Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. október 2010 3 Flugvélar fljúga í 10 kílómetra hæð en myndavél fimmmenning- anna úr verkfræðideild HÍ fór rúmlega þrefalt hærra. Þeir komu henni fyrir í frauðplastkassa með linsuna út úr einni hliðinni og sendu hana upp með loftbelg, fyllt- um helíum. Linsan sneri alltaf út á hlið og örlögin réðu í hvaða átt hún skaut. Markmiðið var meðal annars að sýna að það þarf ekki að hafa NASA á bak við sig til að taka flottar myndir úr háloftunum, að sögn Arnars Freys, eins nemanna. Hann upplýsir að tilraunin hafi kostað 200 þúsund og hefði getað verið ódýrari. En nýtist verkefn- ið til rannsókna? „Við vorum með tæki líka sem mælir geislavirkni,“ svarar hann. „Ósonlagið er einn helsti skjöldurinn gegn henni og er rétt ofan við þá hæð sem flugvélar fljúga í. Þegar belgurinn var kom- inn í gegnum ósonlagið fór geisla- virknin upp úr öllu valdi.“ Ungu mennirnir völdu dag fyrir verkefnið eftir vindátt og skýjafari en hvernig náðu þeir myndavélinni niður? „Þegar andrúmsloftið þynn- ist eykst þrýstingur inni í belg- num þannig að hann stækkar þar til hann springur. Svo tekur fall- hlíf við og hægir á ferðinni,“ lýsir Arnar Freyr. Hann segir útreikn- inga hafa heppnast svo vel að vélin hafi lent um hundrað metra frá vegi í grennd við Hellu. „Við vorum með senditæki í kassanum og síð- ustu hnit fengum við þegar hann var í 2-300 metra hæð. Því þurft- um við bara að leita á afmörkuðu svæði.“ Arnar Freyr segir þá félaga hafa verið mjög spennta að skoða mynd- irnar. „Í 20 kílómetra hæð hafði komið móða á linsuna og við ótt- uðumst að allt sem vélin tók eftir það væri ónýtt. En sex kílómetrum hærra hafði móðan horfið og þá komu flottar myndir. Við lentum í tilfinningarússibana þegar við sáum að verkefnið hafði heppnast, hoppuðum og dönsuðum.“ gun@frettabladid.is Framhald af forsíðu Ferðaskrifstofan ÍT ferðir býður upp á páskaferð til Perú. Hún hefur í 14 ár skipulagt ýmiss konar öðruvísi hópferðir. Í fyrra stóð ferðaskrifstof- an fyrir vel heppnaðri göngu- og ævintýraferð um nokkur af falleg- ustu svæðum Perú. Var þar meðal annars geng- ið um í Dalnum helga og Colca-gili og sjálfur Inkavegurinn genginn. Páskaferð til Perú verður endurtekin í ár en lagt verður í hann hinn 7. apríl og dvalið í rúmar þrjár vikur, til 30. apríl. Flogið er til Lima í Perú, með viðkomu á leiðinni í New York en drög að ferða- áætluninni eru komin á heimasíðu ÍT ferða, itferdir.is. - jma Gengið um Perú um páskana Perú er ævintýralegur staður fyrir göngugarpa. Hinir fimm fræknu verkfræðinemar: Arnar Freyr Lárusson, Þórir Guðlaugsson, Daði Bjarnason, Darri Kristmundsson og Hagalín Ásgrímur Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Litið niður á Langjökul. Þessi er tekin í 32 kílómetra hæð.Vélin smellti af Akrafjallinu á leiðinni upp. ● Rannís styrkti verkefnið. ● Myndavélin náði 50 km hraða á niðurleið. ● Um 100 myndir eyðilögðust. Vandaðir skór fyrir veturinn! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg: 48096 Litir: svart og brúnt Stærðir: 40 - 47 Verð: 19.885.- Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n 6 vikna námskeið 2x í viku. Ath aðeins 15 í hóp. Verð kr: 19.900. Kennari: Bára Magnúsdóttir. ü Vaxtarmótun ü Mýkt - liðleiki ü Styrkur - reisn ü Upphitun í tækjasal 20 mín ü MÓTUN, æfingakerfi 40 mín ü Hentar öllum aldursflokkum Mánudaga og miðvikudaga ü kl 16:40 Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 10:30 Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Innritun í síma 581 3730 Ný námskeið hefjast 11. október NÝTT! telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja sérstaklega djúpvöðva maga og baks. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. l Losa um bakverki og hjálpa til við samhæfingu svo fátt eitt sé nefnt. Kennt er 2x í viku í 6 vikur. Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Mánudaga og miðvikudaga ü kl 10:30, Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 16:30 Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Verð kr. 19.900. Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES Innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Ný námskeið hefjast 11. október telpurS onuK r vertu vinur á facebook Bleikir dagar 20% afsláttur af völdum bleikum vörum Bleika slaufan fæst hjá okkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.