Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 13

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 13
&cnt> aJésjFJnsxxn awúiFS&ESisxioom 13 mikil lán er skynsamlegt og eðliegt að taka, og hvað vaxtabyrðin má vera hátt hutfall af þjóðarútgjöldunum til þess að ekki komi til kjaraskerðingar miðað við meðal árferði. Þeir flokkar, sem standa að núverandi ríkisstjórn, hafa allir gagnrýnt fyrrverandi ríkisstjórn fyrir of mikla hækkun fjárlaga, þó að þeir jafnframt hafi talið að hækka þurfi fjölmarga útgjaldaliði fjárlaga, sem ekki hefur far- ið saman. En nú voru þeir seztir að völdum og gátu framkvæmt sína stefnu og lagað það, sem þeir töldu að farið hefði úrskeiðis hjá þeim, sem með völdin höfðu farið. Það leið ekki á löngu. Þegar Alþingi kom saman 11. okt. í haust var fjárlagafrumvarp- ið fyrir árið 1972 lagt fram. Þá kom í ljós, að þeir, sem mest hafa skammazt yfir há- um fjárlögum lögðu nú fram frumvarp til fjárlaga, sem fól í sér hækkun gjalda um 2948 millj. kr. Við athugun reyndist fjöldi útgjaldaliða vanáætlaður og í meðförum þingsins og eftir tillögum ríkisstjórnarinnar hækkuðu útgjöld fjárlaga frá frum- varpinu um 2578 millj. kr. Það hefur því orðið hækkun frá fjárlögum ársins 197i um 5,526 millj. kr. eða um 50,1%. Þetta er langmesta hækkun fjárlaga, sem átt hefur sér stað á einu ári. Gjaldahlið fjárlaga ársins 1971 var 11.023.273 millj. kr. en er í gildandi fjárlögum 16.549.552 millj. kr. Við afgreiðslu fjárlaga hvíla mikil störf á f járveitinga- nefnd Alþingis. í þeirri nefnd hefur um langt árabil verið gott samstarf og svo var einnig á þessu þingi. Hins vegar má ekki gleyma því að það er ríkisstjórn á hverjum tíma, sem leggur fram fjár- lagafrumvarpið og markar stefnuna um álagningu skatta og annara tekna ríkissjóðs. Jafnframt markar hún heild- arlínu um framlög til hinna ýmsu málaflokka. Mikið af starfi fjárveitinganefndar er því að skipta fé til hinna ýmsu þarfa þjóðarbúsins og rannsaka ástand og horfur í einstökum stofnunum og málaflokkum innan ramma fjárlaganna. Mér finnst rétt að gefa yfir lit um framlög til fram- kvæmda hér á Vestfjörðum á árinu 1972. HAFNARMÁL: Suðureyri ....................... 4,0 millj. kr. Bolungarvík...................... 12,0 — — Hnífsdalur ...................... 4,9 — — ísafjörður ...................... 8,0 — — Súðavík ......................... 5,0 — — Alls 33,9 millj kr. FERJUBRYGGJUR: Bæir á Snæf jallaströnd .......... 450 þús. kr. Eyri í Mjóafirði.................. 300 — — Æðey ............................. 200 — — Vigur .......................... 1.000 — — Kleifarstaðir v. Kollafjörð ...... 200 — — Flatey á Breiðafirði ....;........ 400 — — Gemlufall v. Dýrafjörð............ 200 — — Alls 2.750 þús. kr. SJÓVARN ARGARÐAR: Patreksf jörður .................. 100 þús. kr. Flateyri ......................... 250 — — Alls 350 þús. kr. SKÓLABYGGINGAR: Reykhólar ..................... 9.710 millj. kr. Barðastrandahreppur ........... 0.856 — — Patreksfjörður ................ 2.534 — — Þingeyri ...................... 0.200 — — Núpur ......................... 8.500 — — Mýrahreppur ...................... 0.400 — •— Flateyri ......................... 0.200 — — Súgandafjörður ................... 1.569 — — Bolungarvík ...................... 4.535 — — Hnífsdalur ....................... 0.250 — — ísafjörður menntaskóli .......... 21.000 — — ísafjörður barnaskóli ............ 2.080 — — ísafjörður iðnskóli .............. 0.600 — — ísafjörður gagnfræðaskóli ........ 2.500 — — Súðavík .......................... 0.250 — — Reykjanes héraðsskóli ............ 6.600 — — Reykjanes barnaskóli ............. 1.700 — — Klúka í Bjarnarfirði ............. 1.704 — — Hólmavík ......................... 1.258 — — Strandasýsla ..................... 2.000 — — Alls 68.446 millj. kr. Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði fær 5,0 millj. kr. framlag og má segja að sá skóli sé að nokkru skóli Vestfirðinga. HEILBRIGÐISMÁL: Patreksfjörður læknamiðstöð fyrir V-Barðastrandarsýslu ........... 6.000 millj. kr. Patreksfjörður v. læknabústaðar 0.400 — — Þingeyri ........................ 0.108 — — Flateyri ........................ 0.240 — — Flateyri v. röntgentækja ....... 0.200 — — Súgandafjörður ................. 0.030 — — ísafjörður læknamiðstöð fyrir nærl. læknishéruð .................... 8.000 — — ísafjörður héraðslæknisbústaður 0.350 — — Hólmavík ........................ 1.500 — — Reykhólar ....................... 0.080 — — Alls 16.908 millj. kr. Auk þeirra framlaga, sem nú hafa verið talin til fram- kvæmda á þessu ári á Vest- fjörðum, má nefna að fram- lög til vegamála eru ennþá óafgreidd, en Alþingi mun afgreiða vegaáætlun fyrir þinglok. RAFORKUFRAMKVÆMDIR VIÐ DJÚP. Á síðustu fjárlögum var heimild fyrir ríkisstjórnina að endurgreiða aðflutnings- gjöld og söluskatt af vélum og tækjum til væntanlegrar virkjunar í Blævardalsá í Nauteyrarhreppi. Til þess kom ekki, og er sú heimild því endurnýjuð í fjárlögum þessa árs, en þess er að vænta að í þessa virkjun verði ráðizt á þessu ári. Sömu leiðis er nú tekin inn á heim Enn eru Vestfirðingar í fararbroddi. Eins og oft áður hafa þeir riðið á vaðið í útvegsmálum. Fimm nýir skuttogarar koma til Vestfjarða á næstu mánuðum. Vélasalan hf. Garðastræti 6 — Símar 15401 og 16341

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.