Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 6

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 6
6 firðings og Þórdísar Snorra- dóttur Sturlusonar. Virðist hann hafa verið gætinn mað- ur, fastur fyrir og óáleitinn. Um hans daga hóf Árni bisk- up Þorláksson hinar hörðu og nafnfrægu deilur um Staða- mál. Stefndi kirkjuvaldið að því að ná forræði kirkna og kirkjustaða úr höndum bænda. Hörðust var deilan um Odda, Hítardal og Vatns- fjörð. Dæmdi erkibiskup í Niðarósi Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups. Stóð Einar með festu á móti þess- um úrskurði og hinum ný- stárlegu kröfum kirkjuvalds- ins, og vitnaði til hins forna máldaga kirkjunnar. Á öndverðri 14. öld var Ei- ríkur riddari Sveinbjarnarson orðinn eigandi Vatnsfjarðar. Hann var nafnkunnur maður og friðsamur höfðingi. Hafði konungur, Hákon háleggur Magnússon, slegið hann til riddara og veitt honum aðals mannstign. Enda er hann í heimildum nefndur herra eða riddari. Sat hann Vatnsfjörð af mikilli rausn og skörungs- skap. Eftir daga hans situr hvert stórmennið eftir annað í Vatnsfirði; fyrst Einar sonur hans, þá Björn Jórsalafari og því næst dóttir Björns, Vatnsfjarðar-Kristín, móðir Björns ríka Þorleifssonar hirðstjóra og margra nafn- kenndra systkina. Telja má, að Björn Jórsala- fari hafi á sinni tíð verið einn ágætasti höfðingi hér á landi og nafnkunnastur allra þeirra, er setið hafa í Vatns- firði. Hann var sonur Einars Ei- ríkssonar jungherra í Vatns- firði og Grundar-Helgu, sem víðfræg hefir verið fyrir skör- ungsskap sinn. Sérstaklega hefir nafn hennar verið róm- að í sambandi við víg Smiðs Andréssonar hirðstjóra árið 1362. Björn Jórsalafari var auð- ugur, vinsæll og friðsamur höfðingi, sem hvarvetna stillti til friðar í deilum og róstum þeirra tíma. Þá var hann mik ill og einlægur trúmaður, enda fór hann pílagrímsferðir til helgra staða hvað eftir annað. Utanlandsferðir hans eru taldar fjórar. Hann var kvæntur stórætt- aðri konu, Sólveigu Þorsteins- dóttur, sem fylgdi honum á ferðum hans. í annarri utanferð Björns hrakti skip hans til Græn- lands. Tepptist hann þar um tveggja ára bil sakir ísa. Um þá hrakninga lét hann rita „reisubók," sem hefur verið stórmerk heimild, en er nú því miður glötuð. Sá Björn á Skarðsá, hinn merki annála ritari, bók þessa og hefir ritað glefsur úr henni. Sam- kvæmt frásögn hans hafa Grænlendingar tekið Birni og förunautum hans hið bezta og veitt þeim bæði vistir og virð ingu. Fjórðu og síðustu utanferð sína fór Björn árið 1405. Var sú ferð lengst og merkust því hann ferðaðist alla leið til Jórsala. Áður en hann lagði í þessa för gerði hann „testa- menti“ sitt eða sálugjafar- bréf. Gefur hann þar stór- gjafir í margar áttir. Mest gefur hann þó Vatnsfjarðar- kirkju, bæði jarðir, ítök og kirkjubúnað, enn fremur hálf an skreiðartoll í Bolungarvík. Auk þess gaf hann mörgum öðrum kirkjum veglegar gjaf ir og fyrirskipar ölmusugjaf- ir til fátæklinga. Felur hann sig jafnframt í „vald og vernd“ frelsara síns og Drott ins, Jesú Krists. Er bréf þetta á allan hátt stórmannlegt, og sýnir að Björn hefir verið frábært göfugmenni og sér- stæður mannkostamaður. Úr þessari för kom Björn ekki heim fyrr en árið 1411, enda hafði hann á heimleið- inni sótt ýmsa helga staði í Vestur-Evrópu. Svo mikils álits og virðingar naut Björn hér á landi, að Árni Ólafsson mildi, biskup í Skálholti, sem jafnframt var hirðstjóri yfir íslandi, fól honum að fara með hirðstjóraembættið fyrir sína hönd um tveggja ára skeið. Björn andaðist árið 1415 og var jarðsettur í Skálholti. Þótti sá legstaður virðuleg- astur og helgastur á landi hér. Eftir Björn Jórsalafara tek- ur dóttir hans, Vatnsfjarðar- Kristín, og maður hennar, Þorleifur Árnason frá Auð- brekku, við búi í Vatnsfirði. Voru þau hjón nafnfræg að rausn og skörungsskap, enda stórauðug. Er það rómað hve stórmannlega þau sátu Vatns- fjorð og hve veglega þau hýstu staðinn. Vitnar um það vísa sú, er Jón biskup Ara- son kvað um Vatnsfjörð er hann fór þar um árið 1546: Virðist mér Vatnsfjörður vera sem sagður er, heiðarlega liúsaður horfinn um með grænt torf. Kristín hefir byggt best og búið hér vel frú. Hann þætti mér heppinn, er hlotið gæti slíkt kot. Enginn vafi er á því, að á dögum Björns Jórsalafara og Vatnsfjarðar-Kristínar hefir kirkjan í Vatnsfirði verið forkunnar vel búin að kirkjugripum og skarti. Auk þess höfðu þau gefið henni stórgjafir í ítökum, jörðum og öðrum fjármunum. Á síðari hluta 15. aldar hófust hinar hörðu deilur milli kirkjuvaldsins og eig- enda Vatnsfjarðar um eignar- rétt yfir staðnum. Skálholts- biskup taldi sig hafa fulla eignarheimild á hálfum Vatnsfirði, en vildi nú kló- festa hann allan. Blönduðust hatrömm erfðarpál um Vatns- fjarðarauðinn inn í þessar deilur, sem gerðu þær í senn feikna harðar og flóknar. Nafnkunnastar eru deilur Stefáns Jónssonar Skálholts- biskups og Björns Guðnason- ar í Ögri um Vatnsfjörð. voru þeir báðir stórbrotin mikilmenni, harðvítugir og ó- vægnir í sókn og vörn. En sem kunnugt er, enduðu þessi átök eítir lát Björns í Ögri með sigri kirkjuvaldsins, sem nú loks náði öllum Vatnsfirði á sitt vald. Eftir þetta er Vatnsfjörður því ekki lengur höfuðból auðugrar ættar, heldur prestssetur, sem Skál- holtsbiskup gat ráðstafað og veitt eftir vild sinni. En þótt vegur Vatnsfjarðar og hróður yrði aldrei eftir siðaskipti jafn glæstur og verið hafði á tímum Björns Jórsalafara og Vatnsfjarðar- Kristínar, hafa engu að síður setið þar margir virðulegir og mætir kennimenn og kirkjuhöfðingjar, þó aðeins fárra verði getið hér. Árið 1636 fékk séra Jón Arason, sonur Ara Magnús- sonar sýslumanns í Ögri, veitingu fyrir Vatnsfirði. Eft- ir heimkomu frá háskólanámi í Kaupmannahöfn gerðist hann skólameistari í Skál- holti, enda var hann talinn mikill lærdómsmaður. Hann var skáldmæltur vel og orti bæði á íslenzku og latínu. Hann skrásetti ýmsan fornan fróðleik, en kunnastur er hann fyrir annál, er hann reit, Vatnsfjarðarannál eldri, sem þykir merk heimild. Eft- ir hann settist í Vatnsfjörð sonur hans, Guðbrandur Jóns- son. Hafði hann verið að- stoðarprestur föður síns sein- ustu æviár hans, en tók við brauðinu að honum látnum. Séra Guðbrandur var gáfaður maður og mikilhæfur, enda talinn í fremstu röð klerka hér á landi á sinni tíð. Hann var mikill fræðimaður og eftir hann liggur meðal ann- ars Vatnsfjarðarannáll yngri, sem þykir mjög áreiðanleg og traust heimild. Voru báðir þessir feðgar merkir og virðulegir kennimenn. Eftir lát séra Guðbrands árið 1690 kom í Vatnsfjörð listamaðurinn Hjalti Þor- steinsson. Hann var maður fjölgáfaður og fjölhæfur, og virtist allt leika í listrænum höndum hans. Hann var tal- inn ágætur kennimaður og búhöldur góður. Meðal annars stundaði hann landmælingar og gerði landsuppdrátt af Vestfjörðum, sem talið er að taki fyrri uppdráttum langt fram. Þó er séra Hjalti þekktast- ur fyrir málverk sín og myndskurð. Eru til málverk er hann gerði af Þórði bisk- upi Þorlákssyni, Jóni biskupi Vídalín og mynd sú, er vér eigum af Hallgrími Péturs- syni, er máluð af séra Hjalta. Þá eru í Þjóðminjasafni prédikunarstóll og altaris- stóll, hinir prýðilegustu grip- ir, gerðir af séra Hjalta. Bera verk þessi öll vitni um frá- Prédikunarstóll úr kirkjunni í Vatnsfirði eftir sr. Hjalta Þorsteinsson. (Ljósm.: Gísli Gestsson)

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.