Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 2
2 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR ANDLÁT Ættingjar Andrésar Tómas sonar, sem fannst látinn í Kleifarvatni í fyrradag, vilja koma á framfæri innilegum þökkum til lögreglu, björgunar- sveita og allra þeirra sem tóku þátt í leitinni með einum eða öðrum hætti. Í þakkarskeyti segja ætt- ingjarnir að þeir hafi gengið í gegnum erfiðan tíma, sérstak- lega vegna óvissunnar um afdrif Andrésar. Það hafi því verið mjög styrkjandi og gott að vita af svo mörgu góðu fólki sem lagði sig fram af einlægni og fórnfýsi til að hann mætti finnast og óvissunni yrði létt af. Andlát Andrésar Tómassonar: Þakka björgun- arsveitarfólki FÉLAGSMÁL Almennt er ekki rétt að börn séu höfð með á mótmæli, að mati umboðsmanns barna. „Þó að það sé brýnt að þjálfa börn í lýðræðislegri þátttöku voru aðstæður þetta kvöld ekki við hæfi barna,“ segir í tilkynn- ingu frá emb- ættinu. Í því sam- bandi bendir umboðsmaður á að aldrei beri að nota börn til að koma skoðunum annarra á fram- færi. Þá sé mikilvægt að valda börnum ekki óþarfa áhyggjum, eyru þeirra séu viðkvæm fyrir hávaða og ómögulegt sé að vita hvenær friðsamleg mótmæli breytist í hættulegar aðstæður. Börn læri sömuleiðis það sem fyrir þeim sé haft og skemmd- arverk og ofbeldi séu ekki væn- leg leið til að kenna börnum góð samskpti. - sh Umboðsmaður barna ályktar: Hlífa á börnum við mótmælum IÐNAÐUR Nýsköpunarfyrirtækið Orkey á Akureyri mun nú í október hefja framleiðslu á vistvænu eldsneyti, lífdísil, sem er að mestu unnið úr úrgangssteikingar olíu og dýrafitu, en einnig úr öðrum úrgangi. Stefnt er að framleiðslu á 300 tonnum af lífdísil á fyrsta starfsárinu og er áætlað að fyrst um sinn muni starfsemi Orkeyj- ar skapa 2-3 ársverk auk nokk- urra afleiddra starfa. Fyrirtækið Orkey ehf. var stofnað í febrúar árið 2007 og hefur síðan þá kannað ýmsa möguleika á framleiðslu líf- dísils. Tilgangur Orkeyjar er að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. - shá Framleiða vistvænt eldsneyti: Búa til eldsneyti úr steikingarolíu UNGVERJALAND, AP Neyðarástandi var lýst yfir í þremur sveitar- félögum í Ungverjalandi í gær eftir að rauð og þunnfljótandi báxítmenguð eiturleðja flæddi um stórt svæði úr álverksmiðju. Leðjan, sem er úrgangsafurð álverksmiðjunnar Ajkai Timfold- gyar, varð að minnsta kosti fjórum mönnum að bana, en sex að auki var saknað síðdegis í gær. Á annað hundrað manns þurftu á læknis- meðferð að halda. Hundruð manna þurftu að forða sér að heiman og bjarga þurfti um hundrað manns undan eiturleðjunni, sem flæddi um allt. Í leðjunni eru efni sem brenna sig í gegnum föt og veldur alvarlegum brunasárum. Síðdegis í gær höfðu um milljón rúmmetrar af leðjunni flætt út úr verksmiðjunni, sem er í bænum Ajkai suðvestur af höfuðborg- inni Búdapest, og breiðst út um fjörutíu ferkílómetra svæði. Á því svæði eru þrjú þorp, en hætta er á að leðjan fari víðar og jafnvel út í fljótin Dóná og Raba. Unnið var að því í gær að dæla fleiri hundruð tonnum af gifsi út í ána Marcal til að stöðva flæði leðj- unnar. - gb Eiturmengun úr álveri í Ungverjalandi kostar fjóra lífið og ógnar stóru svæði: Leðjan flæddi yfir þrjú þorp ÍBÚI KANNAR ÁSTANDIÐ Þunnfljótandi leðjan brennir sig í gegnum föt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Starfsmenn Umhverf- is sviðs Reykjavíkurborgar fjar- lægðu í gær nokkra garðbekki af Austurvelli. Sjö bekkir voru bornir á bálið á mótmælunum síðastliðið mánudagskvöld og því var ákveðið að fjarlægja þá sem eftir voru tímabundið, til að fyrirbyggja frekari skemmd- ir. Í samtali við Fréttablaðið sagði talsmaður umhverfissviðs að kostnaður við hvern bekk, með uppsetningu, væri 130.000 krónur. Þá námu skemmdir á grasi um 200.000 krónum. - þj Fyrirbyggjandi aðgerðir í Reykjavíkurborg vegna yfirvofandi mótmæla: Bekkjum forðað tímabundið FLÓTTABEKKIR Starfsmenn borgarinnar fjarlægðu garðbekki af Austurvelli til að þeir yrðu ekki skemmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS MENNING Ljósmyndir eftir tvo myndasmiði sem eru í verki Ólafs Elíassonar, Cars in Rivers, eru notaðar án heimildar höfundanna. Þær myndir eru úr albúmi sem skálaverðir Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk settu saman. „Ég gaf Ferðafélaginu eintök af myndunum mínum í albúmi en það er ekki þar með sagt að ég hafi gefið þeim leyfi til að framselja þær hverjum sem er. Það hlýtur að vera sá sem fær verkið á endan- um sem hlýtur að bera ábyrgð á því að fá leyfin. Aldrei dytti mér í hug að taka mynd eftir annan mann og búa til annað verk úr henni og gefa án þess að spyrja um leyfi,“ segir Sigurður Ó. Sigurðsson, áhugaljós- myndari og fyrrverandi skálavörð- ur, sem tók eina myndanna fyrir um tíu árum. „Við erum með þessar myndir á heimasíðunni okkar. Ólafur sá þær þar og fékk þær hjá okkur,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands. Páll segist ekki vita hver hafi tekið umræddar myndir eða eigi höfundarréttinn að þeim. Ekki hafi verið reynt að kanna hverjir myndasmiðirnir væru. „Það hefði verið langsótt að finna út úr því hver tók þær,“ segir hann. Sigurður segir hins vegar að ekk- ert mál hafi verið að finna mynda- smiðina. „Ég til dæmis veit hver tók nánast allar myndirnar í þess- ari möppum. Mér finnst þetta bara léleg vinnubrögð,“ segir Sigurður. Auk myndar Sigurðar er Frétta- blaðinu kunnugt um að minnsta kosti fjórar myndir úr Ferðafélags- albúminu sem eru í verki Ólafs án þess að leyfi hafi verið gefið. Ekki náðist í höfund þeirra mynda. Cars in Rivers byggir á 35 ljós- myndum af bílum í hrakning- um í íslenskum ám. Oftast sendu ljósmyndararnir myndirnar inn sjálfir að áeggjan Ólafs, að sögn Barkar Arnarsonar hjá I8 galleríi sem vann að verkefninu með Ólafi. Börkur segir einkennilegt að ein- hverjir telji að myndir þeirra séu notaðar í óleyfi. „Það er náttúrlega mjög óheppi- legt ef félög hafa sent okkur myndir sem þau hafa ekki rétt á að láta okkur hafa. Það var öllum gert mjög skýrt til hvers myndirn- ar voru ætlaðar og að Ólafur hygð- ist gefa Listasafni Íslands verkið,“ segir Börkur og hvetur viðkom- andi ljósmyndara til að hafa sam- band. „Allir þeir sem eiga mynd í verk- inu fá signerað verk frá Ólafi eins og um var talað þannig að ég hvet þetta fólk til að leita til okkar,“ segir Börkur, sem kveður Ólaf vilja taka það fram að ef viðkom- andi ljósmyndari sé óáægður með að hafa mynd sína í verkinu sé ekk- ert mál að fjarlægja hana. „Ef Ólafur er að biðja mig um leyfi fyrir að nota myndina þá gef ég það – eins og ég hefði alltaf gert ef ég hefði bara verið beðinn,“ svarar Sigurður Ó. Sigurðsson. gar@frettabladid.is Sýnir og gefur myndir án leyfis höfundanna Sumar ljósmyndanna í verki Ólafs Elíassonar, Cars in Rivers, sem nú er til sýnis á Listasafni Íslands og Ólafur færði íslensku þjóðinni að gjöf, eru notaðar án leyfis. Ferðafélag Íslands heimilaði notkun mynda án samráðs við ljósmyndarana. CARS IN RIVERS Sigurður Ó. Sigurðsson segist hafa tekið ljósmyndina sem hér er sýnd útdregin og stækkuð úr verkinu sem Ólafur Elíasson gaf þjóðinni og sýnir hrakninga ökumanna í ýmsum íslenskum vatnsföllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingunni, verður kosin nýr formaður fjárlaganefndar á fundi hennar á föstudag, sam- kvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins. Eftir því sem blaðið kemst næst hefur kona aldrei fyrr gegnt for- mennsku í nefndinni. Fyrri for- maður, Guð- bjartur Hannes son, hefur tekið við embætti heilbrigðis-, félags- og tryggingamálaráðherra og á því ekki sæti í þingnefndum. Sæti Guðbjarts í nefndinni tekur Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann hefur tekið sæti á þingi á ný eftir leyfi sem hann tók sér í kjölfar útkomu skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. - sh Breytingar á nefndarskipan: Oddný stýrir fjárlaganefnd fyrst kvenna ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR Margrét, var þjóðin húsmóður- sjúk á þessum árum? „Já, í einu löngu, samfelldu hús- móðursýkiskasti. Það má segja að það hafi verið þema aldarinnar.“ Margrét Helgadóttir hélt í gær fyrirlestur um rannsókn sína á gullöld húsmæðra á Íslandi, frá 1945 til 1965. MARGRÉT MARÍA SIGURÐARDÓTTIR VIÐSKIPTI Skráning danska skart- gripaframleiðandans Pandora á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn gekk vonum framar í gær og hækkaði gengi bréfa félagsins um 25 prósent, að sögn danska dagblaðsins Börsen. Danski bankinn FIH átti tíu prósenta hlut í fjárfestingar- sjóðnum Acel III, sem átti sextíu prósenta hlut í Pandora. Ákvæði í sölusamningi skilanefndar Kaup- þings á FIH á dögunum felur í sér að hlutur bankans færist til skila- nefndar og Seðlabanka Íslands. Útlit er fyrir að verðmæti hlutar- ins nemi hátt í einum milljarði danskra króna, jafnvirði tuttugu milljörðum íslenskra. - jab, fri Fá aukagreiðslu vegna FIH: Skráning skilar milljörðum SEÐLABANKASTJÓRI Seðlabankinn gæti fengið tuttugu milljarða vegna skráningar skartgripafyrirtækis á markað í Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFRÍKA Hagvöxtur í Afríku er meiri en í fyrra en pólitísk rétt- indi Afríkubúa eru minni. Þetta er niðurstaða Mo Ibrahim vísitölunnar sem birt er árlega. Vísitalan greinir ríki Afríku eftir 88 mælikvörðum sem ná allt frá mælikvarða á spillingu til mæli- kvarða á menntun íbúa. Máritíus trónir á toppi vísitöl- unnar en Sómalía er neðst. Þróun vísitölunnar bendir til þess að framfarir hafi orðið í efnahags- og heilbrigðismálum í álfunni en að pólitísk réttindi séu skert. - mþl Bætt lífskjör en minna frelsi: Pólitísk réttindi minni en áður Með snáka innan klæða Tollgæslan lagði nýverið hald á þrjár lifandi kóngulær af tarantúluætt og tvo keisarasporðdreka sem voru í farangri hjá farþega sem átti leið um Keflavíkurflugvöll. Í framhaldinu var gerð líkamsleit á viðkomandi og fund- ust þá fjórir snákar innan klæða hjá honum. Lagt var hald á dýrin og farið með þau samdægurs til förgunar að Keldum. Innflutningur á skriðdýrum er bannaður. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.