Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 atextar Við birtum veqna íjölda áskorana: Skíðavalsinn Texti: Jökull Pétursson. — Lag: Jónatan Olafsson. Sól er á fjöllum, fannir á lijöllum, frostmildur dagur i austrinu skín. Kýður hann öllum, konum og köllum, l'Onia í friðsælu heimkynnin sín. Heillandi er hlíðin, skundum á skiðin, skemmtunar njótum i fjallanna sal; horfinn er kviðinn, hagstæð er tíðin, kressandi andvari leikur um dal. A efstu brún stöndum með stafi i höndum, stefnuna tökum og rjúkum af stað. Svarrar í böndum, vel okkur vöndum, varla mun saka liið hrímkalda bað. kannkófið rýkur og frjálslega strýkur Hinheita vanga, hve gaman er þá. Hngan mann svíkur un-aður slíkur; aftur svo leitum við brekkuna á. Bezt þessi leikur lífsþróttinn eykur, Hka hann veitir oss áræði’ og dug. Vertu ei smeykur, karj minn, en keikur, kveifarskap öllum liann vísar á bug. Hni fannbreiður þjótum og fegurðar njótum; fátt veit ég hreinna en nýfallinn snjó. Sneiðum hjá gjótum, fimleg í fótum, f°rsjálni gætum, þó kappið sé nóg. Sól þegar lækkar og ljósgeislum fækkar, Wsum við böndin ineð handtökin snör, Skuggarnir stækka, og húmbakkinn hækkar, keinileiðis skundum, já, góð var sú för. Við erum með á nótunum Hljómplötur og músikvörur. Afgreiðum pantanir um land allt. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri, Reykjavík. - Sími 11315. Indælt er heima að hátta og dreyma, liraðar þá streymir í æðunum blóð. Hugurinn sveimar um háfjallageima, hver mun svo gleyma þér, mjallhvíta slóð? Vorkvöld í Reykjavík Texti: Siguröur Þórarinsson. Lag: E. Taube. Sungið af Ragnari Bjarnasyni á plötu IM-80 hjá ísl. tónum. Svifur yfir Esjunni sólroðið ský. Sindra vesturgluggar sem brenni í liúsunum. Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý. Vaknar ástarþráin i brjóstum á ný. Kysst á miðju stræti er kona ung og heit. Keyra rúntinn piltar, sem eru í stelpuleit. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld i Reykjavík. Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólar glóð, kríurnar þótt nöldri og bjástri í hólmanum. Hjúfra sig á bekkjunum lialir og fljóð, hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð. Dulin bjarkarlimi á démsins mjúku sæng dottar andamóðir með höfuð undir væng. Akrafjall o. s. frv. Hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár, tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum. Svefninn er þeim hóglega siginn á brár, sunnanblær fer mildur um vanga og hár. Ilmur er úr grasi og angan moldu frá, aftansólin purpura roðar vestursjá. Akrafjall o. s. frv. Stúlka (í ákaflega flegnum kjól): „Þegar ég er í þessum kjól, finnst mér bara enginn kartmaður vilja horfa fram- an í mig.“ Frúin: „Viljið þér gera mér þann greiða að taka þennan hatt úr glugg- anum fyrir mig.“ Hattadaman: „Alveg sjálfsagt, frú.“ „Þakk’ yður kærlega fyrir. Ég á nefni- lega nákvæmlega sams konar hatt heima, og ég þoli bara ekki að sjá þennan, þeg- ar ég geng hér framhjá.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.