Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 15
SAMTlÐIN 11 „Ég átti ekki við, að þeir væru óárenni- legir, af því að þeir væru frægir,“ sagði hún og yppti öxlum. „Þeir eru bara svo ruddal'egir, svo jarðneskir, ef þér skiljið, hvað ég á við.“ Ég skildi ekki, hvað hún átti við, en hrosti, því mér geðjaðisl vel að stúlkunni og laðaðist að henni á einhvern óskiljan- legan hátt. „Eruð Jjér fræg?“ spurði ég. „Nei, nei, ég er ekki neitt,“ sagði hún eg nefndi nafn sitt. „Ég er heldur ekki neitt,“ sagði ég hrosandi og kynnti mig. I sama bili stefndi einn af mönnunum til okkar. Hann hélt á kokkteilglasi eins og allir hinir. Stúlkan og ég voru þau einu, sem ekki héldu á glasi. „Má ég ná í glas handa yður?“ spurði ég. Hún liristi höfuðið. í flestum samkvæmum hef ég þráð drykk, en hér var mér öðruvísi farið. Og þessi rauðhærða, fölleila stúlka virtist eiga orðið hug minn allan. Hún hafði gagntekið mig. Hún virtist vera af sama sauðahúsi og ég. Við vorum allt í einu umkringd hópi Oiasandi fólks, en það virtist ekki veita °kkur minnstu athygl'i. Enda þótt mér tyndist það fremur ókurteisleg fram- konia, var mér hjartanlega sama. Tvær konur, önnur feit, en hin horuð, voru nú komnar alveg að okkur. Þær töluðu nieð ákefð. Sú feila sagði: »Góða, bezta. Þessi stofa á sér nú lield- Ur dapurlega sögu, hef ég heyrt. Hér bjó ekki alls fy rir löngu stúlka, sem ætlaði reyna að verða rithöfundur, vesaling- Ul‘inn. En hún var nú víst ekki meiri yógur en svo, að hún hafði aldrei ofan 1 sig að éta. Hún átti hér heima i þrjú Ur- Þegar hún flutti i þetta hús, var liún feit og pattaral'eg. En þrem árum seinna þnfði unnusti hennar snúið baki við henni, og auk þess höfðu ritstörf liennar mistekizt gersamlega. Þá var hún orðin svo horuð, að kunningjar liennar ætluðu ekki að þekkja hana fyrir sömu mann- eskju. Svo veiktist liún, en sagði engum frá því. Mótstöðuafl hennar var alger- lega lamað, og hún dó. — Sorglegt, þeg- ar ungt fólk deyr, finnst þér ekki?“ bætti hún við og smjattaði ánægjulega á orð- unum. „Ósköp sorglegt,“ sagði sú lioraða ámóta ánægð. „Hvað hét þessi stúlka nú aftur?“ bælti hún við. Sú feita nefndi nafn stúlkunnar, sem ég hafði verið að tala við! Ég sneri mér undrandi að henni og sagði: „Þetta var nafn yðar!“ „Já, þær eru að tala um mig,“ anzaði hún hl'jóðlega. „Ég hverf liingað oft aft- ur til að hlusta á, hvað fólk segir um mig.“ „En þér ættuð ekki að láta það kom- ast upp með þessa ósannindaþvælu um yður,“ varð mér að orði. „Þetta eru engin ósannindi,“ sagði hún. Eg lét sem ég heyrði ekki svar hennar, en hnippti í feitu konuna og sagði: „Afsakið, frú, en frásögn yðar er röng. Stúlkan, sem þér voruð að tala um, er ekki dáin. Hún er hér ljóslifandi.“ Það fór hrollur um konuna og henni brá ónotalega við. „Mér finnst eins og það leggi um mig nákaldan gust!“ sagði hún. „Verið þér ekki að tala við þessar konur,“ sagði stúlkan mín. „Þér gerið þær bara hræddar. Vitið þér ekki, hve óþægilegt er að finna nákaldan gust leika um sig?“ „Jú, en ég skil yður ekki.“ „En ég er að reyna að koma yður eins vægilega og ég get í skilning um, hvern- ig komið er fyrir okkur,“ sagði hún. „Við erum ekki áþreifanleg lengur. Komið þér nú héðan!“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.