Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 11

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 11
11 \^i aans) sissmsixjam ss/taw/EsusMmjm til matar út í skemmu, en er hann hafði tekið tvo bita stóð hinn þriðji í honum. Hljóp húsfreyja þá skjótt inn og sótti mjólkurkönnu, en er hún kom út aftur, var sýslumaður í andarslitrunum og dó þegar. Og er þetta sögn gamalla og fróðra Barð- strendinga. Er Halldóru konu hans var sagt þetta, lét hún sér svo við bregða, að hún afklæddist öllu skarti sínu, en enginn sá hana tárast. Ekki höfðu samfarir þeirra hjóna verið ástsælar, drakk hann bæði mikið og hélt fram hjá konu sinni svo hún vissi. Gerði hún Ólafi margt til skapraunar og háðungar og var það haft fyrir satt, að hið eina, sem þau áttu sam- eiginlegt, var að græða íé. 4. LYKTIR MÁLA OG DÓMUNUM FULLNÆGT. Ólafur sýslumaður hafði fengið dóm sinn um Sigurð og Guðrúnu staðfestan á Al- þingi áður en hann lézt, eins og áður er getið. Nú tók við málum hinn nýi sýslumaður Barðstrendinga, sem var Da- víð Scheving. Fékk hann að vita um alla málavöxtu. Vildi hann gera allt, sem í hans valdi stóð, til þess að frelsa þau Sigurð cg Guðrúnu frá lífláti. Sótti hann um náðun til Friðriks konungs íimmta i g ráðuneytis hans, en hún lékkst ekki. Var honum þá nauðugur kostur, að láta taka þau af lífi og skyldi Sigurður háls- höggvinn á Hólavellinum í Haga. Bjarni Búi hét sá, er var þá Barðstrendingaböðull. Hann var sagður illmenni mikið, hafði bæði stolið og lagzt út, en verið gefnar upp sakir til að gerast böðull. Þegar Sigurður gekk til af- tökustaðarins hafði hann gyllta skyrtuhnappa úr silfri um háls sér. Vildi Bjarni böðull grípa þá. En Sigurður sló þá höndum saman og laust hann kinnhest, og bað helvískan þræl þann ekki við þeim snerta, skyldu þeir fylgja sér. Bað hann sýslu- mann að láta jarða sig, þar sem mættust vígð mold og óvígð. Það er sagt, að áður en hann lagðist á höggstokk- inn, bæði hann menn bera Gunnari kveðju sína, og segja menn, að síðan hafi hann beðið fyrir sér. Síðan tók böðullinn til starfa síns og hjó ósleitilega. Að öllu lét sýslumaður fara, sem Sigurður hafði beðið. Nú er það litlu síðar, að sagt var á Geirseyri, að fækk að væri í Haga. Þóttist Guð- rún þá vita, hvað verða mundi. Tók hún öllu með hinni mestu stillingu, og kvöldið áður en átti að drekkja henni, saumaði hún sjálf poka þann, sem hún skyldi sett í, og vissi til hvers átti að nota hann. Um morguninn 17. marz 1755 reið flokkur manna með henni fram í Mikladal, sem fram liggur frá Geirseyri. Átti að drekkja henni þar í hyl einum í Mikladalsánni. Á leiðinni fram eftir dalnum, segja menn að hún hafi sung- ið sálm einn úr Hugvekju- sálmum Sigurðar prests á Presthólum. Var hún mjög trúarörugg og kvaðst full- viss um sáluhjálp sína. Liði hún fyrir syndir sínar að SENDIR BEZTU NÝÁRSÓSKIR OG ÞAKKAR VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM. 1 É PRENTSTOFAN ISRUN HF. I Aðalstræti 35 - Isafirði Sjálfstæðiskvennafélagið Þnríður snndafyllir í Bolnngarvik 30 ára SJÁLFSTÆÐISKVENNA- FÉLAGIÐ Þuríður sundafyll- ir í Bolungarvík minntist 30 ára afmælis síns hinn 4. des- ember sl. með kaffisamsæti í Félagsheimilinu, — en fé- lagið var stofnað 21. sept. 1941. Heiðursgestur samsætisins var frk. María Maack, en hún kom til Bolungarvíkur fyrir 30 árum til að stofna félagið. Mun Þuríður sundafyllir hafa verið þriðja sjálfstæðis- kvennafélagið, sem stofnað var á landinu. Nokkru áður hafði frú Guðrún Lárusdóttir komið til að undirbúa stofn- un félagsins. Formaður félagsins, frú Elín Guðmundsdóttir, setti hófið og flutti stutta ræðu. Þvínæst rakti frú María Haraldsdóttir í stórum drátt- um sögu félagsins frá upp- hafi. Heiðursgesturinn, frk. María Maack, flutti snjalla ræðu og að lokum fluttu stutt ávörp þau Jónatan Einarsson, odd- viti, Jón F. Einarsson form. Sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs, vilja Guðs, þó ranglega væri hún dæmd af mannlegu valdi. Bjarni böðull var þarna til staðar og var Guðrún færð í sekk þann, er hún hafði sjálf verið látin sauma, og var grjót sett í pokann með henni svo að hann sykki. En svo hörmulega tókst böðlin- um til við embættisverkið, að hann setti of lítið grjót í pokann, svo hann flaut. Varð tvisvar að draga pok- ann upp úr ánni og bæta í hann, og er hann sökk ekki heldur í þriðja sinn, greip böðullinn broddstaf og hélt sekknum þannig niðri. Þótti mönnum aðfarir Bjarna böðuls illmannlegar. Var það almæli, að Scheving sýslumanni hafi orðið svo mikið um þessa ómannúðlegu meðferð, að hann hafi orðið að ganga frá og hafi tvisvar sinnum nær hnigið í ómegin. Ýmislegt var um það rætt hvers vegna Guðrún hafi flot- ið. Var það sumra mál, að hún myndi enn hafa verið þunguð eftir Sigurð Ella. Guðrún var dysjuð í holti litlu í dalnum skammt frá götunni, þar sem nú heitir Illimógur. frú Ósk Ólafsdóttir, Benedikt Þ. Benediktsson, rafveitu- stjóri og frú Ingveldur Guð- mundsdóttir. í tilefni afmælisins voru 5 konur gerðar heiðursfélagar, þær frú Elísabet Hjaltadóttir, frú Guðmunda Pálsdóttir, frú Margrét Sigmundsdóttir, frú María Rögnvaldsdóttir og frk. María Maack. Sjálfst.kvennafél. Þuríður sundafyllir hefur allt frá stofnun félagsins starfað af mikum þótti og ekki síður að mannúðar- og menningar- málum en stjórnmálum. Hef- ur félagið m.a. gefið sjúkra- skýlinu, skólanum og kirkj- unni í Bolungarvík miklar og dýrmætar gjafir á undanförn- um árum, — og geta má þess, að þegar fyrst var haf- izt handa um vatnsveitufram- kvæmdir í Bolungarvík, styrkti félagið þær fram- kvæmdir með f járframlagi. Auk þess hefur félagið fært sjúklingum og einstæðingum jólaglaðning á hverju ári og á ýmsan annan hátt verið mjög virkur þátttakandi í hverskonar mannúðar- og menningarstarfsemi í byggð- arlaginu. Þá hefur félagið unnið mikið og gott starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sér- staklega í sambandi við al- þingis- og sveitarstjórnar- kosningar, og jafnan verið mjög vakandi í starfi. Afmælissamsætið var fjöl- sótt og veitingar allar hinar rausnarlegustu, svo sem vænta mátti. Bárust félaginu margar heillaóskir og gjafir í tilefni afmælisins. Að endingu var stiginn dans fram eftir nóttu og höfðu allir af hina beztu skemmtun. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Formaður frú Mar- grét Hálfdánardóttir, ritari frú Unnur Sigurðardóttir, gjaldkeri frú Þorgerður Ein- arsdóttir. — Eru þær nú allar búsettar í Reykjavík. Núverandi stjórn er skipuð þessum konum: Formaður frú Elín Guðmundsdóttir, rit- ari frú Sigrún Bjarnadóttir, gjaldkeri frú María Haralds- dóttir. Meðstjórnendur eru frú Margrét Guðfinnsdóttir, frú Guðmunda Pálsdóttir og frú Fríða Pétursdóttir. VESTURLAND óskar Þu- ríði sundafylli til hamingju með afmælið. Tilkynning Öllum sem greitt hafa laun á árinu 1971 í Vest- fjarðaumdæmi ber að skila launamiðum og launa- miðafylgiskjölum til skrifstofu minnar á ísafirði, eða til umboðsmanna í hreppunum, fyrir 20. þ.m. Launamiðana skal fylla vandlega út eins og form- ið segir til um, og er sérstaklega minnt á, að allir launamiðar verða að bera með sér greinileg heim- ilisföng, nafnnúmer og vinnutímabil launþega. Bent er á að lesa rækilega dreifibréfið sem fylgdi launamiðunum. Athygli er vakin á því, að allar greiðslur til verk- taka ber að gefa upp í heild á nafn verktakans. Þeir sem launamiða fá senda, en engin laun hafa greitt, skulu rita á frumrit launamiðafylgiskjals- ins að svo hafi verið, og endursenda það til skatt- stjóra. Nauðsynlegt er að launagreiðendur fylli launamiða- fylgiskjalið vandlega út skv. texta þess. Lesið vandlega textann á bakhlið fylgiskjalsins, bæði á frumriti, afriti og samriti. Það mun auðvelda rétta útfyllingu. Engan frest er unnt að veita í sambandi við skil á launamiðum og launamiðafylgiskjölum. Öllum hlutafélögum ber að skila til skattstofunnar hlutafjármiðum, miðað við hlutafjáreign hvers einstaks hluthafa 31. desember sl. ísafirði, 6. janúar 1792. SKATTSTJÓRINN VESTFJARÐAUMDÆMI

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.