Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T H L U T H A F A R Í F R U M T A K I Hluthafi Eignahlutur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 37,0% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 11,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,0% Gildi lífeyrissjóður 9,0% Landsbankinn (NBI) 7,0% Íslandsbanki 7,0% Arion banki 7,0% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 5,0% Stapi - lífeyrissjóður 4,0% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,0% Lífeyrissjóðirnir hafa verið á útopnu í íslensku atvinnu- og efnahags lífi síðustu mánuði. Nú um stundir leggja þeir grunn- inn að tveimur mannafls frekum framkvæmdum sem eiga að draga úr atvinnuleysi á næstu fimm árum. Þá hafa þeir varið tugum milljarða króna í fjárfestingar í fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um það fjármagn sem lífeyris sjóðirnir ætla í þessi við- skipti. Ætla má að lægri mörkin hljóði upp á rúma 150 milljarða króna. Ekki er útilokað að upp- hæðin hækki um allt að þrjátíu milljarða til viðbótar. TÖPUÐU MIKLU Í HRUNINU Lífeyrissjóðirnir töpuðu gríðar- legum fjárhæðum í hruninu haustið 2008. Hrein eign þeirra til greiðslu lífeyris nam 1.867 millj- örðum króna í lok september árið 2008. Þar af voru rétt rúmir 807 milljarðar bundnir í innlendum og erlendum hlutabréfa- og verð- bréfasjóðum. Á sama tíma námu bankainnistæður þeirra 85 millj- örðum króna. Í lok október, einum mánuði síðar, höfðu 186 milljarðar króna gufað upp úr bókum þeirra. Á sama tíma hafa iðgjöld þeirra í auknum mæli farið inn á banka- bækur með fulla ríkisábyrgð. Í lok júlí áttu lífeyrissjóðirnir 165 milljarða króna í sjóðum og bankainnistæðum. Það er 130 pró- senta aukning á tveimur árum. ÞVINGUÐ STAÐA Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða, segir lífeyrissjóðina í þröngri stöðu. Möguleikar þeirra til fjárfestinga hafi verið orðnir mjög takmarkaðir hér á landi. Á sama tíma hafi forsvarsmenn lífeyrissjóðanna staðið frammi fyrir þeim vanda að til þeirra renni rétt rúmir hundrað millj- arðar í iðgjöld á ári hverju. Stór- um hluta iðgjalda hafi þeir safn- að í sjóði og bankainnistæður og ráði nú yfir miklu handbæru fé. Þá hafi vaxtalækkun valdið því að fjármagn lífeyrissjóðanna leiti í annan farveg, svo sem í fram- kvæmdir og sjóði. Hrafn bendir á að aðkoma líf- eyrissjóða að einkaframtaks- sjóðum hafi gefið góða raun úti í hinum stóra heimi um árabil. Framtakssjóður Íslands, sem settur var á laggirnar í fyrra, sé eftirlíking af slíkum sjóði. Fjár- magn í erlendu sjóðunum sé hins vegar talsvert hærra sem hlutfall af eignum þeirra en hér, eða allt upp undir sjö prósent. Sjóðir sem þessir hugnast honum vel: „Þetta dreifir áhættunni og tekur ekki sömu sveiflur og vísitölur,“ segir hann. Hér verður litið á þrjár helstu leiðir sem lífeyrissjóðirnir hafa farið upp á síðkastið í því augna- miði að styðja við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Tím- inn einn mun svo leiða í ljós hver ávöxturinn verður af ævisparn- aðinum. Fjármagn lífeyrissjóðanna leitar í nýjan farveg Lífeyrissjóðir landsins hafa unnið hörðum höndum að því að koma iðgjöldum úr öruggu skjóli bankanna í umferð í atvinnulífinu. Gróflega áætlað liggja rúmir 150 milljarðar króna í pípum sjóðanna. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðar hvar lífeyrissjóðirnir hafa verið að fjárfesta upp á síð- kastið og hvað liggur á teikniborðinu. Samlagssjóðurinn Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, viðskiptabank- anna þriggja og nokkurra líf- eyrissjóða. Hann hefur yfir að ráða um fjórum milljörð- um króna til kaupa á hlutafé í sprota- og nýsköpunarfyrirtækj- um sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og út- rásar. Segja má að hann sé beint framhald af Nýsköpunarsjóði, sem fjárfestir í fyrirtækjum á klakstigi. Frumtak var sett á laggirnar vorið 2008 en fjárfesti í fyrsta sinn í febrúar í fyrra. Sjóður- inn hefur síðan þá keypt hluta- fé í sex fyrirtækjum til viðbót- ar, þremur til fjórum á ári fyrir 832 milljónir króna. Hver einstök fjárfesting Frumtaks getur hlaupið á allt frá fimmtíu til fimm hundruð millj- ónum króna. Í reglum sjóðsins er miðað við að hann eigi hlutinn í þrjú til fimm ár. Ávöxtunarkrafa einstakra fjárfestinga er þrjátíu prósent að lágmarki. Sjálfur á sjóðurinn að vera starfræktur í sjö ár. Hann hefur heimild til að uppbótartíma í þrjú ár. Frumtak er starfræktur sem hefðbundinn sjóður. Hann er lokaður, kallar eftir nýju fé frá fjárfestum sem hlutdeild eiga í honum og fjárfestir í fjögur ár. Fjárfestingartímabilið er því rétt hálfnað. Egger t Claessen , fra m- kvæmdastjóri Frumtaks, reiknar með því að verði fjárfest á sama hraða og hingað til muni sjóð- urinn eiga í fimmtán fyrirtækj- um þegar yfir lýkur. Hann segir sjóðinn nýta helming fjárfest- ingargetu sinnar. „Ég hafði meiri væntingar til hans. Staðreyndin er sú að þau verkefni sem sjóðnum stendur til boða að fjárfesta í eru ekki það mörg eða af þeim gæðum sem sjóðurinn gerir kröfu um. Það er áhyggjuefni,“ segir hann. „Ég hélt í upphafi – fyrir tveim- ur árum – að ég myndi nær drukkna í endalausum hug- myndum. Staðreyndin er sú að svo er ekki. Við virðumst eiga nóg af hugmyndum en ekki nóg af fyrirtækjum.“ Frumtak styður við sprotafyrirtækin Mun eignast hlut í fimmtán fyrirtækjum þegar yfir lýkur, spáir Eggert Claessen framkvæmdastjóri. EGGERT CLAESSEN Framkvæmdastjóri Frumtaks hélt í upphafi að hann myndi drukkna í fjárfestingarkostum. Sú varð ekki raunin. MARKAÐURINN/ANTON Tvö verk eru formlega í pípunum sem lífeyrissjóð- irnir munu fjármagna. Fyrra verkefnið eru vegaframkvæmdir, breikk- un Suðurlandsvegar, gerð Vaðlaheiðarganga, lagn- ing Sundabrautar og breikkun Vesturlandsvegar. Hitt er bygging nýs háskólasjúkrahúss, stundum nefnt hátæknisjúkrahús, í Vatnsmýrinni í Reykja- vík. Áætlaður kostnaður beggja verkefna ef allt er talið er í kringum 89 milljarðar króna. Kveðið er á um báðar framkvæmdirnar í stöð- ugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins, sem undirritaður var í júní í fyrra. Framkvæmdirnar eru mannaflsfrekar og munu lífeyrissjóðirnir fjármagna þær. Lífeyrissjóðirnir hafa enn sem komið er ekki varið neinu fé í verkefnin, að sögn Hrafns Magn- ússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyr- issjóða. VEGAFRAMKVÆMDIR Vegaframkvæmdirnar fela í sér gerð Vaðlaheiðar- ganga auk þess að lokið verði við að tvöfalda Reykja- nesbraut, Vesturlandsvegur tvöfaldaður að hluta og Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss sömuleiðis. Þar verða áfram svokallaðir 2+1 kaflar, til skiptis ein akrein í aðra átt en tvær í hina. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 31 millj- arður króna á árunum 2010-2015. Að teknu tilliti til virðisaukaskatts er hann áætlaður um 38 milljarðar króna, um 8-13 milljarðar króna á ári. Áætlað er að framkvæmdirnar verði fjármagn- aðar með lánsfé, útgáfu skuldabréfa til 25 ára án ríkis ábyrgðar. Stefnt er á að lánin verði greidd niður með veggjöldum. Þessa dagana er verið að fara í gegnum forsendur Vegagerðarinnar um umferðarspá og hugsanlegan kostnað. Umræða um lánskjör er skammt komin. NÝR LANDSPÍTALI Samið var um aðkomu lífeyrissjóðanna að bygg- ingu sjúkrahússins í nóvember í fyrra. Spital- hönnunarhópurinn hafði betur í samkeppni um til- lögur að byggingunni í júlí í sumar og hefur verið samið við hann um frumhönnun og gerð alútboðs- gagna. Frumhönnun mun í fullum gangi og fer hún hljóðlega þótt samstarf við lífeyrissjóðina sé lítið enn sem komið er. Bygging nýs sjúkrahúss er komin talsvert skemmra á veg en vegaframkvæmdirnar. Þó er gert ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í bygging- una árið 2016. Áætlaður kostnaður nemur 33 millj- örðum króna. Með kostnaði við húsbúnað og tæki og endurnýjun eldra húsnæðis gæti hann farið í 51 milljarð króna. Vegir lífeyrissjóðanna og hátæknisjúkrahús LITLI OG STÓRI Á GÖTUM ÚTI Á meðal fyrirhugaðra verkefna lífeyrissjóðanna er breikkun Suðurlandsvegar að hluta á milli Selfoss og Reykjavíkur. MARKAÐURINN/GVA SJÚKRAHÚS FRAMTÍÐARINNAR Þessi tölvuteiknaða mynd af nýju háskólasjúkrahúsi sýnir hvernig það mun líta út. Lífeyrissjóðirnir munu eiga húsið en hafa af því leigutekjur. 38milljarðarkróna 51 milljarðurkróna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.