Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 SVEINN SÆMUNDSSON ItJJJU, SUMARIÐ, tími birtu og bjargræðis, er gengið i garð. Eftir góðviðrasaman vetur og lélega vertíð í stærstu verstöðv- Um landsins búast landsmenn á aðra ennþá áhættusamari: Síldveiðarnar fyrir Norðurlándi. En það er enn önriur vertið, sem líka er að hefjast, enda þótt færri milljónum sé varið til þeirrar útgerðar: Eflingar ferðamannastraums til íslands og við- búnaðar til þess að hagnýta komu ferða- fólksins hingað. Frá stríðslokum hafa ferðalög fólks milli landa aukizt ár frá ári. Tekjur þeirra Ianda, sem ferðafólkið leggur leið sina til, eru ævintýralegar Það þarf því ekki að vera undrunarefni, hve miklu fjármagni og tíma ríkisstjórnir hinna ýnisu landa verja til þess að laða ferða- fólk að og til þess að hagnýta komu þess: ^eita því góð gistihús í horgum, fjalla- skála og sundlaugar auk baðstrauda, þar Sem loftslag leyfir. Erlendis er fyrir löngu hætt að tala Um tekjur af komu ferðamanna sem stundarfyrirbrigði eða eitthvað, sem ekki skipti máli. Stutt er síðan alþjóðaráðstefnu eitt luindrað sérfræðiuga í ferðamálum lauk 1 Sviss. í ályktun hennar segir meðal unnars, að ef ekki verði teknar upp vís- ’udalegar aðferðir við ákvarðanir um ferðamál, hljóti þessi atvinnuvegur að 'þ’agast aftur úr og að aukning ferða- |aga milli landa verði að byggjast á vís- Uidalegum rannsóknum. Þarna er ekki aðeins talað um að talca vel á móti ferða- fólki, er það kemur, heldur einnig að beita vísindalegum aðferðum til að fá fólk til að ferðast til hinna ýmsu staða. Hver er svo afstaða okkar hér til þess- ara mála? Jú, nokkrir aðilar sýna ferðamálum skilning og liafa lagt mikið fé í að aug- lýsa og kynna ísland sem ferðamanna- land. Nokkuð hefur einnig verið gert til að taka á móti því fólki, sem hingað ferðast, en einmitt hér er stórátaks þörf: Hér þarf fjárveitingarvaldið að koma til hjálpar, líkt og gerist nú í mörgum öðr- um löndum, þar sem ríkisstjórnirnar veita mildar fúlgur, til þess að ferða- mannastraumurinn sé nýttur sem bezt. Sú annarlega firra, að við lítillækkum okkur með því að selja útlendingum heið- arlega þjónustu, hefur lieyrzt. En svo að tekið sé dæmi. Hver vill halda því fram, að t. d. danskur þjónu sé maður að minni, þótt hann með lipurri þjónustu og brosi, komi íslenzkum gesti í gott skap ? Þeirri skoðun hefur með réttu verið haldið fram, að takmark okkar í afurða- sölumálum eigi að vera að selja hverja vöru fullunna. Er þá hægt að fullvinna

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.