Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Skilanefnd Icebank hefur tryggt sölu á lettnesku kaffiverksmiðjunni Melna Kafija. Kaupandi er sænska fyrirtækið Löfbergs Lila. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð. Fjölmiðlar í Lettlandi telja verðið liggja í fimm milljónum evra, jafn- virði um átta hundruð milljónum króna. Fjölmiðlar þar segja söluna þá umfangsmestu þar í landi á árinu og vísbendingu um betri tíð. Melna Kafija er með stærri kaffi- brennslum Eystralts ríkjanna. Um- svifin felast í brennslu og mölun á kaffi, sölu á kaffi til hótela og veit- ingahúsa auk kaffisölu til Rúss- lands. Melna Kafija hafði gengið í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu og var því tækt til sölu, að sögn Hjördísar Harðar dóttur, formanns skilanefndar Spari- sjóðabankans. Sigurður Ágúst Berntsson hjá verðbréfafyrirtæk- inu Arev hefur séð um reksturinn ytra fyrir Sparisjóðabankann. Penninn og Te & Kaffi keyptu Melna Kafija í apríl árið 2007. Ice- bank átti veð í Melna Kafija ásamt ritfangaversluninni Office Day. Ekki mun stefnt á sölu Office Day í bráð. - jab HJÖRDÍS EDDA Sparisjóðabankinn hefur brotið ísinn í Lettlandi með umfangsmestu fyrirtækjasölu ársins þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sparisjóðabankinn á bak við stórviðskipti Þorgils Jónsson skrifar Garðyrkjubændur gjalda varhug við aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og telja nýja skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Sambands garðyrkjubænda, sýna fram á möguleg neikvæð áhrif ESB-aðildar á greinina. Skýrslan leggur mat á nú- verandi stöðu garðyrkjunnar, sem og undirgreina, og fjall- ar einnig um hugsanleg áhrif ESB-aðildar og horfir til samanburðar til Finnlands, sem gekk í ESB árið 1995. Það er niðurstaða skýrsluhöfunda að af- koma í íslenskum garð- yrkjuiðnaði hafi verið breytileg eftir framleiðslu þar sem rekstur hafi gengið best í grænmetis- og garðplönturækt, en síður í kartöflurækt og sér- staklega illa í blómarækt. Hvað varðar ESB-aðild Finna, er það niðurstaða skýrsluhöfunda að garðyrkja þar í landi hafi tekið breytingum og lagað sig að breyttum aðstæðum. Margs konar framleiðslu finnskra garðyrkjubænda, til dæmis ræktun nokkurra blómategunda, hafi verið hætt og framleiðendur snúið sér að annars konar ræktun. Þrátt fyrir að rekstrarafkoma garðyrkj- unnar þar í landi hafi versnað nokkuð fyrst um sinn, hefur hún jafnað sig og er nú svipuð og fyrir aðild. Í skýrslunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að um 40 prósent af styrkjum í finnskum landbúnaði í heild séu greidd af ESB, á móti 60 prósentum finnska ríkisins, séu styrkir við garðyrkju þar í landi nær alfarið greiddir af finnska ríkinu. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka garð- yrkjubænda, segir að skýrslan staðfesti það sem þeir hafi talið sig vita um væntanlega ESB-aðild. „Við höfum verið í sambandi við kollega okkar á Norðurlöndun- um og sérstaklega í Finnlandi, þar sem við sjáum hvað er að gerast í blómaræktinni. Hún mun sennilega taka á sig skarpan skell í upphafi og svo minnka hægt og ró- lega.“ Í lokaniðurstöðu skýrslunn- ar segir að ESB-aðild, ef til henn- ar kæmi, hefði þó nokkur áhrif á ís- lenska garðyrkju. Samsetning fram- leiðslu myndi breytast og aðlagast breyttu umhverfi, og samdráttur yrði óumflýjanlegur í ræktun sumra teg- unda. Spurður hvort garðyrkjubændur gyldu varhug við ESB-aðild sagði Bjarni að þeir hefðu stutt þá stefnu bændasamtakanna að aðild væri ekki greininni til hagsbóta. Hann segir þó að vissulega væru tækifæri í grein- inni þótt til þess kæmi. „Til dæmis varðandi kart- öflur, það eru ekki til rauðar kartöflur eða gerðin Helga í innflutningi. Það er séríslenskt. Ef menn leggja meiri áherslu á okkar sérstöðu í markaðs- starfi, þá gæti það unnið á móti neikvæðum áhrif- um. Það er alveg á hreinu.“ Samtökin munu í framhaldinu nota skýrsluna til hagsmuna fyrir garðyrkjubændur, meðal annars til upplýsinga í aðildarviðræðunum, þar sem hún verð- ur kynnt fyrir stjórnvöldum. Blómarækt í hættu með inngöngu í ESB Skýrsla um íslenska garðyrkju sýnir að sumar undirgreinar gætu liðið fyrir afnám verndartolla. Garðyrkjubændur segja skýrsluna staðfesta að ESB-aðild sé ekki greininni til góða. TÓMATAR Sumar undirgreinar íslenskrar garðyrkju gætu liðið fyrir afnám verndartolla með inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Sýningin Flutningar 2010 stendur á morgun og hinn, 7. og 8. október, á Grand Hóteli Reykjavík. Sýningin er sögð fyrsta alhliða flutningasýn- ingin á Íslandi þar sem fyrirtæki á flutningasviði kynna „allt það nýjasta á sviði sjó-, land- og loft- flutninga og auk þess meðal annars vörustjórnun og lagerhald,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, segir undirbúning að henni hafa staðið yfir um nokkurt skeið, en aðilar innan flutningageirans hafi talið þörf fyrir slíka alhliða sýn- ingu vegna þess hve flutningageir- inn væri lítt sýnilegur, þrátt fyrir stærð og mikilvægi. Þannig megi hafa áhrif á vöruverð í landinu með því einu að ná niður flutningskostn- aði. - óká Kynna nýjungar á sviði flutninga Fyrsta flutningasýning landsins haldin í vikulokin. VÖRUR FLUTTAR Velflestar hliðar flutn- ingastarfsemi verða kynntar á nýrri sýningu núna í vikulokin. MARKAÐURINN/PJETUR Stundaskrá - Október 07.10 kl. 13:00 - 17:00 Gerð verklagsreglna I 12.10 kl. 13:00 - 17:00 Visio - Myndræn framsetning gæðaskjala 14.10 kl. 13:00 - 16:00 Starfsþróunarsamtöl 20.10 kl. 13:00 - 16:00 Hæfnistjórnun og stjórnun með hugbúnaði 28.10 kl. 13:00 - 17:00 Verkefnastjórnun skv. ISO 9001 og PRINCE2 GÆÐASTJÓRNUNARSKÓLINN Skólinn býður upp á námskeið í gæða-, skjala-, verkefna- og mannauðsstjórnun. Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð, auka skilvirkni í stjórnun og byggja á þverfaglegri aðferðafræði. BJARNI JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.