Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 16
12 samtíðin Og við liðum saman gegnum lokaðar dyrnar, niður stigana. Fælur okkar snertu ekki þrepin. 205. KKOSSGÁTA Lárétt: 1 Karlmannsnafn, 7 kvenmannsnafn, 8 liljóð, 9 viðskeyti, 10 beita vaidi, 11 liljóma, 13 aðhald, 14 ábendingarfornafn (kvk), 14 smá- ræði, 16 skemmdir, 17 skynsamlegt. Lóðrétt: 1 Sleipur, 2 hraði, 3 í söng, 4 end- ast, 5 segja hugur, 6 tveir eins, 10 leiðindi, 11 hóti (so.), 12 skrifborð, 13 beita (no.), 14 smiða- tól, 15 mannþyrping, 16 kvað. Ráðningin er á bls. 32. v ÁSTAGRÍN v „Lifnarðu ekki allur við, þegar þú sérð kvenmann eins og þessa þarna?“ „Ekki lengur!“ „Ha-a?“ „Nei, því ég lief verið giftur henni í þrjá mánuði.“ „Nú er hún elzta dóttir mín orðin sautján ára, og nglega átti ég langt tal við hana um leyndardóma mannlífsins „Og lærðirðu nokkuð á því?“ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI bústaða- skipti til að forðast vanskil. Ráðsett kona sá, hvar karlmaður sat undir stúlku á bekk í skemmtigarði og hamaðist við að kyssa lxana. Hún skund- aði rakleitt til lögregluþjóns, sem var nærstaddur, og sagði: „Ekki trúi ég því, að lögreglan láti svona athæfi afskiptalaust.“ „Því ekki það. Ég sé ekki betur en maðurinn klári sig af þessu hjálpar- laust!“ anzaði lögreglan. Hún: „Er ég sú eina, sem þú hefur nokkurn tíma elskað?“ „Já, og auk þess sú langfallegasta.“ Eiginmaður liringdi heim til konu sinnar seint um kvöld og sagði: „Við erum að spila, væna mín, svo ég kem líklega seint heim ... Hvort þetta sé hátt spil? Það læt ég nú allt vera. Vertu bara róleg, elskan. Ég hef alls ekki hugsað mér að koma heim, fyrr en eg hef unnið þig aftur!“ „Veiztu, af hverju veikara kynið eI' miklu sterkara en hitt?“ „Nei.“ „Það er af því, að sterka kynið er svo veikt fyrir því.“ Dóttirin: „Á ég að þora að giftast manni, sem liefur logið að mér?“ Móðir hennar: „Heldurðu, að þú eigi' að pipra, manneskja?“ „Kaupið rósavönd handa unnustunm yðar!" kallaði blómasalinn. „Ég á enga unnustu," svaraði pittui- inn. „Kaupið hann þá handa konunni \1&' ar.“ „Því síður á ég nokkra konu.“ „Jæja, kaupið þér þá öll þessi blón1 til að fagna því, að þér eruð frjáls niuð ur!“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.