Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 7

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 7
aans> afcsoFœxxxn aanuFSJxsnsxnxm 7 bæra listgáfu og kunnáttu. Talið er að séra Hjalti hafi byggt Vatnsfjarðarkirkju að nýju og málað hana og skreytt forkunnar fögrum myndum. Nokkru eftir and- lát hans hafi kirkjan verið endurmáluð og höfðu þá horf- ið eða skemmzt málverk séra Hjalta. Sagan segir að hann hafi þá í draumi birzt einum þeirra, er verkið unnu og kveðið þessa vísu: Lífs hjá Guði lifi ég enn, leystur af öllum pínum. Hafið þið brjálað, heillamenn, handaverkunum minum. Séra Hjalti andaðist árið 1754. Vorið 1811 var séra Arnóri Jónssyni, prófasti frá Hesti í Borgarfirði, veittur Vatns- fjörður. Séra Arnór var mik- ill gáfu- og lærdómsmaður og skáld gott. Kunnastur mun hann vera fyrir kvæðadeilur þær, er hann lenti í við séra Jón Þorláksson á Bægisá. Voru þeir báðir harðskeyttir og óvægnir og ærið grófir í kveðskap sínum. í sálmabók vorri er enn í dag þrír sálmar eftir séra Arnór. Er það þeir: Hátt upp í hæðir; Til hafs sól hraðar sér; og fermingarsálmurinn Drottinn þú, drottinn að há- tign stór. Eftir séra Arnór kom í Vatnsfjörð árið 1854, séra Þórarinn Böðvarsson, hinn merkasti prestur og búhöld- ur mikill. Lét hann meðal annars stunda sjávarútveg frá Vatnsfirði með góðum ár- angri. Hann var mjög vel látinn af sóknarbörnum sín- um, og vildu héraðsbúar hlíta forustu hans og forsjá í hvívetna. Hann er þó einn þeirra fáu Vatnsf jarðarpresta, er sótt hafa burt þaðan um annað prestakall. Hann fluttist ár- ið 1868 að Görðum á Álfta- nesi og dvaldist þar til ævi- loka. Árið 1874 gaf hann út Lestrarbók handa alþýðu. Var hún í senn fræðirit og skemmtilestur og naut því sérstakra vinsælda um land allt. Frá 1872—1928 sátu þrír prestar í Vatnsfirði. Voru það þeir séra Þórarinn Kristjáns- scn, séra Stefán Stephensen cg séra Páll Ólafsson. Voru þeir allir virðulegir kenni- menn og merkir prestar, sem sátu Vatnsfjörð með rausn og myndarbrag. Nutu þeir allir vinsælda og traustc hjá söfnuðum sínum. Vatnsfjörður þótti löngum kosta bújörð og tekjuhátt prestssetur. Biskuparnir veittu staðinn æði oft frænd- um sínum eða vildarvinum. Snemma hefir Vatnsfjörður verið hátt metinn, því Björn Jórsalafari kaupir hálfan Vatnsfjörð ásamt hálfri Borg arey fyrir 150 hundruð, þ.e. 150 kýrverð, og jók hann þó gagn cg gæði jarðarinnar að miklum mun eftir það með stórmannlegum gjöfum, jörð- um og ítökum, er hann lagði til Vatnsfjarðarkirkju. Þess- ar aukatekjur voru geysileg- ur styrkur fyrir búskap prest anna í Vatnsfirði, og gerðu brauðið mjög eftirsótt. Vatns- fjarðarprestar sátu við þessi gömlu launakjör til ársins 1929. Ég held að öllum, sem kynn ast Vatnsfirði og dvelja þar, þyki þar fallegt og staðar- legt. Upp af Vatnsfirði vest- anmegin rísa þverhníptir, tignarlegir hjallar, hver upp af öðrum. Einn þeirra er TrlEODORUSÍÍ Málverk af Þórði biskupi Þorlákssyni og Guðríði Gísladóttur konu hans eftir sr. Hjalta Þorsteinsson. (Ljósm.: Gísli Gestsson) Stóll eftir sr. Hjalta Þorsteinson. Hann sat í þessum stól og messaði eftir að hann gat ekki gengið vegna ellihrum- leika. (Ljósm.: Gísli Gestsson) Grettishjalli. Á honum stend- ur allstór friðlýst varða, Grettisvarða, sem munnmælin herma að Grettir hafi reist er hann dvaldi í Vatnsfirði í skjóii Þorbjargar digru. Af ,,Töflu“, þar sem háls- inn milli Vatnsfjarðar og Skálavíkur ber hæst, er mjög víðsýnt. Er einkar fagurt að skyggnast þaðan um Isafjarð- ardjúp, því stórbrotið lands- lag blasir hvarvetna við. Áður fyrri þjónaði Vatns- fjarðarprestur aðeins heima- kirkjunni í Vatnsfirði. Árið 1908 var bætt við hann þjón- ustu í Kirkjubólsþingum og Unaðsdalssókn, þ.e. við kirkj- urnar á Nauteyri og Unaðs- dal og bænahúsið á Melgras- eyri. Áður en akvegur kom um innhéruð Djúpsins, voru ferðir til útkirknanna allar farnar á sjó. Gátu þau ferða- lög, sérstaklega að vetri til, verið bæði erfið og tíma- frek, en þau veittu engu að síður mikla ánægju og holla tilbreytingu. Vatnsfjörður hefir yfirleitt farið vel með presta sína, enda hafa þeir unað þar hag sínum vel og flestir dvalið þar til æviloka. Vænti ég þess og óska, að Vatnsfjörður færi sem fyrr, prestum og söfnuðum Vatns- fjarðarprestakalls farsæld og blessun um alla ókomna tíð. Þorsteinn Jóhannesson. Gleðili iíl nv ár! Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Verzlunarfélaoið FFSTI REYKJAVlK

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.