Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 10

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 10
10 Hagi á Barðaströnd, sem var sýslumannssetur á þeim tímum, er frásögnin greinir frá. (Ljósm. H. T.) að ná eignum manna og gerði sér þá háða. Þá voru lög mjög hörð og notaði hann valdmennsku sína sér til fjár- dráttar, lét hann menn stund um gjalda aleigu sína fyrir smávægilegar yfirsjónir. Ólafur var kvæntur konu þeirri er Halldóra hét. Var hún prestsdóttir frá Skutuls- fjarðareyri. Hafði faðir henn- ar verið fjárplógsmaður mik- ill og ágjarn og látið líf sitt, ásamt húskörlum sínum, i rekaviðarflutningum frá Ströndum, af því hann kunni ekki ágirnd sinni hóf og of- hlóð flutningaskipin. Halldóru virðist ekki hafa verið í ætt skotið hvað þetta snerti. Var það margra mál, að hún hvetti bónda sinn mjög til fjárdrægninnar og styddi hann í öllu slíku. Þess voru einnig dæmi, að hún léti sjálf taka góðar kýr úr fjósum fátækra landseta sinna og léti strýtlur í stað- inn. Hér er ein sögnin: Ekkja ein, barnmörg og fátæk bjó á Grænhól á Barða strönd. Hún átti kú eina af- bragðsgóða og nytjaháa, á hverri sýslumannsfrú hafði mjög mikla ágirnd. Einhverju sinni tók Halldóra sig til og lót vinnumann sinn ráðast inn í fjós ekkjunnar cg hafa á brott með sér kúna, en hann lét skilja eftir aðra kú, miklu lakari. Móðir ekkjunnar, fjörgömul kona, er horfði á þessar að- farir á þá að hafa sagt, að ekki myndi kýrin sú arna lifa, frekar en aðrar eignir Halldóru. Mjólkaði kýrin vel um kvöldið á sýslumannssetr- inu í Haga, en næsta morg- un fannst hún dauð í básnum. Það fylgir og sögunni, að kýr fátæku ekkjunnar hafi orðið hinn bezti gripur. Sú er önnur saga sögð, að einhverju sinni kæmu þau sýslmannshjón á ferðum sín- um að Botni í Patreksfirði. Bóndi sat í dyrum og smíð- aði laup. Er sýslumaður bar í hlað, flýtti bóndi sér svo mmjög að lúta og heilsa, að hann gætti þess ekki að leggja frá sér tálguhnífinn og hafði hann opinn í höndinni. Ekki veitti sýslumaður þessu neina athygli, en Halldóra varð þess vör. Á hún að hafa sagt: „Illa sástu nú, þar gaztu fengið skildingsvirði. Gættir þú þess ekki, að mað- urinn gekk með opinn hníf á móti þér?“ Síðar kallaði sýslumaður bónda fyrir sig og bar á hann sök þessa og hótaði lögsókn. Glúpnaði þá bóndi og bað sýslumann ráða fjárútlátum sínum. Urðu þau svo mikil, að lítið varð eftir af búi hans, og hafði bóndi þó verið í góðum efnum áður. Fleiri eru enn sögur um á- gang þeirra sýslumannshjóna, sem ekki verða sagðar hér að pessu sinni. Ekki virtist Ólafur vera eins vökull að refsa mönnum fyrir lögbrot, ef einskis gróða var að vænta úr þeirri átt, sem sökin var. Væru það eignalausir vesalingar, sem lögbrot höfðu framið, lét hann að jafnaði hýðingar nægja sem refsingu, eða hann svæfði málin. Sagt var frá stúlku einni, er Gunna Skafta var nefnd. Hún var í ýmsum vistum á Barðaströnd. Lék orð á því, að hún hefði bcrið út eða fyrirfarið þrem börnum sín- um. Átti hún sum þeirra uppi á heiðum við smala- mennsku, eða svo var að minnsta kosti fullyrt. í fjórða skiptið, sem hún var ólétt, var hún á bæ þeim á Barða- strönd, er Miðhlíð heitir. Eina nóttina heyrir húsfreyjan í bænum barnsgrát úr rúmi því, er Gunna svaf í. Brá hún þegar við, ásamt annarri konu, og leituðu þær í rúm- inu og sat Gunna þar á barn- inu kæfðu. Ólafur sýslumaður var látinn vita um þetta og hafði hann próf í málinu, en virtist ekki hafa neinn sérstakan á- huga fyrir því. Það er í frá- sögur fært, að hann ráðfærði sig eitt sinn við meðdómend- ur í málinu, og spurði þá hvað þeim virtist rétt að gera. Varð einn þeirra þá fyrir svörum og sagði: „Hún hefur drepið þrjú börn sín og handvíst er um hið síð- asta, sem hún kæfði undir sér. Drepa hana, drepa hana.” „Ekki þori ég það,” svaraði sýslumaður. „Ekki er full- sannað að barnið kæmi lif- andi.” Svo bætti hann við og virtist það vera aðalkjarni málsins: „Það er til einskis að sælast.” Slapp því Gunna við refsingu vegna fátæktar sinnar, — þannig var nú réttarfarið á þeirri tíð. 3. ENN UM MÁL SIG- URÐAR OG GUÐRÚNAR —- ANDLÁT ÓLAFS. Nú víkjum við aftur til Sigurðar Elia og hans máls. Er Sigurður hafði fengið Þórð til að gangast við barni Guðrúnar gerði Gunnar Ólafi sýslumanni aðvart um, hver brögð væru hér í tafli. Sýslumaður brá skjótt við cg stefndi Þórði á sinn fund og hótaði honum öllu illu, ef hann segði sér ekki allt hið sannasta. Fór svo að lokum, að Þórður þorði ekki annað en að segja sem var. Tók Ólafur þá af honum fé það, sem Sigurður hafði látið hann fá, og kvaðst sýslumað- ur vel gera, að sleppa honum refsingarlaust. Sýslumaður hugðist nú sækja mál þetta vel, því ærn- ar vissi hann fjárvonir í búi Sigurðar. Var og sagt, að kona hans hvetti hann mjög. Tók hann föstum tökum á málinu og dæmdi þau Sigurð til dauða. Dóm sinn fékk hann staðfestan á Alþingi (samanber Alþingisbækur.). Skyldi Sigurður hálshöggv- inn en henni drekkt, svo sem lög mæltu fyrir um. Á meðan á málinu stóð var Sigurður hafður í haldi í Haga, en Guðrún var fangi á Geirseyri. Á meðan Sigurður sat sem fangi í Haga, lét Ólafur reka 30 geldinga heim í bú sitt frá Geirseyri. Vir Sigurður staddur úti við í handjárnum, er reksturinn bar þar að garði, og er hann sá sauðina, mælti hann: „Fallegir eru þið, gemsar mínir.” Halldóra heyrði þetta cg sagði: „Þér má, að eigna þér þá, líflaus og ærulaus.” Ekki lét Sigurður sér bregða, en svaraði: „Ekki hefur þú enn lokið nösum.” Aldrei fannst bilbugi á Sig- urði cg aldrei brá honum til æðru. Áður en Sigurður var tekinn, hafði hann grafið peninga sína alla í jörðu, og lét hann aldrei neitt uppi um hvar þeir væru fólgnir. Sagði hann, að þeim sýslu- mannshjónum myndi það meiri hugarkvöl, að ná ekki peningunum, en sér að verða drepinn saklaus. Árið 1754 voru þau Ólafur og Halldóra, sem oftar, á ferð um Patreksfjörð. Fór Halldóra um borð í skip, sem lágu á Vatneyrarhöfn, lík- lega til að verzla. En sýslu- maður sat heima í bæ á Vatn- eyri. Var hann mjög ölvaður. Bar húsfreyja honum svið í|*öl u* drykkir Öigerðin Egill Skallagrímsson hefur ávallt á boðstólum ferska og bragðgóða svaladrykki til hæfis fyrir alla fjölskylduna. Sérmenntaður bruggmeistari hefur umsjón með ölgerðinni, enda hefur Egils Pilsner þótt framúrskarandi frá fyrstu tíð. Umboð á ísafirði: JÓHANN KÁRASON, umboðs- & heildverzlun, Engjavegi 8, sími: (94) 3538

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.