Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 18
14 samtíðin gæðavörur, eins og íslenzkt lambakjöt eða fisk fullkomlegar en með því að bera kræsingarnar á borð í íslenzku veitinga- búsi? Ein mótbára, sem oft heyrist, er, að ferðamannatími hér á landi yrði svo stuttur, að engin stofnun, sem bvggði rekstur sinn á erlendum ferðamönnum, gæti borið sig. Fyrir nokkrum árum var þessu þannig farið t. d. i Þýzkalandi, en Þjóðverjar unnu markvisst að þvi að laða ferða- menn að allan ársins hring, og þeim tókst það. Sama gæti ált sér stað hér, ef vel væri að unnið. Eru heitar laugar og leirlKÍð eða tign og fegurð íslenzkrar náttúru ef til vill háð árstíðum? Sviss- neskur ferðaskrifstofumaður, sem hér var nýlega á ferð sagði: „Hjá okkur eru margir fallegir staðir, engu síðri en hér. En hvar sem maður kemur upp til fjalla eða inn til dala er fólk fvrir. Eða það er kennske búið að setja handrið á fallega brún eða leggja stiga upp á klettinn. Hér er allt ósnortið. Þessir melar, urðir og hraun. Gróðurlaus en samt tignarleg, fögur og heillandi. Eða þögnin á öræfunum Ef til vill gleymi ég Iienni sízt.“ Við íslendingar þurfum ekki að kviða þvi í framtíðinni, að við verðum ekki sóttir heim. Til þess er ísland of ólíkt öðrum nálægum löndum. En við verðum að vera undir það búnir að taka móti gestunum. Nú þegar er hingað nokkur straumur erlendra ferðamanna. Gisti- húsin i Reykjavík eru t. d. næstum full- bókuð fyrir allt sumarið og langt fram á haust. En það eru ekki gislihúsin ein eða skipafélögin og flugfélögin, sem njóta góðs af ferðafólkinu. Það gerir öll þjóð- in. Bregðum þvi blundi í ])essu máli og veilum þeim mönnum brautargengi, sem af dugnaði og framsýni eru að brjóta ísinn. ☆ ★ ☆ E. Maxwell: Fjötfur halirúö ÞEGAR faðir minn lá banaleguna, sagði liann við mig: „Ég er hræddur um, að ég geti ekki arfleitt þig að öðrn en fjórum lífsregl- um, en ég býst við, að þær komi þér að góðu halda, því að þú erl svo líkur mér. Reglurnar eru þessar: 1. Öttastu aldrei það, sem þeir segja- Þeir eru ekki til nema í imyndun þinni- Það eina, sem máli skiptir, er það, sem þú gerir. Hvað þeir segja, skiptir engn máli. 2. Því meira sem þú skuldar, því meii'1 hlutdeild eiga aðrir í þér. Varastu efnis- hj'ggju, en njóttu gæða lífsins, eftir þvl sem þau berast þér. 3. Taktu létt á alvarlegum lilutum, en alvarlega á því, sem virðist vera létt- vægt. 4. Vertu alltaf fyrri til en áðrir að blæja að sjálfum þér. Það er eitthváð hlægilegt við alla. Vertu aldrei smeyk- ur við að játa veikleik þinn og yfirsjónh'- EKKI veit ég, hve vel ég hef nytfæi't mér þessar lífsreglur, sem faðir minn arfleiddi mig að. En því meira sem e8 fylgist með fólki, sem auðgast, þvi meinn finnst mér til þeirra koma. Þau eru ekk1 háð gengislækkunum. Höfum ávallt fyrirliggjandi allan ferða- og skíðaútbúnað. Austurstræti 17. Sími 13620.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.