Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 4

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 4
4 Heilagur Nikulás. Því hefur verið haldið fram, að Marteinn Lúther hafi eitt fagurt og stillt jólakvöld ver- ið á heimleið og séð hvernig stjörnur himinsins endurskinu á hrímugum greinum greini- trjánna, sem hann gekk fram- hjá í skógarjaðrinum. Þessa hrifningu og hugljómun vildi hann geta gefið konu sinni og börnum þátt í, og sama kvöld ið sótti hann sér grenitré út í skóginn og kveikti jólaljós- in á greinum þess. Hvort sem saga þessi er sönn eða ekki er hún falleg og vel þess verð að varðveitast. En eitt er víst, að jólatré þekktust og voru notuð í Þýzkalandi um 1500. Hvenær jólatré bárust hingað til lands veit ég ekki með vissu, en þó hef ég séð mér til sannrar gleði í blöð- unum, að ekki er langt þar til að við verðum sjálfum okkur nógir með íslenzk jóla- tré inn á hvert íslenzkt heim- ili. Þessar hugleiðingar mínar vildi ég enda með því, að minna á þá staðreynd, að myrkur vetrarins hörfar að- eins undan hækkandi sól, og snjóa og ísa leysir ekki nema að blær himinsins verði blíð- ari. Þessu er líkt farið í lífi okkar mannanna. Tilefni og tilgangur þessarar hátíðar, jólanna, sem haldin eru hátíðleg á hverju heimili ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFAN Engjavegi 28—ísafirði Sími 3770 á landinu og í huga manna og hjörtum um heim allan, er fyrst og fremst sá, að minna okkur öll á fæðingu líf og starf Jesú Krists. Hins and- lega Ijóss heimsins. Beina aug um okkar og anda í áttina að því lífsljósi, sem ljómar upp hug og hjarta hve-rs þess, sem vill sjá það, og lifa í skini þess. Enginn hefur boðað okkur mönnunum betur gildi manns- sálarinnar, kærleikans, rétt- lætisins og friðarins. Hann gaf sjálfur þá lífsfyrirmynd sem æðst er, sönnust og feg- urst. Megi hún verða leiðar- ljósið, — sú hækkandi sól í vitund vorri og lífi, er reki myrkrið, kvíðann og vonleys- ið af hjarta okkar og hug. Á blindsker lífsins, böl þess, harm og þraut, hans bjarta Jólastjarna ennþá skín. Við þörfnumst öll þessa inn ra Ijóss, sem leiðir til meiri og fyliri lífs-skilnings. Sú birta vekur öllum von- ir um sigur kærleikans í mannssálunum og gefur gleði hinum döpru hjörtum. Okkur er boðaður mikill fögnuður. Ljósið mun sigra myrkrið. Sú von og trú er hinn frels- andi máttur lífsins, baráttu og sorgum. Forsenda betra mannlífs og víðari sjónhrings. Mættum við skynja, skilja og trúa því, að það er eilífð á bak við árin. Megi gleðiboðskapur jól- anna ávallt eiga enduróm í hjörtum og sálum íslendinga. Innkaupastofnun ríkisins ★ Þakkar viðskiptin á liðnu ári og óskar öllum landsmönnum gleðilegs nýárs. ★ Athygli útgerðarmanna er vakin á því, að SAMÁBYRGÐIN tekur að sér: ÁBYRGÐARTRYGGINGAR ÚTGERÐARMANNA SLYSATRYGGINGAR SJÓMANNA FARANGURSTRYGGINGAR SKIPSHAFNA Skrifstofa SAMÁBYRGÐARINNAR og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík Vélbátaábyrgðarfélag Akurnesinga, Akranesi Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, Isafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Neskaupstað Vélbátaábyrgðarfélagið Hekla, Stokkseyri Vélbátatrygging Reykjaness, Kefiavík Samábyrgö íslands á fiskiskipum P. O. Box 37 Reykjavík. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi óskar öllum Vestfirðingum gleðilegs nýárs. Gleðileg jól!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.