Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 4
4 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hversu margir hafa misst heimili sín á nauðungaruppboðum á árinu? Sýslumenn á landinu auglýstu nauðungaruppboð á heimilum 409 fjölskyldna í september sam- kvæmt samantekt Creditinfo. Það sem af er ári hafa sýslumenn aug- lýst uppboð á heimilum samtals 1.784 fjölskyldna. Þetta þýðir þó ekki að allar þess- ar fjölskyldur hafi verið bornar út af heimilum sínum. Mögulegt er að semja um skuldirnar fram að uppboði, auk þess sem fólk á rétt á því að búa áfram á heimilinu í allt að tólf mánuði. Fólk þarf að borga leigu, og yfirleitt tryggingu, sem getur reynst erfitt fyrir fólk sem er að missa húsnæðið sitt. Í september voru að auki boðnar upp 147 eignir í eigu fyrirtækja. Samtals hafa verið boðnar upp 836 eignir í eigu lögaðila á árinu, sam- kvæmt samantekt Creditinfo. Alls eru í það minnsta 403 nauð- ungaruppboð fyrirhuguð hjá sýslu- mönnum í landinu í október, sam- kvæmt samantekt sem unnin var í dómsmálaráðuneytinu. Sýslu- mennirnir flokka uppboðin á mis- jafnan máta, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst gætu um 260 af þessum uppboðum verið vegna íbúðarhúsnæðis einstakl- inga. Enginn virðist vita hversu marg- ir hafa misst heimili sín á nauð- ungaruppboðum á árinu. Fjöldi uppboða er þekktur, og sýslumenn hafa upplýsingar um hversu marg- ar eignir voru seldar, en þeim upp- lýsingum er ekki miðlað áfram til dómsmálaráðuneytisins í neinum smáatriðum. Til dæmis reyndist það þrautin þyngri að fá upplýsingar um nauð- ungaruppboð á árinu sundurliðuð eftir því hvort um íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði var að ræða. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum frá öllum sýslu- mannsembættum landsins um nauðungaruppboð á síðustu tólf mánuðum. Óskað var eftir því að tölur yfir íbúðarhúsnæði sem boðið hefur verið upp yrðu sund- urliðaðar eftir því hvort það var í eigu fyrirtækja eða einstaklinga. Þá var óskað eftir sundurliðun á því hvort einstaklingarnir bjuggu sjálfir í húsnæðinu eða hvort þeir leigðu það út. Ekki bárust svör frá öllum emb- ættum, og í mörgum tilvikum gátu þau embætti sem svöruðu ekki sundurgreint uppboðin á þenn- an hátt. Hjá þeim embættum sem gátu sundurgreint tölurnar var nokkuð oft um að ræða húsnæði sem aðrir en eigendurnir bjuggu í, hvort sem íbúarnir leigðu af einstaklingi eða fyrirtæki. Þá stóðu íbúðirnar í sumum tilvik- um auðar. Sem dæmi má nefna að Sýslu- maðurinn á Seyðisfirði hefur á síðustu tólf mánuðum boðið upp 76 húseignir, þar af 69 íbúðir. Í 56 tilvikum var um að ræða leiguhúsnæði þar sem eignar- haldsfélög áttu íbúðirnar þannig að eigendur fluttu ekki úr þeim íbúðum. Í sex tilvikum var um að ræða húsnæði sem ekki var full- byggt. Í fjórum tilvikum bjuggu leigjendur í húsnæði í eigu einka- aðila. Í þremur tilvikum bjuggu íbúar í eigin húsnæði. brjann@frettabladid.is 400 300 200 100 0 ja n. fe b. m ar s ap r. m aí jú ní jú lí ág ú. se p. ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar s ap r. m aí jú ní jú lí ág ú. se p. Tíðni nauðungaruppboða Heimili Fasteignir lögaðlila Um 400 uppboð í september Sýslumenn auglýstu uppboð á heimilum ríflega 400 fjölskyldna í september. Þeir hafa auglýst uppboð á tæplega 1.800 heimilum á árinu. Um 260 uppboð á íbúðarhúsnæði einstaklinga eru fyrirhuguð í október. Í nauðungarsölu felst að eign er seld á uppboði til greiðslu á skuldum sem á henni hvíla. Sýslumenn sjá um nauðungarsölur að beiðni þeirra sem eiga veð í eigninni. Eignin er þó ekki seld strax. Fyrst fer fram byrjunaruppboð á skrifstofu sýslumanns. Óskað er eftir tilboðum í eignina, en hún þó ekki slegin hæstbjóðanda. Eftir þetta skref getur eigandi áfram reynt að semja við lánardrottna og í mörgum tilvikum tekst það. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo hefur undanfarin ár tekist að semja um skuldina í tveimur af hverjum þremur tilvikum eftir að fyrsta uppboð fer fram. Í ár hefur hlutfallið breyst og aðeins hefur tekist að semja í um 44 prósentum tilvika. Takist ekki að semja fer fram svokallað framhaldsuppboð. Það fer fram á eigninni sjálfri. Það er hin eiginlega nauðungarsala, þar sem eignin er slegin hæstbjóðanda. Færri ná að semja eftir fyrsta uppboð Athygli vekur að Sýslumaðurinn í Keflavík hefur boðið upp 436 eignir það sem af er árinu, íbúðar- húsnæði í 393 tilvikum. Það gerir ríflega 20 uppboð á hverja 1.000 íbúa á Suðurnesjum. Í Reykjavík hafa á síðustu tólf mánuðum verið boðnar upp 320 eignir, umtalsvert færri en á Suður- nesjum þrátt fyrir að tímabilið sé tólf mánuðir, en ekki níu eins og í tölunum frá Sýslumanninum í Keflavík, og íbúar séu margfalt fleiri. Það gerir tæplega þrjú upp- boð á hverja 1.000 íbúa. Alls 436 í Keflavík UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra átti í gær fund með utanríkisráðherra Singapúr, George Yeo, sem kom í opinbera heimsókn til Íslands. Þeir ræddu samskipti og við- skipti ríkjanna, sem hafa gert með sér loftferða- og fríversl- unarsamning, þann síðarnefnda með öðrum EFTA-ríkjum. Þá ræddu þeir mögulegt sam- starf í orkumálum og málefni norðurslóða, en Singapúr er leið- andi í sjóflutningum. - gb Utanríkisráðherra í Singapúr: Ræddi við Yeo um samstarf VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 22° 19° 16° 22° 23° 16° 16° 24° 16° 28° 19° 27° 12° 21° 17° 13° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Víðast hægur vindur. 9 10 10 9 5 8 8 6 8 12 11 5 2 15 12 5 3 3 3 3 6 3 98 11 10 12 10 12 11 13 8 FÍNT VEÐUR Á LANDINU í dag en norðvestanlands verður strekkingur og væta fram eftir degi. Það gengur í hæga suðlæga átt á morgun og þá hlýnar eilítið fyrir norðan. Svipað veður á föstudag en þá eru horfur á björtu veðri fyrir norðan en smá vætu suðaustan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ÞÝSKALAND, AP Þýskir embættis- menn láta fátt uppi um banda- ríska flugskeytaárás í fjallahér- uðum Pakistans. Embættismenn í Pakistan segja að fimm Þjóðverj- ar hafi látið lífið. Talið er að hópur Breta og Þjóðverja, sem hafi tekið þátt í skipulagningu hryðjuverka í Evr- ópu, sé á þessum slóðum. Ekki hefur verið látið uppi hvort þeir látnu séu úr þeim hópi. Breskir og bandarískir ferðamenn hafa verið varaðir við hættu í nokkr- um Evrópulöndum. - gb Bandarísk loftárás í Pakistan: Talin tengjast hryðjuverkaógn EFNAHAGSMÁL Eingöngu 128 ein- staklingar hafa gengið frá endan- legum samningum um sértæka skuldaaðlögun og 51 fyrirtæki í farið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu eftirlitsnefndar um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Skýrslan var kynnt ríkisstjórn og formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna í gær. Í skýrslunni er hæga gangurinn gagnrýndur og mælt með aðgerðum til að flýta fyrir skuldaaðlögun jafnt ein- staklinga sem fyrirtækja. - jab Endurreisnin gengur hægt: Fáir fá sértæka skuldaaðlögun UMBOÐSMAÐUR SKULDARA Eftirlits- nefnd vill tryggja umboðsmanni skuld- ara nægt starfsfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN, AP Yfirvöld í nokkrum bandarískum borgum leita nú leiða til að koma í veg fyrir sjálfsvíg á opinberum stöðum. Í San Fransisco hafa að minnsta kosti átta manns stokkið fram af Golden Gate brúnni í ár, en um 1.300 frá upphafi. Samþykkt hefur verið að strengja stálnet fyrir neðan brúna til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Svipað er uppi á teningn- um í New York, þar sem skoðuð eru öryggisnet og aðrar hindranir. Lögreglan í New York fékk yfir 640 tilkynningar um fólk sem stökk eða hótaði að stökkva fram af húsum og brúm í borginni fyrstu átta mánuði ársins. Það er 27 pró- sentum meira en í fyrra. Tveir menn hafa stokkið af George Washington brúnni í New York á síðustu tveimur vikum. Þá hafa nokkrir stokkið fram af Emp- ire State byggingunni og Brooklyn- brúnni á þessu ári. Í Empire State er há öryggisgirðing og mikill fjöldi öryggisvarða, en þrátt fyrir það hefur yfir þrjátíu manns tekist að stökkva fram af útsýnispallinum á 86. hæð. Geðlæknar sem rannsaka sjálfsmorð segja að þeir sem vilji binda enda á líf sitt á opinberan hátt velji fræg mannvirki þar sem það sé líklegra til að vekja athygli fjölmiðla. - þeb Fjölmargir binda enda á líf sitt á opinberum stöðum í Bandaríkjunum: Vilja koma í veg fyrir sjálfsvíg GOLDEN GATE Að minnsta kosti 1.300 manns hafa stokkið fram af Golden Gate brúnni í San Francisco. NORDICPHOTOS/AFP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 05.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,8609 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,90 112,44 177,66 178,52 154,13 154,99 20,673 20,793 19,151 19,263 16,621 16,719 1,3412 1,3490 174,57 175,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.