Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 12

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 12
12 8019 iJfc&TFTKDOm SOftaFSFÆSVSKXXXfl 4-HJÓLA DRIF | BENZfN EBA DIESEL LANQ^ ‘■XOVER MATTHÍAS BJARNASON, ALÞINGISMAÐUR: Síjórnmálaviðhorf nm áramót Þegar á heildina er litið má segja að árið 1971 hafi verið okkur Islendingum hagstætt ár. Atvinna var góð víðast hvar á landinu og skortur á vinnuafli á mörgum stöðum á vissum árstímum. Afkoma atvinnuveganna var með bezta móti, enda fór saman óvenju hátt verð á flestum útflutningsafurðum okkar á erlendum mörkuðum og fram leiðsluaukning heima fyrir. í alþingiskosningum þeim, sem fram fóru 13. júní varð breyting á stjórn landsins. Stjórnarflokkarnir sem starf- af höfðu saman í tólf ár töp- uðu meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einu þingsæti og hefur nú 22, Alþýðuflokkurinn tapaði 3 þingsætum og hefur nú 6, Framsóknarflokkurinn tapaði einu þingsæti og hefur nú 17, Alþýðubandalagið hefur sama þingmannafjölda og áður eða 10. Samtök frjálslyndra og vinstri manna buðu fram í fyrsta skipti og fékk flokkur- inn 5 þingmenn. í kosning- unum heyrðist hátt í sumum talsmönnum þessa flokks, einkum hér á Vestfjörðum, um þá geigvænlegu hættu, sem þjóðinni stafaði af komm únistunum í Alþýðubandalag- inu, og mikil nauðsyn væri á því að útiloka þá menn frá stjórn landsins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þann 14. júlí var þessi flokkur kom inn í ríkisstjórn með kommún istum undir forsæti formanns Framsóknarflokksins. Við myndun þeirrar ríkisstjórnar var það mest talið tiðindum sæta, að Framsóknarflokkur- inn lét undan hverri kröfu kommúnista og er það haft fyrir satt að enginn hafi ver- ið jafn undrandi á þessari undanlátssemi og kommúnist- ar sjálfir. Rétt er að fara nokkrum orðum um viðreisnarstjórnina eftir tólf ára valdaferil henn- ar og hvernig ástand þjóð- málanna var, þegar hún fór frá um miðjan júlí á sl. ári. Verðlag hérlendis hefur hækkað mjög ört, en hækkun þess hefur staðið í nánu sam- bandi við mjög öra aukningu tekna alls almennings. Frá árinu 1960 hefur vísitala framfærslukostnaðar rúmlega þrefaldazt, en kauptaxtar verkafólks og iðnaðarmanna rúmlega fjórfaldazt, en tekj- ur launafólks í heild hafa meira en fimmfaldazt á sama tímabili. Yfir tímabilið frá 1960 hef- ur orðið 63% aukning þjóðar framleiðslunnar eða sem svar ar 4,6% aukningu á ári, en aukning þjóðartekna hefur á sama tíma orðið 82y2 % eða sem svarar 5,6% aukningu á ári. í júnílok á sl. ári var netto eign bankanna í erlendum gjaldeyri um 4075 millj. kr. og hafði þá orðið 800 millj. kr. hækkun frá síðustu ára- mótum. Útlán viðskiptabanka, spari- sjóða og innlánsdeilda kaup- félaga jukust að meðaltali um 1.160 millj. kr. eða um 13,7% á ári á tímabilinu frá 1960 til ársloka 1970. Innstæður innlánsstofnana jukust að meðaltali á þessum sama tíma um 1362 millj. kr. eða um 18,8% á ári. Innlán juk- ust þannig hraðar en útlán og verkaði það mjög vel til eflingar gjaldeyrisstöðu þjóð- arinnar út á við. Útflutningsframleiðslan jókst hröðum skrefum á fyrri hluta sjöunda áratugsins. Frá árinu 1960 til 1965 jókst framleiðsluverðmæti sjávarafurða um 50% miðað við fast verðlag. Á árinu 1966 varð á þessu veruleg breyting, en út yfir tók að á árunum 1967 og 1968 varð samtímis mikil verðlækkun á heimsmarkaðnum og stórfelld minnkun sjávarafla. í árslok 1968 var framleiðsluverðmæt- ið 5% minna en það var á árinu 1960 miðað við fast verðlag. Eftir efnahagsaðgerð irnar í árslok 1968 hefur hlut ur útflutningsatvinnuveganna batnað mjög og hefur fram- leiðsluverðmæti þjóðarinnar aukizt stórlega á þessu tíma- bili. Nýjar greinar útflutnings iðnaðar hafa risið og þjóðin á nú ekki eins allt sitt undir einni og sömu atvinnugrein og jafnan áður. Hins vegar er því ekki að neita, að sjávarútvegurinn er burðarás útflutningsverzlunar innar og atvinnunnar í land- inu og mun verða um langa framtíð. Afkoma ríkissjóðs stóð traustum fótum, þegar við- reisnarstjórnin fór frá, og margvíslegar ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að erfiðleikum, sem fyrir kunna að koma, án þess að skerða gengi krónunnar. Stofnun verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins gerir sjávarút- veginn mun betur búinn en áður að mæta verðfalli, ef til þess skyldi koma. Má með sanni segja, að nú- verandi ríkisstjórn tók við góðu búi þegar hún settist í valdastólana. Það var þá eftir allt saman engin hroll- vekja sem við blasti, eins og talsmenn núverandi stjórnar- flokka töldu fólki trú um fyr ir síðustu kosningar. Enda voru þeir ekki fyrr seztir að völdum, en farið var að taka ákvarðanir um stóraukin út- gjöld ríkissjóðs. Málefnasamningur, sem þess ir flokkar gerðu við myndun ríkisstjórnarinnar, ber með sér, að þar var skrifaður upp í flýti mikill óskalisti um flest, sem gera þarf og sömu- leiðis um margt, sem ekki var þörf á að gera. í því óða- goti gleymdist tvennt, sem nauðsynlegt hefði verið að muna eftir, en það var að gera sér grein fyrir hvað væntanlegar aðgerðir kostuðu mikið fé og raða verkefnum í tímaröð. í stað þess voru aðgerðir hafnar og fóru þær eftir viðbragðsflýti hinna ein- stöku ráðherra, en tekjuöfl- unin var látin sitja á hakan- um. Þessi byrjun var ekki beint búmannleg, en margir þeirra, sem veittu þessum flokkum atkvæði sitt á sl. sumri, biðu eftir því að mesti galsinn væri úr ráðherr unum. Það er sama hvaða ríkis- stjórn fer með völd hvað þa_ snertir, að allar verða þær að gera sér Ijósa grein fyrir hvað hægt er að leggja miklar byrðar á þjóðfélagsþegnana og ennfremur verður það að vera takmörkunum háð hve

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.