Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR12 F R É T T A S K Ý R I N G Með fyrri orkuskiptum þar sem hætt var að nota olíu og kol til hús- hitunar og jarðvarmi tók við hafa Íslendingar sýnt heiminum að slík- ar umbreytingar eru færar, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á alþjóðlegu ráðstefnunni Driving Sustainability sem fram fór í Reykjvík í september. Hann segir raunhæfan möguleika á að Reykjavík gæti með orkuskiptum í samgöngum orðið fyrsta borg í heimi til þess að reiða sig að fullu á visthæfa orku. Ráðstefnan er árviss og á henni fjallað um hvernig hægt er að koma á visthæfum samgöngum, hér á landi og í heiminum öllum. Ráðstefnuna sótti fjöldi fyrir- lesara víðs vegar að úr heiminum, fulltrúar bílaframleiðenda, orku- fyrirtækja, stjórnmálamenn og forsvarsmenn sprotafyrirtækja. Ólafur kvaðst þess fullviss að drifkraftur breytinga í samgöng- um kæmi til með að eiga sér stað á vettvangi borgríkjanna, en þar kæmu í ljós vandamál tengd um- ferð og vatnsskorti. „Slagurinn verður unninn, eða tapast, í borg- unum,“ sagði hann í setningar- ræðu sinni á ráðstefnunni. „Kína ætlar sér að taka í notkun eina milljón bíla sem nota vist- hæfa orku innan fárra ára,“ benti Ólafur Ragnar á í ræðu sinni, en hann var við setningu ráðstefn- unnar nýkominn frá Kína. Hann hafði í ræðu sinni eftir varafor- seta Kína, sem hann hafði nýverið hitt og sagði líklegastan til að taka við forsetaembættinu, að Kína liti nú á Ísland sem sinn helsta sam- starfsaðila í virkjun jarðvarma í Kína. Ólafur sagði að á öllum stigum stjórnmála og fræða í Kína væri markvisst unnið að því að um- breyta landinu frá því að vera steinefnaeldsneytisland yfir í að verða á næstu tuttugu árum í farar broddi helstu iðnríkja í notk- un á visthæfri orku. „Breyting á sér stað frá borg til borgar, hér- aði til héraðs,“ sagði Ólafur Ragn- ar og kvað horft til þess að nota sambland ýmissa orkugjafa, hvort sem það væri lífrænt gas, vind- orka, vatnsafl eða jarðvarmi. Taki Evrópa og Bandaríkin ekki til hendinni segir Ólafur Ragnar fullvíst að Kínverjar nái á þess- um tuttugu árum afgerandi for- ystu í þróun á allri tækni sem snúi að nýtingu visthæfrar orku. „Og í því felst áskorunin nú. Við þurf- um að horfast í augu við hvernig við stöndumst samanburðinn við Kína, sem þá verður fremst á þessu sviði í heiminum.“ Hann segir kapphlaupið vera við Kína. „Og ef við töpum því þá verður tæknin og aðferðirnar sem þróað er í Kína útflutningsvara þeirra til okkar heimshluta. Ekki okkar tækni og sérfræðiþekking þang- að.“ Ástæður Kínverja til þess að taka upp visthæfa orku eru af tvennum toga, að mati Ólafs Ragnars. Mengun í Kína sé orðin uppspretta óánægju sem þegar sé orðið vart og geti alið af sér stjórnmálalegan óróleika. Þannig hafi síðustu ár verið um 50 þúsund mótmæli á ári í Kína vegna meng- unar. Hin ástæðan segir Ólafur að sé bráðnun jökla í Himalaja- fjöllunum. „Kínverjum finnst bitamunur en ekki fjár, hvort sú bráðnun á sér stað á 30 eða 70 árum,“ sagði hann. Slagurinn tapast eða vinnst í borgunum Kína lítur á Ísland sem sitt helsta samstarfsland við nýtingu jarðvarma. Forseti Íslands segir útlit fyrir að vestræn ríki tapi orkunýtingarkapphlaupinu. Óli Kr. Ármannsson sat Driving Sustainability ráðstefnuna. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands segir Reykjavík geta orðið fyrstu borg í heimi til að verða 100 prósent visthæf, með því að húshitun byggi á jarðvarma og bílar aki um á vistvænu innlendu eldsneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Allmargir þættir þurfa að koma saman við hönnun farartækja, að því er fram kom í máli Chris Bangle, fyrrverandi aðalhönn- uðar BMW-bílaframleiðandans, á Driving Sustainability ráð- stefnunni í Reykjavík. Hönnuð- ir þurfa að horfa til þess hvaða þætti verði að hafa með, hvað sé hægt að gera, hvað þeir vilji gera og sé skynsamlegt að gera. „Til dæmis er skynsamlegt að hafa bollastatíf, þau eru nú meðal þess sem fólk býst við að sé í bílum,“ sagði hann. Framþróun í tækni segir Bangle svo breyta því sem mögu- legt sé að gera, um leið hún breyti upplifun fólks af bílum sem farar- tækjum. Þannig sé allt önnur upplifun að aka bíl með hljóð- látum rafmótor og stiglausri hröðun en að aka drynjandi átta gata bensín tryllitæki. Bílar segir Bangle að séu að vissu marki endurspeglun á einhverjum per- sónueiginleikum eigendanna og það verði að hafa í huga þegar maður velti fyrir sér samgöngumáta framtíðar. Hann var fenginn til að velta upp sýn sinni á samgöngur eins og þær gætu orðið árið 2050. Bangle benti líka á að hvert farartæki tæki um 10 fer- metra pláss og því kæmu upp vandamál með pláss með auk- inni auðlegð og bílaeign í þriðja heiminum. Með allt þetta í huga kom Chris Bangle upp með nokkuð byltingar kennda framtíðarsýn þar sem bíllinn er nokkurs konar einmenningsumgjörð, með per- sónueinkennum eigandans, en vél og dekk væru staðlaðar eining- ar sem fólk leigði eftir því sem þörf væri á. Bíllinn yrði nokk- urs konar persónu gervingur (e. avatar) eigandans. Bensín stöðvar dagsins í dag fengju svo nýtt hlut- verk sem viðhalds- og geymslu- stöðvar fyrir þá hluti sem fólk samnýtir, dekk, mótora og raf- hlöður. Hvert farartæki myndi nota tvö dekk og vildu fleiri fara saman, þá væri bílpersónugerv- ingunum smellt saman og hóað í fleiri dekk. „Einu sinni snerist framtíðarsýnin um að bílar gætu flogið. Það verður bara að koma í ljós hvort mín sýn verður raunin eða eitthvert millistig verður til, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Chris Bangle. Persónugervingar á ferð Reynslan frá Tókýó sýnir að eftir að settar voru upp hraðhleðslu- stöðvar fyrir rafmagnsbíla sexfaldaðist notkun þeirra. Þó eru hleðslustöðvarnar ekki mikið notaðar, fólk hleður bílana frekar heima, að sögn Hiroaki Takatsu, forstjóra Raf- magnsveitna Tókýó. Takatsu sótti Driving Sustainability ráðstefn- una í Reykjavík í nýliðnum mánuði, en hann er jafnframt talsmaður fjölþjóðafyrirtækisins CHAdeMO, sem vinnur að stöðlum og samhæf- ingu fyrir rafmagnsbíla. Í máli hans kom fram að í Japan notaði fólk hraðhleðslustöðvarnar að jafn- aði tvisvar í mánuði. Framþróun í gerð rafhlaða fyrir rafmagnsbíla segir Takatsu nú gera hraðari hleðslu þeirra mögulega með hærri spennu. Með því að koma upp háspennudreifikerfi til hraðhleðslu bíla segir Tak- atsu raunhæft að notkun þeirra aukist verulega og þeir verði raun- verulegur valkostur. Tekið á vegalengdaótta HIROAKI TAKATSU CHRIS BANGLE Fyrrverandi aðalhönnuður BMW lýsti sýn sinni á framtíðarhönnun bíla á Driving Sustainability ráð- stefnunni sem fram fór á Hilton Nordica. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELVIS Styrktarkvöld Samhjálpar Matseðill með uppáhaldsréttum Elvis Presley Fools gold loaf ★ Southern fried chicken ★ Peanutbutter and banana sandwich ★ Savory meat loaf ★ Baked apple and sweet potato pudding ★ Barbecue spare ribs ★ Sweet potato casseroles ★ Pound cake ★ Öflun heimilda og matreiðsla er í höndum Brynjólfs Sigurðssonar matreiðslumeistara. STYRKTARFÉLAG SAMHJÁLPAR Bjarni töframaður sér um gleðina og heldur uppi heiðri KÓNGSINS með tónlist. Binni matreiðslumeistari hristir matseðilinn fram úr erminni að hætti Elvis Presley. Húsið opnar kl 18.30 Verð kr 7.900.- HÁBORG Stangarhylur 3a Laugard. 9. október 2010 Miðasala á skrifstofu Samhjálpar Símar: 561 1000 og 661 1720

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.