Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 8
8 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR SKULDAVANDI HEIMILANNA Ríkisstjórnin treystir á samvinnu við stjórnarandstöðuna, hags- munasamtök heimilanna, aðila vinnumarkaðarins og bankana um lausnir á skuldamálum heimila og fyrirtækja. „Við höfum farið í mjög miklar aðgerðir fyrir heimilin í landinu en það virðist ekki duga og við verðum bara að halda áfram því verki,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundi með blaðamönn- um eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Hún, Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ræddu stöðu mála eftir mótmæli þúsunda á Austurvelli á mánudagskvöld. Jóhanna lagði ríka áherslu á breiða sam- vinnu um skuldamálin. Sagði hún tíma- bært að athuga hvort hægt væri að ná sátt um þau brýnu úrlausnarefni. „En ég held að þetta verði að ske fljótt, það er reiði í samfélaginu og mikil óánægja og við verð- um að taka þessi skilaboð til okkar, ekki bara við við ríkisstjórnarborðið heldur stjórnmálamenn í heild sinni.“ Nauðungarsölum verði frestað Jóhanna sagðist aðspurð ekki telja að þjóð- stjórn leysti vandann. Spurð hvort von væri um samvinnu við sjálfstæðismenn eftir landsdómsatkvæðagreiðslurnar sagði hún að menn gætu ekki látið það mál þvælast fyrir sér. „Við getum ekki látið gremjuna krauma út af því máli. Við verð- um að setja það til hliðar og reyna að leysa þessi brýnu hagsmunamál sem fólkið er að kalla eftir.“ Jóhanna sagði forgangsmál að forða fólki frá nauðungarsölum. Forsenda þess væri þó að fólk væri með sín mál í réttum farvegi. „Það er mjög mikilvægt að allir sem eru með sín mál í vinnslu í kerfinu, hjá bönkunum og umboðsmanni [skuldara] fái frest á að þeirra íbúðir fari á uppboð þar til fyrirséð er hvaða lausnir er hægt að finna á þeim málum.“ Staðan væri samt sú að frestun á uppboðum hefði varað í langan tíma og þann tíma hefði fólk átt að nýta til að vinna í sínum málum. „Staðan hjá sumum er þannig að það verð- ur hugsanlega ekki hægt að bjarga þeim.“ Tryggja þyrfti félagsleg úrræði fyrir fólk sem ekki hefði ráð á að búa í eigin hús- næði. Gjaldþrot leysa ekki efnahagsvandann Árni Páll sagði að greiðsluaðlögunar- úrræði stjórnvalda hefðu ekki nýst sem skyldi. Sú vanahugsun væri sterk að óeðli- legt væri að afskrifa skuldir fólks sem gæti ekki staðið undir skuldum sínum. „Þetta hugarfar hefur mengað og gegnsýrt jafnt dómstóla landsins og bankakerfið ... Við verðum að horfast í augu við að það að setja fólk í þrot leysir engan efnahags- vanda heldur þvert á móti.“ Spurður hvort til greina kæmi að samþykkja svokallað lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur sagðist Árni Páll ekki vera viss um að sú leið leysti nokkurn vanda. Ávinningurinn væri mjög ofmetinn og reynslan frá Banda- ríkjunum væri slæm. Ísland þyrfti að sækja sér fyrir myndir í húsnæðismálum til Norðurlandanna. „Við eigum að byggja upp velferðarkerfi, íbúðalánakerfi og hús- næðiskerfi að norrænni fyrirmynd.“ Bankarnir hafa klikkað Ríkisstjórnin hefur beint spjótunum að bönkunum. Í stefnuræðunni sagði Jóhanna Sigurðardóttir þá hafa valdið sér vonbrigð- um við skuldameðferð heimila og fyrir- tækja. Árni Páll sagði bankana eiga um tvo kosti að velja. Annars vegar að reyna að innheimta skuldir í vanskilum og valda sjálfum sér miklu tjóni, búa við ónýta efnahagsreikninga og almennt vekja van- trú á sjálfum sér sem stofnunum. „Eða þeir geta kosið að nýta það svigrúm sem þeir hafa til að mæta fólki og fyrirtækjum sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda, koma lánum í skil og sýna þar með traustan grunn fyrir framtíðina.“ Steingrímur kvaðst þeirrar skoðunar að allt of hægt hefði gengið að vinna úr skuld- um lífvænlegra fyrirtækja. Fyrir vikið hefði efnahagsbatinn tafist mjög. Bank- arnir hefðu ekki staðið sig. Steingrímur sagði að þátttaka bankanna í endurreisn efnahagslífsins hefði verið ein megin- ástæða þess að þeir hefðu verið settir á fót, með verulegum ríkisframlögum. „Og við ætlumst til þess að þeir setji þau mál í auk- inn forgang.“ Allir hefðu hag af því, líka eigendur bankanna. Hann sagði að vissulega væru til skýr- ingar á því hversu mál hefðu dregist. Óvissan um gjaldeyris- og myntkörfulán- in hefði til dæmis tafið fyrir. Nú gætu þau mál komist á hreint. „Þar er þá eytt óvissu á stóru sviði. Við vitum að þau lán hafa verið stór hluti vandans hjá mjög mörgum, til dæmis bílalánin.“ bjorn@frettabladid.is Treystir á víðtækt samstarf um úrlausnir SAMVINNA Ráðherrarnir leggja ríka áherslu á að samvinna takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lausnir á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun fundaði nýskipaður hópur fimm ráðherra og síðdegis hittu leiðtogar ríkisstjórnarinnar stjórnarandstöðuna í þinghúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég held að það séu fólgin sterk skilaboð í þessum mótmælum, og þessari stemningu í sam- félaginu, til okkar allra,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Þau beindust að þinginu, ríkisstjórn og stjórnmálahefðinni í landinu. Stjórnmálamenn þyrftu að nálgast þau skilaboð af auðmýkt. Steingrímur sagðist hafa áhyggjur af ástandinu og það ættu allir að gera. „Það er brothætt og viðkvæmt ástand í samfélaginu og eitt vitum við að það mun ekki leiða til neins sérstaks farnaðar ef við missum algjörlega á því tökin og það skapast hér nýtt upplausnarástand.“ Mikil- vægt væri að allir héldu ró sinni, fjölluðu af yfirvegun um málin og reyndu að hafa umræðuna uppbyggilega. Spurður hvaða skilaboð væru fólgin í því að fleiri hefðu mótmælt á Austurvelli á mánudag en í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 sagðist Steingrímur telja að það væri til merkis um að fólk væri orðið mjög óþreyjufullt eftir að sjá von um betri tíð teiknast upp við sjóndeildarhringinn. „Og það er hún að mínu mati að gera en biðin er erfið og þegar svona ástand dregst á langinn þá bítur það enn meira.“ Þolinmæðin væri skiljanlega takmörkuð. Jóhanna Sigurðardóttir vonast til að samvinna stjórnmálaflokkanna og fleiri aðila verði til að sefa almenning. „Ég held að fókið á Austurvelli hafi verið að kalla eftir slíkri samstöðu. Það var ekki bara verið að mótmæla ríkisstjórninni heldur þinginu líka fyrir vinnubrögðin þar og ef við náum samstöðu með stjórnarandstöðunni, náum góðu samráði með hagsmunasamtökunum og aðilum vinnumarkaðarins þá ættum við að geta unnið okkur út úr þessu.“ Skýr skilaboð til stjórnmálanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.