú- ast hraðar á næstu mánuðum Hættan sem því er samfara mun í vxaandi mæli leggjast með þunga á atvinnuvegina og þá alveg sérstaklega á útflutningsatvinnuvegina. Núverandi ríkisstjórn hefur engar ráðstafanir gert til þess að halda í við dýrtíðina. Enginn býst við því að hún frekar en aðrar ríkisstjórnir ráði við að stöðva dýrtíðina, en menn hafa orðið fyrir von- brigðum með að allar ráð- stafanir og gerðir ríkisstjórn- arinnar eru í áttina að auka dýrtíð, en ekki að spyrna við fótum. Ríkisstjórn verður alltaf að vera varkár og hvetja fólk til að stilla kröfum sínum það í hóf, að atvinnuvegirnir geti gengið með eðlilegum hætti. í þessari grein ætla ég ekki að ræða skattafrumvörp þau, sem nú liggja fyrir Alþingi. Stjórnarsinnar vilja þó halda því fram að skattahækkanir verði ekki miklar. Tekjuhlið fjárlaganna gefur þó vísbendingu um annað. Á fjárlögum 1971 var tekju- skattur einstaklinga áætlað- ur 961,6 millj. kr., en á fjár- lögum þessa árs er hann á- ætlaður 2677 millj. kr., en í heild hefur áætlaður tekju- skattur hækkað frá fjárlög- um fyrra árs um 2,036 millj. kr. Annars er það mitt álit að skattseðillinn í vor verði öruggasta sönnunargagnið um DOCIM VIII hefur nú tekið við ríki sínu á flug- leiðunum milli íslands, Norðurland- anna og Bretlands. Og ekki er að spyrja um kostina, þar er Doglas öðrum fremri að styrk, hraða og mýkt. Hann mun framvegis þjóta gagnvegu milli (slands, Norðurlandanna og Bretlands — SEX SINNUM í VIKU — 10FTIEIBIR aukinn þunga skattanna. En hvað sem líður fjármál- um ríkisins og dægurmálum þessa mánuðina, þá er efst í huga okkar utanríkis og varnarmál landsins og land- helgismálið. í varnarmálum hefur ríkis- stjórnin vægast sagt hagað sér illa og skapað vantrú og tortryggni vestrænna sam- starfs og vinaþjóða. Við eig- um í engu að hvika frá skuldbindingum okkar við Nato og það er skylda okkar að eiga samvinnu við vest- rænar vinaþjóðir um varnir landsins. Hitt er bæði sjálf- sagt og eðlilegt að varnar- samningurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður og þess gætt á hverjum tíma að varn ir lands og þjóðar veiti þess- ari þjóð eigi minna öryggi en öðrum þjóðum innan Nato. Landhelgismálið á að vera hafið yfir deilur. Öll íslenzka þjóðin stefnir einhuga að út- færslu landhelginnar á þessu ári. Útfærsludagurinn 1. sept. er í raun og veru ákveðinn og um hann verður ekki á- greiningur. í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar stöndum við í órofa fylk- ingu. Ef einstakar þjóðir, sem einhverra hluta vegna vilja ekki skilja rök og lífs- nauðsyn þessarar þjóððar að færa út landhelgina og ætla að beita hana hörku og of- ríki, þá mun það aðeins verða til þess að íslenzka þjóðin mun treysta enn bet- ur bönd samstarfs og vilja að láta ekki kúgast. Þá mun það sýna sig að þessi oft sundurþykka þjóð á þá eitt hjarta og eina sál þar til sigur er unninn í þessu máli. Þrátt fyrir það að fram- undan er óvissa og áhyggjur á mörgu í þjóðlífi okkar og stjórnarháttum þá verðum við að horfa fram á veg- inn, bjartsýnum augum í trú að úr rætist. Hver ein- staklingur verður að vera trúr sjálfum sér, byggðar- lagi sínu og þjóðfélaginu í heild. Ég vona að heill og blessun fylgi þjóðinni á þessu ný- byrjaða ári. Vestfirðingum öllum óska ég árs og friðar á árinu 1972 og þakka margvíslegt sam- starf og góð kynni á liðnum árum. Matthías Bjarnason. MAX-vetrar-sjóstakkurinn Traustasta skjólflík íslenzkra sjómanna í dag. SJÖKLÆÐAGERÐIN HF.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.