Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Málefni Íbúðalánasjóðs hefur nokk- uð borið á góma í fjölmiðlum und- anfarið. Sjóðurinn yfirtók verkefni Húsnæðisstofnunar með lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og tók til starfa í upphafi ársins 1999. Afkoma sjóðsins var jákvæð frá stofnun hans allt til miðs árs 2008 að einu ári undan skildu. Eiginfjár- hlutfall hans jókst jafnt og þétt á þessum árum og var komið upp í 8 prósent um mitt ár 2008. Frá stofnun sjóðsins hafa verið gerða nokkrar kerfisbreytingar á rekstri hans, þær viðamestu árið 2004 þegar húsbréfakerfið var lagt niður og stærstum hluta hús- bréfa sjóðsins skipt yfir í íbúða- bréf. Nýja íbúðabréfakerfið leiddi til þess að sjóðurinn gat lækkað vexti til viðskiptavina sinna um samtals 0,95 prósent í kjölfarið. BANKAR OG SPARISJÓÐIR Aðeins um tveimur mánuðum eftir að íbúðabréfakerfið var sett á stofn komu viðskiptabankar og sparisjóðir inn á íbúðalána- markaðinn af gríðarlegum krafti og buðu upp á endurfjármögnun lána. Leiddi það til uppgreiðslna hjá sjóðnum fyrir um 236 millj- arða frá ágúst 2004 til ársloka 2006 en við þær dróst vaxta munur sjóðsins saman. Sjóðurinn dró svo sem hægt var út þau húsbréf, sem enn voru á skuldahlið hans í auka- útdráttum fyrir um 81 milljarð á árunum 2004-2006. Leitað var til Seðlabankans um ávöxtun á þessu fé en hann bauð umtalsvert lægri ávöxtun en aðrar fjármálastofnanir og var sú ávöxt- un hvorki verðtryggð né í sam- ræmi við líftíma skuldbindinga sjóðsins. Því má segja að það hafi vart verið kostur fyrir sjóðinn að geyma allt uppgreiðsluféð hjá Seðlabankanum þar sem sjóður- inn gætti ekki með því jafnvæg- is milli eigna og skulda eins og honum ber að gera skamkvæmt ákvæðum laga og reglugerða. Sjóðurinn greip því til þess ráðs að semja við banka og sparisjóði með lánasamningum um kaup á greiðsluflæði hluta þeirra íbúða- lána sem þeir höfðu þá þegar lánað viðskiptavinum sínum. Lánin í lánasamningunum þurftu að uppfylla ákveðin skilyrði til að draga úr áhættu sjóðsins. Samtals námu þessi kaup um 100 milljörð- um króna á árunum 2004-2005. Sjóðurinn upplýsti Fjármála- eftirlitið um fyrirhugaða lána- samninga í desember 2004. Nokk- ur umfjöllun var um kaupin á þessum tíma og í kjölfar umræðu á Alþingi var Ríkisendurskoðun fengin til að kanna réttmæti þeirra. Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar frá nóvember 2005 kemur meðal annars fram að hvorki lög né reglur hafi verið brotin í þessu sambandi heldur hafi sjóðurinn ávaxtað féð eins og honum bar að gera. Á blaðsíðu 26 í skýrslunni segir: „Af framansögðu verður því ekki annað ráðið en að sjóð- urinn hafi með aðgerðum sínum á sviði áhættustýringar náð að verja sig fjárhagslegum áföllum“. Þess ber að geta að ávöxtun inn- lánsreikninga Seðlabankans var á árunum 2005-2009 samtals um tíu prósentum lægri en ávöxtun lánasamninganna sem þýðir að ef umrætt uppgreiðslufé hefði verið lagt í Seðlabankann og geymt þar á tímabilinu, væri eigið fé sjóðsins um 10 milljörðum króna lægra en það er í dag. Einhverra hluta vegna hefur umræddum kaupum verið líkt við undirmálslán en það eru lán sem veitt eru lántakendum sem tald- ir eru í ákveðnum áhættuhópi og því eru þau lán talin áhættumeiri en önnur lán og þess vegna köll- uð undirmálslán. Íbúðalánasjóður takmarkaði áhættu sína með því að velja sérstaklega áhættuminni lán í lánasöfnum bankanna og er því óraunhæft að líkja umrædd- um kaupum eða lánasamningum við undirmálslán. EIGINFJÁRHLUTFALL SJÓÐSINS Nú þegar hefur komið fram að í kjölfar bankahrunsins hefur sjóðurinn orðið fyrir tapi vegna útlána en einnig hefur orðið tap á lausafé sjóðsins sem var að mestu varðveitt hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum. Aukin vanskil og útlánatöp lántakenda sjóðsins og aukinn á fjöldi íbúða í eigu hans hafa auk þessa haft nei- kvæð áhrif á afkomu og þar með á eiginfjárhlutfall hans. Rétt er þó að benda á að fram að falli bank- anna hafði Íbúðalánasjóði tekist vel til í lausafjár- og áhættustýr- ingu sinni, ásamt því að vanskil hjá sjóðnum voru í sögulegu lág- marki. Í lok júní 2010 átti sjóðurinn 739 íbúðir sem hann hafði eignast eftir uppboð og hugsanlega gætu þær orðið yfir 1000 í lok árs 2010 og gæti það, samhliða auknum van- skilum, leitt til þess að útlánatap sjóðsins aukist enn frekar og geti skipt milljörðum króna á næstu árum. Þá hefur rekstrakostnað- ur sjóðsins aukist, einkum vegna reksturs uppboðsíbúða. Þessir þættir kunna því að leiða til enn frekari lækkunar á eiginfjárhlut- falli sjóðsins sem við síðasta árs- hlutauppgjör var 2,1 prósent. Borið hefur á þeim misskilningi að þetta hlutfall þurfi að vera 5,0 prósent svo sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Svo er ekki enda hefur sjóðurinn stað- ið við þær þrátt fyrir lækkandi eiginfjárhlutfall. Um mikilvægi eiginfjárhlutfallsins er því deilt. Þá er í því sambandi vert að vekja athygli á því að aðgengi sjóðsins að fjármagni með útboðum íbúða- bréfa hefur verið mjög gott að undanförnu. MIKILVÆG VINNA FRAM UNDAN Starfandi er vinnuhópur á vegum fé- lags- og tryggingamálaráðuneytis- ins sem fjalla á um eiginfjárhlut- fall sjóðsins og leggja fram tillög- ur í því sambandi. Sjóðurinn hefur þegar skilað viðskipta- og rekstrar- áætlunum fyrir árin 2010–2013 til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við samvinnu stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, en þær áætlan- ir mun vinnuhópurinn notast við til grundvallar vinnu sinni. Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu áhrif og afleiðingar sem núverandi efnahagskreppa, einhver sú stærsta í manna minn- um, hefur haft á innlendan fjár- málamarkað, fasteignamarkað, heimili og fyrirtæki. Það er því ekki óeðlilegt að Íbúðalánasjóður hafi einnig fundið fyrir þeim áhrif- um. En þrátt fyrir það mun sjóður- inn áfram leggja sitt af mörkum til að koma til móts við lántakendur á þeim erfiðu tímum sem nú eru í efnahagslífinu, með þeim úrræð- um sem í boði eru ásamt því að vinna áfram að nýjum leiðum til að auka við þjónustu sína við lán- takendur og styðja við innlendan fasteignamarkað eins og honum ber skylda til. Mikilvægi sjóðs- ins endurspeglast í því lagalega hlutverki hans, sem meðal ann- ars er að stuðla að því að lands- menn geti búið við öryggi og jafn- rétti í húsnæðismálum, sem og að auka möguleika fólks til að eign- ast eða leigja húsnæði á viðráðan- legum kjörum. Áhrif kreppunnar á starfsemi Íbúðalánasjóðs Ívar Ragnarsson sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Íbúðalánasjóði. O R Ð Í B E L G Auglýsingar njóta ekki sannmæl- is í umræðunni á Íslandi, að því er kemur fram í nýútkomnu tölublaði Fítonblaðsins, sem er gefið út ár- lega af auglýsinga- og markaðs- stofunni Fíton. Meginþráður- inn í blaðinu er að þrátt fyrir neikvæða um- ræðu komi aug- lýsingar öllum til góða. Í leið- a ra blaðsi ns segir að auglýs- ingar geti auð- veldað fólki að finna sér vörur og þjónustu, stuðli að virkri sam- keppni lægra vöru- verði, styðji góð mál- efni og skapi tekjur fyrir þjóðarbúið. Þormóður Jónsson hjá Fíton segir blaðið taka á þessari neikvæðu umræðu sem og forræð- ishyggju. „Við teljum að aug- lýsingar séu hornsteinn í allri samkeppni sem heldur niðri vöruverði. Þá vinnum við í auglýs- ingabransanum líka að al- mannaheill, þar sem við í Fíton gáfum til dæmis okkar vinnu í átakinu Á allra vörum sem safnaði 40 milljónum á dögunum.“ Þormóður bætir því við að forræðishyggja, til dæmis varðandi auglýsingar á áfengi, skaði innlendan iðnað sem keppi við erlenda vöru sem birtist í erlendum miðlum. Þá styðji aug- lýsingar samkeppni og lýðræði í gegnum upplýsingamiðlun, meðal annars með því að frambjóðendur geti kynnt sig og sín baráttumál fyrir væntanlegum kjósendum. Auglýsingar séu, þegar allt kemur til alls, jákvæðar fyrir samfélagið í heild sinni. „Það þarf að hugsa út fyrir boxið þegar verið er að ræða nei- kvætt um auglýsingar vegna þess að í auglýsingalausum heimi erum við ráðvillt.“ - þj Auglýsingar til almannaheilla Fítonblaðið tekur upp hanskann fyrir auglýsingar. ÞORMÓÐUR JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.