Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 14
10 samtíðin Dularfull saga um úsúnilegt fólk ÉG ÓK hratt til þessa samkvæmis. Mér var ljóst, að þar kynnu örlög mín að ráð- ast, þvi að þar átti ég víst að komast í kynni við menn, sem gætu orðið mér að miklu liði i lifsbaráttu minni. Ég var enn litt kunnur rithöfundur, hafði að- eins sent frá mér eina bók, sem synd var að segja, að lilotið hefði mikla viður- kenningu. Þvi miður var ég orðinn of seinn i hófið og herti því ferðina allt hvað af tók. Ég mátti elcki lil þess hugsa að missa af þessu mikla tækifæri. Skyndilega hrunaði bíll utan af ann- arri akhraut heint i veg fyrir mig. Ekki var annað fyrirsjáanlegt en að við mynd- um rekast á. Ég varð gagntekinn skelf- ingu og hemlaði allt hvað af tók. En það var sýnilega um seinan, svo að ég lolc- aði augunum og bjóst við hroðalegum árekstri. Hann lét heldur ekki á sér standa. And- artak fannst mér, eins og mér hefði ver- ið slcotið með voðalegum hvelli úr geysi- stórri fallbyssu langt út i lcolsvart tómið. Háreystin ætlaði alveg að æra mig, og það var eins og hjartað væri að brjótast út úr likamanum. Þegar þessi ósköp voru liðin hjá, opn- aði ég augun í ofbirtu. Ég sat enn við stýrið á bílnum mínum, en þorði mig varla að hræra af ótta við, að ég gæti hvorki lireyft legg né lið. Þá varð mér litið á hinn bílinn og sá, að hann var allur í klessu. Ekillinn var að bröltá út úr flakinu og kallaði á lögregluþjón, sem var þarna nærstaddur. Ég þóttist sjá fram á, að þessi vörður laganna myndi leggja fyrir okkur fjölda spurninga og þráði ekkert heitara en að geta forðað mér hurt, áður en til þess kæmi. Ég rauk þvi út úr bílnum og tók til fótanna, liim- inlifandi yfir að vera, að þvi er virtist óskaddaður. Mér var að vísu Ijóst, að ekki var rétt að flýja af hólmi. En ég var staðráðinn í að missa ekki af sam- kvæminu, hvað sem það kostaði. Sú á- kvörðun stjórnaði gerðum mínum. ÞAÐ ER alltaf fremur óhugnanlegt að koma inn i stofu fulla af fólki, sem mað- ur liefur aldrei séð fyrr, einkum ef mað- ur á sjálfur lítið undir sér og er eins og hvert annað óskrifað hlað, en alln' hinir eru mektarmenn. Þegar ég kom inn úr dyrunum, varð ég þess undir eins var, að þarna voru saman komnir kunnir rit- höfundar. Enda þótt þarna væri mikil þröng a þingi, tókst mér furðu auðveldlega að smjúga milli raða fólksins. Mig furðaði satt að segja á, hve árekstralaust eg komst alla leið út að glugganum á stof- unni, en þaðan hafði ég hezt yfirlit yfir fólkið. Mikið var talað, og kliðufinn var gíf" urlegur. Margt af þessu fólki var býsna ógáfulegt á svipinn. Samt voru þarna yfirleitt menn, sem komið höfðu ár sinm vel fyrir borð í lífinu. Ég fór að velta þvi fýrir mér, hvort ég ætti að áræða að gefa mig á tal við einhvern. Meðan eg var að herða upp liugann í þvi skynr kom stúlka til mín. Hún var náföl, með dökkrautt hár í gráum kjól. „Eruð þér feiminn?“ spurði hún. „Ekki er nú laust við það,“ svaraði ég- „Finnst yður þetta fólk óárennilegt ■ spurði liún. „Frægir menn eru það nú yfirleitt* þangað til maður hefur kynnzt þeim. Sið' an eru þeir víst oftast eins og fólk el flest.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.