Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 6. október 2010 TAKTU ÞÁTT! SENDU SMS -IÐ EST BUD DY Á NÚMER IÐ 1900. ÞÚ GÆTIR U NNIÐ! FRUMSÝNDUR 7. OKTÓBER Í AUSTURBÆ HENSON LAGERSALA AÐEINS Í ÞR JÁ DAGA. Á HORNI BRAUTARHO LTS OG NÓA TÚNS. Byrjar 7. okt óber. Opið frá kl. 1 2:00–18:00. Laugardag f rá kl. 11:00– 16:00. FÓTBOLTI Landslið Íslands og Skot- lands, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, mætast á Laugardals- velli á morgun. Liðin eigast við í tveimur leikjum í umspili um hvort liðið komist í úrslitakeppni Evrópumeistarmótsins í Dan- mörku næsta sumar en síðari leik- urinn fer fram í Skotlandi á mánu- daginn. Eins og ítrekað hefur verið fjall- að um fékk Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðsins, að velja alla þá leikmenn sem höfðu aldur til að spila með liðinu í þessu verk- efni. Sjö þeirra sem hann valdi voru valdir í A-landsliðið sem mætti Noregi og Danmörku í síð- asta mánuði. A-liðið mætir Portú- gal á þriðjudaginn næstkomandi og verður því án sjömenninganna í því verkefni. Það var stjórn KSÍ sem ákvað þetta fyrirkomulag og hefur ákvörðunin verið umdeild. „Þessir strákar fá nú tækifæri til að komast í lokakeppni stór- móts, sem er draumur allra knatt- spyrnumanna,“ sagði Eyjólfur, spurður hvernig málið horfði við honum. „Ef maður hefði sjálfur haft tækifæri á því á ferlinum hefði það verið stórkostlegt,“ bætti hann við. Eyjólfur segir að sú reynsla sem hljótist af því að spila á stórmóti trompi margt annað. „Vafalaust. Við sáum hversu margir leikmenn U-21 landsliðs Þýskalands komu upp í A-landsliðið og slógu í gegn á HM í sumar. Þeir eru nú komnir til Real Madrid og annarra stór- liða.“ Eyjólfur á ný fyrir höndum erf- itt val á byrjunarliði Íslands en í hópnum eru 22 leikmenn sem allir hafa spilað með U-21 liðinu í undan keppninni til þessa. „Það er enginn með öruggt sæti í liðinu og það verður enginn fúll,“ sagði Eyjólfur spurður hvort hann ætti von á því að valið yrði erfitt. „Ég stilli einfaldlega upp besta lið- inu sem ég á hverju sinni. Þá er líka gott að eiga menn sem geta komið inn á og breytt leiknum.“ Aron Einar Gunnarsson spilaði einn leik með U-21 landsliðinu í riðlakeppninni þar sem hann var annars alltaf með A-landsliðinu sem hann hefur spilað með 20 sinnum undanfarin þrjú ár. Hann segir það vissulega skrýtið að vera með U-21 landsliðinu nú. „Jú, það er skrýtið. Það er vissu- lega ákveðin reynsla fólgin í því að fá að spila á móti Cristiano Ronaldo og hinum köllunum í Portúgal en miðað við það sem er í húfi í leikjunum gegn Skotlandi er mér í raun alveg sama,“ sagði Aron. „Það væri mikil reynsla fyrir okkur að komast á stórmót. Þá reynslu gætum við tekið með okkur upp í A-landsliðið.“ Hann segir alla í liðinu tilbúna fyrir verkefnið. „Ég er til í þetta og líka strákarnir sem hafa verið að spila með A-liðinu að undan- förnu. Þeir eru klárir.“ Sem fyrr segir hefur Aron lítið spilað með U-21 landsliðinu í núverandi undankeppni en hann segir að það ekki koma að sök. „Ég hef spilað með einhverjum í U-17 og U-19 landsliðunum. Ég þekki alla þessa stráka og á ekki von á að það verði vandamál að spila með þeim.“ eirikur@frettabladid.is Það verður enginn fúll Íslenska U-21 landsliðið mætir á morgun Skotlandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2011 í Danmörku. Liðið er skipað gríðarlega sterk- um leikmönnum enda fékk liðið forgang á leikmenn á undan A-landsliðinu. BROSMILDUR Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðsins, var kátur á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.