Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 8

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 8
8 Grettir í ísafirði (Úr Grettisljóðum Mattlúasar Jochumssonar, þar sem segir frá viSskiptum þeirra Gretlis og Þorbjargar hinnar digru, húsfreijju í Vatnsfirði, og séra Þorsteinn vílcur að í grein sinni um Vatnsfjöró) Nú er sumar og nóttin fríð, norður við svala Dranga. Sefur um óttu sólin blíð svalan við Ránarvanga. Vistabúr eru björg og hlíð, beljar þar kliður ár og síð, — selur og fiskiverin víð, í vötnunum silungsganga, — skortir þar fátt til fanga. Ruminn þeir færa í rjóður eitt, ráðin þá taka að sveima, úrskurðurinn ei gengur greitt, goðinn er enginn heima. Þykir nú bændum þungt og leitt, úr þvílíku happi, ef yrði ei neitt, hrópa því. „hér skal hörðu beitt, hrókinn vill enginn geyma: hest skal hann Hagbarðs teyma.“ Grettir lítur af lieiði há hyrnur og fjarðadali út og norður að œgi blá ögur, sem rugla tali. „Skammrifjamikil“, skrafar hann þá, „skilst mér sú byggð, og lík að sjá — hamrar þessir, og gljúfrin grá, með gjögur og dvergasali, — flysjuðum feikna-hvali“. Dynja jóar með drengja lið, dunkar og skelfur grundin, kotungar hrökkva hræddir við, hleypir þar drós í lundinn. Sköruleg mjög var skrúðagná, skarláts möttull á herðum lá, Egils svipur og Ólafs pá. Innti svo menja hrundin: „Hver er svo harklega bundinn?“ „Skjól er hér gott fyrir skógarmenn, skammt er á milli hlíða. Til hef ég ráðin tvenn og þrenn, tekur ei enn að kvíða. Samt á ég hér af frændum fátt, fyrst um sinn skal því nota smátt, — stundum er gott að lúta lágt og láta það stóra bíða, hausts og komandi hríða.“ „Enginn“, þeir svara, „þekkir þann þrjót, sem vér höfum bundið, harðari og meiri lieljar-mann hefir víst enginn fundið. Segið til, skal ei hengja hann?“ ■—■ „Hver af yður það ráðið fann? gildir ei meir mitt boð og bann? brátt skal ei hér að undið“, — svaraði sváslegt sprundið. Grettir velur sér sumarsal í seljunum Isfirðinga. Flest er hið ríka rekka val riðið á braut til þinga. Greinilega nú Grettir lét greipar sópa þar kotungs flet, eptirköstin ei garpurinn grét, —- gleymdi þá hetjan slynga, sárt kunna strá að stinga. „Dylst mér ei liver sá dólgur er, dreymdi mig: frúin á Bjargi kallaði hátt: þitt hrafnager hauk minn rífur með gargi. — Þiggðu nú, Grettir, grið af mér, gjör oss í mót ei illt af þér. Get ég ei séð svo liundskan her halda þér undir fargi, og selja soltnuin vargi.“ Komnir í heldur krappan dans kotungar þykjast vera, ganga á vopn þess voðamanns vogar ei neinn að gera. Semja því ráð með svik í lund, safnast á margan leynifund. Njósnir sér fá um næturstund, nær muni’ í veiði bera. Hljótt fara nú og hlera. „Að vísu hefur þú bragðað beiskt“, brosandi mælti sprundið, „veik liefir nú liinn vaska leyst, er vesælir liöfðu bundið. Aflinu hefur þú of mjög treyst, ofstopa þinn úr hófi reist, fors liefir opt og flasið geyst fræknum í vanda hrundið. Varastu vítið fundið“. Fjötrum þeir koma á fót og hönd, fólin á sofandi Gretti, skarkali varð, er hann skaut upp önd, skarpt því að bífurnar rétti. Undraðist gildur efnin vönd: allstaðar reyra ineinleg bönd, — þrjátíu mót hann reisir ei rönd, — rammlega hvarm þá bretti kappinn, sem mús undir ketti. Heim reið Grettir með hoskri snót, heldur gneypur, og þagði. Veitti’ honum frúin haukleg hót, heilræði þar til lagði. Gjöfunum reifði randabrjót, reið með honum á dalamót. Hetjan þakkar af hjartans rót lienni með glöðu bragði, og lof fyrir lífgjöf sagði. Gleðilegt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS AÐALSTRÆTI 22 - ÍSAFIRÐI - SÍMI 3164

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.