Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 27
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 „Það gefur auga leið að í hrun- inu fóru fjölmörg góð fyrirtæki illa. Þau eru í tímabundnum erfið- leikum, lentu inni í bönkunum og bjóðast nú til kaups. Við ætlum að nýta þetta tækifæri,“ segir Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Sextán lífeyrissjóðir stofnuðu sjóðinn í desember í fyrra. Finnbogi hefur lýst því yfir að með sjóðnum eygi lífeyrissjóð- irnir tækifæri til að endur heimta hluta þeirrar glötuðu ávöxtunar sem hvarf í hruninu. „Ég trúi því að þessar fjárfestingar skili góðri ávöxtun,“ segir hann. Markmiðið er að minnsta kosti fimmtán pró- senta ársávöxtun. „Ég yrði ekki ánægður með minna.“ LOKAÐUR SJÓÐUR Framtakssjóðurinn er byggður á erlendri fyrirmynd einka- framtakssjóða (e. private equity funds). Sjóðirnir safna fjár- festum í ákveðinn tíma áður en þeim er lokað. Stefnt er á að loka dyrum Framtakssjóðsins á fyrstu mánuðum næsta árs. Gert er ráð fyrir að fjárfest- ingum Framtakssjóðsins verði lokið fyrir árslok 2013. Stefnt er að því að hann eigi eignir í fjög- ur til sjö ár en selji þær síðan eða skrái á hlutabréfamarkað. GRÍÐARLEG KAUPGETA Stefnt er að því að Framtaks- sjóðurinn ráði yfir sextíu millj- örðum króna. Samkvæmt reglum Framtakssjóðsins er lágmarks- fjárfesting hans tvö hundruð milljónir króna en hámarks- fjárfesting í einu verkefni nemi fimmtán prósentum af stærð hans. Fari sjóðurinn í sextíu milljarða getur hann varið níu milljörðum að hámarki í kaup á einu fyrirtæki. SKOÐA ÖLL TÆKIFÆRI Einu kaup sem Framtaks sjóðurinn hefur lokið er þrjátíu prósenta hlutur í Icelandair Group. Áreið- anleikakönnun stendur enn yfir á eignarhaldsfélaginu Vestia, sem sjóðurinn kaupir af Landsbank- anum fyrir 19,5 milljarða króna. Búist er við að henni ljúki í lok mánaðar. Hljóti einhver fyrir- tækjanna ekki náð fyrir augum Framtakssjóðsins verða þau send aftur til föðurhúsa. Eins og sést á meðfylgjandi töflu snerta eignir Framtaks- sjóðsins flesta atvinnugeira nema helst fjármálageirann. Finnbogi segir alla möguleika í skoðun. „Ég hef frekar séð fyrir mér að lífeyrissjóðirnir muni sjálfir fjárfesta beint í bönkun- um. Mér þykir það líklegast, en það er ekkert útilokað að Fram- takssjóðurinn yrði meðfjárfest- ir í slíku ef áhugaverð tækifæri gefast,“ segir hann. GAGNRÝNI SVARAÐ Framtakssjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir fjárfestingar sínar, ekki síst í fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við önnur. Finnbogi segir fjárfestingar Framtakssjóðsins ekkert frá- brugðnar fjárfestingum erlendra lífeyrissjóða. Hann nefnir kaup danskra sjóða á bankanum FIH af skilanefnd Kaupþings. „Þeir sem halda þessu fram eru í raun að segja að lífeyris- sjóðirnir eigi ekki að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Ég er al- gerlega ósammála þessu sjónar- miði. Satt best að segja veit ég ekki hvernig íslenskt atvinnulíf og lífsskilyrði á Íslandi mundu þróast ef lífeyrissjóðirnir okkar myndu algerlega neita að koma að fjárfestingum í nýsköpun, þróun og endur reisn íslensks atvinnu- lífsins,“ segir hann og bendir á að lífeyris sjóðir um heim allan fjárfesti í atvinnufyrirtækjum sem eigi í samkeppni. ERLENDIR FJÁRFESTAR Erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á því að kaupa hlut í Fram- takssjóðnum. Finnbogi segir það koma vel til greina. „Það væri að mínu mati mjög jákvætt fyrir okkur að fá áhættufé inn í landið með þeim hætti. Það liggur fyrir að lífeyrissjóðirnir munu alltaf eiga meirihluta hlutafjár í Fram- takssjóðnum, en ég myndi taka því fagnandi ef erlendir aðilar vildu fjárfesta í sjóðnum,“ segir hann. Málið er í skoðun og engin niðurstaða komin í það. F J Á R F E S T I N G A R A U Ð A R 1 Fyrirtæki Atvinnugrein Eignarhlutur Tal Upplýsingatækni/fjarskipti 95% Yggdrasill Verslun/heilsa 100% Vera líf Verslun/heilsa 100% Maður lifandi Verslun/heilsa 80%+ Bio vörur Verslun/heilsa 80%+ ELM Design Fataiðnaður/hönnun 38,5% Gagnavarslan Upplýsingatækni 22% Securitas Öryggisfyrirtæki 20% F J Á R F E S T I N G A R F R A M T A K S S J Ó Ð S Í S L A N D S Fyrirtæki / eign Atvinnugeiri Eignarhlutur Icelandair Group Flugrekstur/samgöngur 30% Kaupverð 3,0 milljarðar kr. Áreiðanleikakönnun stendur enn yfir Vestia - Icelandic Group Sjávarútvegur 100% - Húsasmiðjan Byggingariðnaður 100% - Plastprent Iðnaður 100% - Teymi Upplýsingatækni 62% - Vodafone - EJS - Skýrr - HugurAx Kaupverð 19,5 milljarðar króna Heildarverðmæti eigna Framtakssjóðsins (auk Vestia): 22,5 milljarðar króna Nokkrir af helstu líf- eyrissjóðum landsins settu, ásamt öðrum, fjármagn í stýringu í fagfjárfestingar- sjóðnum Auði 1 hjá Auði Capital á vordögum 2008. Sjóðurinn hefur yfir að ráða 3,2 milljörðum króna og hefur hann til þessa varið tæplega helmingi fjárhæðarinnar ýmist til kaupa á fyrirtækjum í heild sinni eða stór- um hlut í þeim. Í fjárfestingar- stefnu sjóðsins kemur fram að miðað sé við að fyrirtækin hafi þriggja til fimm ára rekstrar- sögu, mikla vaxtarmöguleika og séu ýmist í eigu eða undir stjórn kvenna. Sjóðurinn keypti á vordögum 2008 þrjátíu prósenta hlut í ELM Design, sem hannar og framleiðir tískufatnað fyrir kvenfólk. Hann fór sér hægt í kringum hrunið en hefur verið á fleygiferð síðan, er nú stór á sviði innflutnings og sölu á lífrænum vörum, á fjar- skiptafyrirtæki, hlut í upplýsinga- tæknifyrirtækjum og öryggisfyr- irtæki. Segja má að óbeint styðji fyrirtækin hvert við annað. Segja má að lífeyrissjóðirnir hafi elt eigið skott þegar Tal var boðið til sölu. Framtakssjóður Ís- lands, sem er í eigu lífeyrissjóða, bauð í fyrirtækið en varð að lúta í lægra haldi fyrir Auði 1, sem líf- eyrissjóðir eiga hlut í. Framtaks- sjóðurinn tók sömuleiðis þátt í fyrri hluta tilboðsferlis Securit- as þegar félagið var boðið til sölu. Sjóðurinn dró sig úr því. Auður Capital er bundið trúnaði um bæði hvaða lífeyrissjóðir settu fé í stýringu í Auði 1 árið 2008 og hversu stóra hlutdeild þeira eiga í sjóðnum. Auður Capital ávaxt- ar pund lífeyrissjóða ÚR VERSLUN YGGDRASILS Lífeyrissjóðir eru stórir innflytjendur á lífrænum matvælum í gegnum fagfjárfestingarsjóð Auðar Capital. MARKAÐURINN/HEIÐA H L U T H A F A R F R A M T A K S S J Ó Ð S I N S Lífeyrissjóður Eignahlutur Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,9% Gildi Lífeyrissjóður 18,8% Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 13,3% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,0% Stafir lífeyrissjóður 10,0% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,0% Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga 5,0% Festa lífeyrissjóður 3,3% Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,7% Almenni lífeyrissjóðurinn 2,0% Lífeyrissjóður Vestfirðinga 2,0% Lífeyrissjóður bankamanna 1,6% Eftirlaunasjóður FÍA 1,4% Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,0% Lífeyrissjóður Rangæinga 0,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,2% 3,2milljarðarkróna FINNBOGI JÓNSSON „Til greina kemur að selja erlendum aðilum hlut í Framtakssjóðnum,“ segir framkvæmdastjóri hans. Hann blæs á gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins. MARKAÐURINN/GVA 60milljarðarkróna E I G N A S A F N F R U M T A K S * Fyrirtæki Atvinnugrein Upphæð (í milljónum) Median - rafræn miðlun Upplýsingatækni 80 Meniga Upplýsingatækni/veflausnir í fjármálum 90 Gogogic Upplýsingatækni/tölvuleikjagerð 150 Andersen & Lauth Fataðiðnaður/hönnun 200 Handpoint Upplýsingatækni 100 AGR - Aðgerðagreining Upplýsingatækni/birgðakerfi og söluspár 112 Trackwell Upplýsingatækni/hugbúnaður fyrir forðastýringu 100 Samtals: 832 * Eignarhlutur Frumtaks í fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í ákvarðast ekki fyrr en við sérstakt uppgjör kaupsamnings, sem í flestum tilfellum er 24 til 36 mánuðum eftir fjárfestingu. Sá tímarammi er ekki liðinn að fullu. Framtakssjóðurinn eygir von um að ná aftur hluta af tapi lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðir um alla heim eru að fjárfesta í fyrirtækjum sem eiga í sam- keppni, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.