Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 15

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 15
sxmt) nfc&JFlRZXXH 83&OFSaiES»SXnX}(R 15 EnÉrminniiig frá liðnu simri Eítir Bjak Teikningar eftir Halldór Péíursson, listmálara „Það, sem ég hefi skrifað, það hefi ég skrifað, „er haft eftir þeim herra Pílatusi, og hanii sló hvergi af. Alkunna er aftur hitt um þa, sem mest bollaleggja og ráðgera um það, sem þeir ætli að gera, að þar lendir flest í undandrætti, en eftir standa lofthallir. Framkvæmd ir verða slitur ein ef þá nokk- ur. Ég er af síðari sortinni, og gildir um mig að „Atli (ætli) hefur margan svikið.“ í fljótræði lofaði ég að hripa eitthvað fyrir „Vestur- land“, en hefi reyndar fátt að segja, og þannig í svip- inn settur, að ég get ekki stolið frá öðrum að vanda, cg hvað nú? Prjóna af fingr um fram? — En þá er það að ég kann ekki að prjóna. Ég á litla endurminning frá síðastliðnu sumri, og held ur en ekki þá skal hún látin flakka. Svo er mál með vexti, að ég átti nauðsynjaerindi inn í ísafjarðardjúp, og dvaldi þar nokkra daga á ónefndum bæ við gott yfirlæti. En get- ið skal þess hér, að mér var sýnd óverðskulduð vinsemd hvarvetna við Djúp, allt frá Ögri til Unaðsdals, og kom ég víða við. Meðan ég stóð við á áður- nefndum bæ, bar svo til á öðrum bæ í sama hreppi, að kýr gerðust óværar. Naut var að vísu þar, en mér var sagt að það væri „viðrini", hvað sem það merkir. Nema grað- ungur var falaður frá bæn- um, sem ég dvaldi á, til þess að sinna nauðsynjaverki. Sjálfsagt þótti af hanni al- kunnu íslenzku hjálpsemi, sem hefur haldið lífi í þjóðinni, þrátt fyrir fátækt, sérvizku og einþykkni, að lána tarf- inn og senda á vettvang. Tuddann skyldi mýla og teyma, og valdist til farar- innar stúlkubarn, ég held ekki 17 ára, en stór og harðdug- leg. Um alllangan veg var að fara og þótti mér hæpið að láta telpuna fara eina, þótt ég viti nú að vel hefði hún klárað sig af þessu. Ég bauð mína aðstoð, sem var að vísu þegin. Einhvernvegin hafði ég það á tilfinningunni, að vafamál væri hvort notast mætti við mig sem lestreka, jafnvel að gæta þyrfti mín. Hvað um það, ég fékk að slæðast í förina. Morgunn einn lögðum við úr hlaði, og fór fremst ung- frúin á brúnskjóttum hesti, þessu næst múlbundinn tarfur inn, og loks ég, laus á ljós- skjóttri hryssu, sæmilegasta hrossi. Hún átti til að tölta ef rétt var að farið, og svo oft um hryssur (líka tvífætt- ar), en þetta kostar rétta ásetu og taumhald, og eru þær þá ljúfar í hvívetna. Að vopni hafði ég kaðalspotta með hnút á enda, og þóttist allvel hervæddur. Skemmst er að segja að ferðin gekk vel. Raunar fannst aðalgripnum, nautinu, fullgreitt farið stundum, en þess var að vænta, því tarf- urinn hafði gengið með heima kúm um sumarið og lítið trimmað. Uxinn vildi stund- um tregðast við teymingu, velti vöngum og gerðist þá rangskreiður í götunni og skeiðaði út í móa eða torfær- ur. Ekki kom þetta að sök, og fararskjóti og keyrissveinn réðu yfirleitt förinni. Að sjálfsögðu verður að hafa í huga að tarfurinn vissi ekki hvað í vændum var með svip- uðum hætti og þeir tvífætl- ingar, sem steðja á skógar- lundasamkomur og popphús. Þegar komið var á leiðar- enda voru kýr þar í túni, og nautinu þegar sleppt. Ég hafði vart heilsað heima- rakka, hvað þá mannfólki, þegar tarfurinn hafði tekið til starfa, og sýndist vel tak- ast og vel þegið. Að þegnum beina í bæ og í túni, héldum við jungfrúin og ég, heimleiðis, og fórum greitt en ekki geyst. Með- fram vegi eru fornar ver- stöðvar og sagnauðugar, en ekki man ég að segja þær. Nú er þar til að taka, að hests varð vant fyrir höfð- ingja sem í krafti embættis þurfti að skoða land og vatn, og vorum við hjúin, ungfrúin og ég, enn send af örkinni. Hrossið fundum við, en síð- an sneri stúlkan úr leið og fór um háls fremur greiðfær- an að austan og á vesturbrún. Þarna var ég með öllu ókunn- ur, en þegar ég sá síðar hvar við höfðum farið, þá furðaði mig hálft í hvoru að ég skyldi vera í heilu lagi. 1 áratugi hafði ég ekki haft af hestum að segja, en vissi að þeir voru lappaliprir og kjarkgóðir. Hinu átti ég ekki von á að þeir gætu hag- að sér eins og geitur í hömr- um, en hér eftir trúi ég að íslenzkur hestur, ókvalinn og sjálfráður geti svo til farið hvaða leið, sem hann vill. Og jó hefur íslenzki hesturinn ekki átt góða daga frá önd- verðu, öðru nær. Skemmst er frá að segja að stundum vissi ég ekki fyrr en ég var með fætur fram um eyru á hestinum, en höfuð við tagl, og stundum varð að teyma og eiga von á því að hrossið hryndi yfir mann þá og þegar. Gott ef ekki varð að þumlunga skepnunni fram af smáklöpp, sem ekki festi hóf á. (Það liggur við að ég fari hér að ræða um íslenzka hestinn og hæfileika hans, en svo hefur nýlega verið gert, og mönnum að skiljast að hross þarf líka aðhlynningar, og er gott, en vonum seinna). Eftir förina með tarfinn vakna ég um miðja nótt og myrka, og þykir sem ég hafi verið klofinn í herðar upp en ekki niður, eins og annars var tízka fornkappa. Hér að auki þótti mér sem ég hefði verið laminn lurkum hér og hvar og allstaðar. Mér fór sem Páli forðum, að ég varð á „nálum öldungis, um mitt sálartetur." (Nema ég sé sálarlaus)? Þar sem ég þótt- ist klofinn upp að herðum en ekki í herðar niður, þá gat ég eftir atvikum hugsað dá- lítið. Mér varð það reyndar fyrst fyrir að reka upp hlátur mik- inn. Ég sá sjálfan mig ljós- lega húkandi á merhryssi með kaðalspotta í hendi, og sá að ég hafði „týnt andlitinu" eins og þeir ku segja í Kína, virðu leikinn hafði rokið út í veð- ur og vind. Ég mun sem sé talinn í hópi menntamanna, jafnvel verið embættismaður, eg hér hafði ég farið gálaus- lega að ráði mínu. Að minnsta kosti hjá þeim stéttarbræðr- um mínum, sem eru svo gler- fínir að skera má smjör með buxnabrotunum, en litli fing- ur skal standa lárétt frá bolla

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.