Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 9

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 9
9 GISLI KONRÁÐSSON, SAGNARITARI: Harmsaga ásta, haturs og hefnda Gísli Konráðsson 1. AF HELGU, GUNNARI, SIGURÐI ELLA OG GUÐRÚNU. Á fyrstu árum 18. aldar bjó bóndi sá í Hænuvík við Patreksfjörð er Jón hét Jóns- son. Hann var af ætt hinna svonefndu Sellátrabræðra, sem alkunnir voru þar vestra á sinni tíð vegna ríkidæmis þeirra og þess karlmennsku- orðs, er af þeim fór. Jón þessi átti dóttur er Helga hét. Var hún kvenkost- ur hinn bezti, ekki einungis vegna ættar og auðs, heldur einnig sökum meðfæddra mannkosta sinna og fríðleiks. Hana skorti því hvorki ríka né ættstóra biðla. En hún lagði lag sitt við fátækan vinnumann, er Gunnar hét, og unnust þau hugástum. Hafði hann beðið hennar, en ekki fengið, því foreldrar hennar og frændlið taldi hann henni ekki samboðinn. Helga fékk engu um þetta ráðið. En er hér var komið sögu gekk hún með barn undir brjósti, og var Gunnar faðir þess. Sigurður hét maður, kallaður Ella. Hann var norðlenzkur að ætt, karlmenni hið mesta cg harðgjör. Hann hafði lengi verið lausamaður og flækzt víða og grætt mikið fjármuna og peninga, og var þvi talinn vel efnaður. Sigurður felldi hug til Helgu, og varð það að ráði, að foreldrar hennar giftu honum hana, þar sem hann var auðugur og líklegur til frama. Helgu var þessi ráðahagur mjög á móti skapi, en varð, að þeirrar tíðar sið, að láta að vilja foreldra sinna. Er Helga varð léttari að barni þeirra Gunnars, vildi Sigurður ekki heyra annað nefnt, en að hann gengist sjálfur við barninu. Helga var þess mjög ófús og kvað „mannvillu þá illri heill mega stýra“. En vilji hennar var einnig að þessu sinni ofurliði borinn. Barnið var sveinn, og er hann var vatni ausinn, var hann skírður Einar og kallaður Sigurðsson. Nú liðu fram stundir og varð Sigurður brátt hinn gildasti bóndi. Hann bjó með konu sinni á Geirseyri við Patreksfjörð. Var hann tal- inn ríkastur manna þar um slóðir, bæði að fjármunum og gangandi fé. Þau hjón áttu nokkur börn, meðal þeirra var Jón, er ungur sigldi utan og varð frægur úrsmiður í Danmörku. Að öðru leyti fara engar sagnir af sambúð þeirra, en Helga mun hafa látizt á miðjun aldri. Þannig er Sigurði Ella lýst, að hann væri kappsmaður mikill og hraustur, og léti ekki hlut sinn fyrir neinum. Um hugrekki hans og mann- dóm er sögð eftirfarandi saga: Einhverju sinni höfðu franskir sjómenn hlaupið á land og rænt Sigurð 6 eða 7 sauðum, og ráku til strand- ar að báti sínum. Sigurður sá til ferða þeirra og hljóp á eftir þeim. Sigaði hann hund- um sínum á sauðina, svo að Fransmennirnir misstu af þeim. Urðu þeir þá mjög reiðir og rauk einn skips- manna til og greip byssu og miðaði á Sigurð. Sigurður lét sér hvergi hvergi bregða, en stóð kyrr og barði sér á brjóst. En byssan kveikti ekki, og ekki þó í annað sinn væri freistað. Urðu Fransmennirnir þá hræddir, ætluðu fjölkynngi valda og flýðu á bát sinn. Af Einari, syni þeirra Helgu og Gunnars, er fátt sagt ann- að en það, að hann eignaðist á unga aldri barn með stúlku er Guðrún hét Valdadóttir, en um frekari viðskipti þeirra er ekki getið. En eftir lát Helgu konu sinnar tók Sig- urður Guðrúnu þessa að sér cg gerði að ráðskonu sinni. Má vel vera, að hún hafi áð- ur verið vinnukona hjá þeim I-Ielgu og Sigurði. Nú fór að kvisast, að mjög mundi dátt vera með þeim Sigurði og Guðrúnu, og er það vitnaðist, að hún myndi aftur með barni, þóttust menn vita, að Sigurður myndi faðir þess. Nú er þess að geta, að á þeirri tíð voru lög mjög ströng hér á landi. Eitt af ákvæðum hins alkunna Stóra- dóms mælir svo fyrir, að ef sama kona eignast börn bæði með föður og syni, skuli það dauðasök. Og ætti faðir barn með barnsmóður sonar síns, var það sifjaspell. Nú virtist þannig komið fyrir þeim Sig- urði og Guðrúnu, því Einar var kallaður sonur Sigurðar, þó það væri reyndar á flestra vitorði, að Gunnar væri faðir hans. Nú var úr vöndu að ráða. Og til að bjarga lífi þeirra beggja, fór Sigurður á fund síns gamla meðbiðils og bað hann nú að lýsa yfir því, að hann væri faðir Einars, ef það mætti verða þeim til lífs. En nú hugsaði Gunnar sér gott til glóðarinnar. Sigurð- ur hafði tekið frá honum ást- mey hans. Nú var stund hefndarinnar komin. Hann þvertók fyrir að verða við óskum Sigurðar. Lagði Sig- urður þó mjög að honum og bauð of fjár til, en það stoð- aði ekki. Eftir þetta keypti Sigurður mann nokkurn, er Þórður hét, til að gangast við barni Guð- rúnar, og er sagt að hann hafi gefið honum gjald svo mikið, að tæki upp undir þumlung í sjóvettlingi. 2. FRÁ ÓLAFI SÝSLUMANNI OG HALLDÓRU. Þegar þessir atburðir gerð- ust, var Ólafur Árnason, sýslumaður i Barðastrandar- sýslu. Hann var mjög lærð- ur maður og hafði numið bæði innanlands og utan. Hann var kallaður lagamaður mikill, en illa þokkaður af sýslubúum sínum vegna fjár- girni sinnar og harðýðgi. Sem dæmi um hörku hans og miskunnarleysi var það sagt eigi ótítt, að hann gerði upptæk bú og eignir þeirra bænda, sem berir urðu að rangri tíund. Notaði hann hvert tækifæri, sem gafst til Hóptrygging er ódýrari! Vaxandi áhugi er fyrir því, að samstarfsfólk, lífeyrissjóðir eða félög standi sameiginlega að HÓPTRYGGINGUM. Með því móti verða iðgjöld verulega lægri og fullvissa er um, að allir eru tryggðir. Samskot vegna fráfalls eða veikinda vinnufélaga ættu að vera óþörf, ef HÓPTRYGGING er fyrir hendi. Við höfum nú á boðstólum mjög fullkomna HÓPLÍF- SJÚKRA- og SLYSATRYGGINGU, sem kemur í veg fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa, og greiðir dagpen- inga í allt að þrjú ár. Ennfremur greiðir tryggingin örorku- bætur og dánarbætur við fráfall fyrirvinnu og einhleypinga. > co -*yrRvQi % 0 5 Nokkur fyrirtæki hafa farið inn á þá braut að greiða hluta af hóptryggingariðgjaldi og öðlast með því aukið traust og velvilja starfsfólksins. Tryggingafulltrúar okkar eru ætið reiðubúnir f, ____ að mæta á fundum með þeim, sem áhuga hafa /4\J EvéA. á HÓPTRYGGINGUM og gera tilboð, án nokk- (g? urra skuldbindinga. LIFTRYGGINGAFELAGIÐ ANDVAKA /9«ö-19'JV SAMMINNUTRYGGINGAR ÁRMULA 3 SIMI 38500

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.