Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 skipaði her sínum að leggja þegar nið- Ur vopn og krafðist ekki fullkomins sjálf- stæðis eins og Alsírmenn. Innanlands- stjórn var honum nóg í hráð, enda þótt- ist hann sjá, að hún myndi skjótt leiða til fullkomins sjálfstæðis Túnis. Þetta i'eyndist rétt til getið, því að í marz 1956 veitti Frakkland Túnis algert sjálf- stæði. MIKILSVERÐUM áfanga var náð. Bourguiba varð fyrst forsætisráðherra, en því næst forseti lands síns. Einliver kynni að hafa unnt sér nokkurrar hvild- ur i hans sporum, er frelsið var fengið. En mikilmenni eru hvorki borin til hvíldar né makræðis. Bourguiba hóf nú viðreisnarstarf af mikilli atorku. Kom þá brátt í ljós, að hann var meira en pólitískur áróðursmaður. Hann var stjórnvitringur. Meðan Alsírmenn út- helllu blóði sínu i styrjöld við Frakka, lagði Bourguiba allt kapp á að varðveita frið bæði við Frakkland og þá Frakka, er búsettir voru í Túnis. Nú voru það rúnismenn, sem hann beitti hörku. Þeir skyldu miskunnarlaust vaktir af alda- löngum, austurlenzkum dvala. Bour- guiba gerðist umbótamaður á borð við Eemal Atatiirk. Hann afnam ýmis æva- gömul múliammeðslc lög, reglur og sið- venjur. Sett voru nýtízkulög um hjóna- skilnaði og nútima skólakerfi lögleitt. Bourguiba reyndi að fá þjóð sína til að Vlnna á föstunni og gerði sitt ýtrasta til að auka virðingu hennar fyrir vinnunni. Sjálfur er hann sístarfandi, og starfs- dagur lians er langur. Hann rís úr rekkju Uiorgun hvern kl. 4 og les þá blöðin. Þeir, Sem eiga við hann erindi, geta, ef á ligg- Ur> hitt hann að máli kl. 6 árdegis. Síð- au fer hann í leikfimi og tekur sér að 1)V1 loknu klukkustundar göngu. Að henni lokinni hefst daglangt starf í for- setaskrifstofunni. Frelsishetjan hefur gerzt uppeldisfrömuður þjóðar sinnar. Vikulega flytur Bourguiba löng útvarps- erindi, sem eru ekki eingöngu stjórn- málalegs eðlis, lieldur miklu fremur hag- kvæm fræðsla. Skynsamleg viðbrögð liins unga og fátæka Túnis við hvers konar vandamál- um hafa vakið heimsathygli. Bourguiha kann þá list að safna að sér duglegum mönnum, fá þeim liæfileg völd og auð- sýna þeim traust. Persónuleiki forsetans samstillir síðan átök og aðgerðir þessara ágætu manna. Byltingin í Túnis liefur ekki tortímt börnum landsins. Þvert á móti. Bourguiba hefur auk heldur borið gæfu til að gera andstæðinga sína að Itrúnaðarmönnum þjóðfélagsins. Nægir í því sambandi að nefna, að liann gerði Múhammeð Masmoudi, harðsvíraðan andstæðing sinn, að talsmanni Túnis hjá de Gaulle. En allir menn eiga sér einhvern veik- leika, mikilmenni ekki síður en aðrir. Bourguiha er í eðli sínu hégómagjarn sjálfsdýrkandi. Um það bera Ijósastan vott myndastyttur þær, sem hann hefur látið reisa af sér og auk þess viðhafnar grafhýsi! Hann er víst í engum vafa um, að hann sé óskmögur þjóðar sinnar, kall- aður til að inna af hendi merkilegt sögu- legt hlutverk á miklum örlagatímum. ☆ ☆ ★ ☆ ☆ SKRAFSKJÓÐA nokkur hitti Tliomas Edison í samkvæmi, tjáði honum með mörgum orðum aðdáun sína yfir upp- fyndingum hans og ætlaði aldrei að þagna. „Þér verðið ódauðlegur fyrir að hafa fundið upp fyrstu talvélina,“ sagði hún. „O-sei, sei-nei,frú mín góð,“ sagði Edi- son, „ekki verð ég það, þvi fyrsta talvélin var nú fundin upp af sjálfum skaparan- um. Ég fann bara upp vél, sem liægl er að stöðva, þegar hver vill.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.