Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 7
5. blað 28. árg. IMr. 273 Júní 1961 SAMTÍÐIN HEIMILISBLAÐ TIL SKEMMTIIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTIÐIN kemur út mánaöarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, sími 12526, póstliólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 65 kr. (erlendis 75 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt mót- taka í Rókaverzlun ísafoldar, Austurstrœti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. ÓEolflð í borgunum veldur sjiíkdómum DR. P. J. LAWTHER, forstjóri rannsókna á °hreinu borgarlofti, sem framkvæmdar eru um tessar mundir í St. Bartholomews-sjúkrahúsinu 1 London, segir, að jafnvel í smábæjum sé hráðnauðsynlegt að gefa nánar gætur að spill- *ngu andrúmsloftsins. Það, sem einkum veldur henni, segir hann, er kolareykur úr reykháf- uni íbúðarhúsanna. Mikið kveður og að ólofti í ^ðnaðarhverfunum í Englandi, og enginn vafi er á því, að kolsýra frá bifreiðuni á einnig yerulegan þátt í spillingu andrúmsloftsins. I Los Angeles í Bandaríkjunum cru um 3 ndllj. bifreiða. Þar í borg er loft mjög kyrrt. Kolsýra úr útblástursrörum bílanna veldur þar hvimleiðum augnsjúkdómi. í stórborgum er hætt við því á mestu umferðartímum dagsins, að hjólreiðamenn og gangandi fólk verði fyrir nokkurri eitrun af óloftinu úr útblástursrörum hílanna. Hefur hún lýst sér sem aðkenning af höfuðverk. Or. Lawther segir: Við Englendingar höfum nu fengið löggjöf um „hreint loft“. Samkvæmt henni er mest unnið að því að fullkomna hrennslu kolanna betur en áður hefur tekizt. ^líukynding hefur að vísu bætt rnjög and- rnmsloftið, en leysir samt ekki vandann til hlítar. Við þekkju m dauðsföllin í bílskúrunum völdum kolsýrlings og vitum, hve hættulegt óloftið frá bílunum getur orðið. t*egar fólk hefur búið við óhollt andrúms- ’oft í 20—30 ár, hefur reynslan sýnt, að upp honia ýmsar tegundir lungnasjúkdóma. í Eng- landi deyja t. d. árlega um 30 þús. manna úr lungnakvefi, en 20 millj. vinnudaga fara for- görðum af völdum þess sjúkdóms. Sitthvað bendir til, að lungnakvef þetta eigi upptök sín að rekja til spillts andrúmslofts. Þetta óloft veldur einnig banvænum hjartasjúkdómi, er niagnast mjög við sýkingu lungnanna. Dr. Lawther fullyrðir, að nýjustu rannsóknir bendi til, að lungnakrabbi stafi fyrst og fremst af sígarettureykingum. Rannsóknir hafa hins veg- ar leitt í Ijós, að krabbamein í lungum stafar ekki af óhreinu lofti frá bifreiðum. Dr. Lawther lýkur máli sínu á þessa leið: Það hlýtur að vera skylda sérhvers menning- arþjóðfélags að vernda þegna sína gegn jafn ísmeygilegri hættu og óhreinu andrúmslofti. í Englandi hafa ráðstafanir gegn þessu dregizt allt of lengi, og dylst okkur ekki, að hin geysi- lega tíðni lungnakvefs með Englendingum er m. a. afleiðing þess. Óhreinkun andrúmslofts- ins er að vísu varla bein orsök lungnakvefsins, en hún stuðlar mjög að mögnun sjúkdómsins, og myndi áreiðanlega vera miklu fátíðari, ef þeir, sem eru næmastir fyrir honum, lifðu í heilnæmara andrúmslofti. Rannsóknir hafa leitt þetta í ljós, svo að ekki verður um villzt. Bætt andrúmsloft myndi áreiðanlega stórbæta heilsu- far borgarbúa um heim allan. Enda þótt vega- og göturyk spilli andrúms- loftinu einna mest á íslandi, spillist það auð- vitað einnig af framangreindum ástæðum. Vert er að gefa gaum að því.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.