Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Hætti Landsvirkjun öllum fjár- festingum getur fyrirtækið greitt upp allar sínar erlendu skuldir á tíu árum. Grípi Orkuveita Reykja- víkur (OR) til sömu ráða tekur það fyrirtækið fimmtán ár að komast á núllið. Þetta er mat Árna Tómas- sonar, endurskoðanda og for- manns skilanefndar Glitnis. Árni hélt erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi á föstudag um viðhorf til erlendra lánardrottna. Forsendur Árna voru ársreikn- ingar orkufyrirtækjanna beggja og miðaði hann bæði við árlegar tekjur og afborganir af lánum. Hann benti á að tekjur Landsvirkj- unar eru um 25 milljarðar króna á ári en afborganir af lánum 35 milljarðar. Á sama tíma greiðir OR 25 til 30 milljarða í afborg- anir á ári á meðan tekjur eru um þrettán milljarðar. Árni sagði fyrirtækin ekki geta greitt upp lán sín án endurfjár- mögnunar. Slíkt byggist á trausti gagnvart erlendum fjárfestum. „Við misstum það á einni viku,“ sagði Árni og gagnrýndi bæði þá sem vilja hætta samningum við erlenda lánardrottna, tefja fyrir fjárfestingu erlendra aðila hér og stjórnvöld sem hafi mismun- að innlendum og erlendum fjár- festum í kringum hrun bankanna fyrir tveimur árum. - jab ÁRNI TÓMASSON Formaður skilanefndar Glitnis segir mikilvægt að byggja á ný upp samband við erlenda fjárfesta. Traust sem byggt hafi verið upp á hálfri öld hafi gufað upp á einni viku í bankahruninu. MARKAÐURINN/GVA Landsvirkjun skuldlaus á tíu árum Þorgils Jónsson skrifar Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostin- um, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frek- ar ótroðnar slóðir. Anton Traustason, framkvæmdastjóri og einn eig- enda, sagði allt hafa byrjað með skyndiákvörðun í fyrra. „Ég var með lítið bílaþjónustufyrirtæki og keypti gamlan bíl af vinkonu meðeiganda míns, Christian Uttrup. Svo datt mér í hug að það væri kannski snið- ugt að setja bílinn bara í útleigu. Svo fengum við góða aðila með okkur í þetta og slógum til.“ Anton og Christian fengu ferðaþjónustufyrirtæk- ið Reykjavik Backpackers með sér og ákveðið var að kaupa fimm eldri bíla, tæplega tíu ára gamla, til að gera út. Þeirra bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir að halda þessum fjölda fyrsta sumarið og bæta svo við 14-15 bílum árið eftir. „Við enduðum hins vegar í 25 bílum síðasta sumar og í sumar vorum við með 130 bíla.“ CheapJeep menn fóru líka óhefðbundnar leiðir í fjármögnun sinni og hafa að sögn Antons aldrei tekið lán fyrir neinu. „Við höfum ekki einu sinni tekið yfirdráttarheimild. Þegar er til peningur er hann notaður, en ef ekkert er til er ekkert keypt.“ Anton segist hafa reynslu af rekstri, en þetta sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Þetta er búið að vera geðveikisleg vinna og maður gengur í öll störf. Ég var eiginlega eini viðgerðar- maðurinn hjá fyrirtækinu í sumar, með alla þessa gömlu bíla. Það tók svolítið á, en það gekk upp.“ Viðtökurnar hafa verið með miklum ólíkindum og vefsíða bílaleigunnar, cheapjeep.is er einn lykill inn að því. Styrkur hennar sést best á því að frá upphafi hafa þeir eytt um 250.000 krónum í markaðssetn- ingu, og þá eru taldar með allar auglýsingar, vegg- spjöld og dreifibréf. „Viðtökurnar hjá okkur hafa einfaldlega verið svo góðar að við höfum ekki þurft að eyða peningum í markaðssetningu,“ segir Anton. Kúnnahópurinn hjá CheapJeep er mjög fjölbreytt- ur þó að ungir erlendir ferðamenn séu auðvitað í meirihluta. Anton segir þó að fólk úr öllum þrep- um þjóðlífsins komi til þeirra og láti heillast af hag- stæðu verði. Þeir hyggjast þó enn breikka hópinn þar sem þeir ætla að einbeita sér að Íslendingum á næstunni og bjóða upp á hópferðabíla og litlar rútur fyrir hópa og fyrirtæki. Þannig að enn eru sóknarfæri hjá þessu unga fyrir- tæki, en Anton segir þá taka hlutunum eins og þeir koma. Stefnan er þó enn tekin upp á við. „Það virðist sem við höfum gert eitthvað rétt í þessu. Við stefnum ekki í eins hraða uppbyggingu á næsta ári, en við munum sennilega aðeins stækka og efla flotann.“ Fara ótroðnar slóðir Bílaleigan CheapJeep leigir út gamla bíla. Hefur vaxið úr fimm bílum í 130 á einu ári og eyðir næstum engu í auglýsingar. Fyrirtækið hefur aldrei tekið lán. VIÐ BÍLAFLOTANN Anton og félagar hans hafa slegið í gegn með bílaleigunni CheapJeep. MARKAÐURINN/VILHELM B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Bundinn í einn mánuð. D Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 2,35%A 12,35% 13,00% Vaxtaþrep 4,05% 13,00% 13,00% Vaxtareikningur 3,90%B 13,50% 13,50% MP-1 13,35 til 4,30%C 13,00% 14,70% PM-reikningur 13,35 til 4,35% 13,95% 14,70% Netreikningur 4,60% D 13,65% 13,85% Sparnaðarreikningur 3,70% 11,60% Ekki í boði. Tölvubúnaður ThinkPad fartö lvur · IdeaPad f artölvur · ThinkCentre bo rðtölvur · Leno vo skjáir Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 | Kaupangur v/Mýrarveg Akureyri Sími 569 7620 | www.netverslun.is ThinkPad Edge 15,6“ AMD Ný kynslóð ThinkPad tölva: AMD P320 örgjörvi 2 GB minni 250 GB diskur AMD Radeon HD4250 skjákort Verð: 149.900 kr. ThinkPad Edge 15,6” Intel Fyrir kröfuharða notendur: Intel i3-350M örgjörvi 2 GB minni 250 GB diskur Intel HD skjákort Verð: 179.900 kr. ThinkPad X100e 11,6“ Nett vél fyrir fólk á ferðinni: AMD MV-40 örgjörvi 2 GB minni 250 GB diskur AMD Radeon HD3200 skjákort Verð: 109.900 kr. ThinkPad fartölvur frá Lenovo eru þrautreyndar og traustar og hafa unnið til fjölda viðurkenninga. Þeir sem vilja ná árangri velja hágæða umhverfisvottaðar fartölvur frá Lenovo.BETRI TÖLVUR 3 ÁRA ÁBYRGÐ 3 ÁRA ÁBYRGÐ 3 ÁRA ÁBYRGÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.