Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 31
MARKAÐURINN F R É T T I R 13MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Skrifað hefur verið undir sam- komulag milli ráðgjafarfyrir- tækisins Gekon og Arion banka um að bankinn verði aðalbak- hjarl rannsóknar á klasamynd- un í íslenskum jarðvarmageira. Rannsóknin sem er unnin undir forystu dr. Michael Porter, próf- essors við Harvard-viðskipta- háskólann, verður kynnt á ráð- stefnu í Háskólabíói 1. nóvember næstkomandi. „Michael Porter er einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnu- mótunar og samkeppnishæfni þjóða, og höfundur klasakenn- ingarinnar svokölluðu (e. Clust- er policy),“ segir í tilkynningu um samstarfið. Kenningin tekur til myndunar sérhæfðra klasa, svo sem á sviði hátækni, sjávar- útvegs, iðnaðar eða jarðvarma, sem gera eiga samfélögum kleift að rækta styrkleika sína með skilvirkum og árangursríkum hætti. Michael Porter kynnir rann- sókn sína og með hvaða hætti best sé að haga uppbyggingu íslensks jarðvarmaklasa á ráðstefnunni. Einnig fjallar dr. Christian Ket- els, einnig frá Harvard, um ein- kenni íslenskra jarðvarmaklasa og Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra ræðir hlutverk stjórn- valda. - óká Michael Porter kynnir rannsóknina Í ÍSLANDSHEIMSÓKN Michael E. Porter sótti landið heim árið 2006 og sést hér heilsa Geir H. Haarde sem þá var forsætis ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Leikurinn hefur gengið frá- bærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heið- ar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogog- ic, sem á og rekur netleikinn Vik- ings of Thule. Rúmlega 133 þús- und manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. Vikings of Thule er hlutverka- leikur sem spilaður er í gegnum samfélagsvefinn Facebook. Not- endur fá þar hlutverk víkinga- höfðingja sem stefna með vopna- skaki og öðrum hætti á að komast til æðstu metorða á Alþingi. Á upplýsingasíðunni Appdata, sem mælir notkun leikja á sam- félagsvefjum kemur fram að 13.268 manns spili leikinn á hverj- um degi. Síðastliðinn mánuð hafi 133.636 manns spilað hann. Jón Heiðar bendir á að leikurinn hafi tekið kipp í ágúst þegar markaðs- setning hófst á leiknum og hann fór að fá góða dóma og um- fjöllun á alþjóðlegum tölvu- leikjavefjum eins og til dæmis hjá leikjatímarit- inu PC Gamer. Til samanburð- ar er langvinsæl- asti netleikurinn FarmVille, sam- kvæmt upplýsing- um Appdata. Hann spiluðu rúmlega 61,7 milljónir manna í síðasta mánuði. - jab Þúsundir spila víkingaleik Evruríkin sextán sendu í gær frá sér hvatningarorð til kínverskra stjórnvalda, þar sem þeim er ein- dregið ráðlagt að leyfa kínverska gjaldmiðlinum júan að styrkjast í samanburði við aðra gjaldmiðla. Þeir Jean-Claude Juncker, sem er í forsvari fjármálaráð- herra evrusvæðisins, Olli Rehn, sem fer með peningamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, og Jean Claude-Trichet, seðla- bankastjóri Evrópusambandsins, hittu Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, og sögðu honum að með því að halda gjaldmiðlinum niðri búi Kínverjar til viðskipta- halla bæði í Evrópuríkjum og í Bandaríkjunum. - gb Evruríkin hvetja Kína Viðskiptalausn frá HugAx matar okkur á upplýsingum Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is „Við höfum notað Ópusallt í næstum áratug og það hefur stækkað með okkur. Notenda- viðmótið er þægilegt og starfs- menn geta auðveldlega nálgast allar upplýsingar, á öllum stigum starfseminnar. Við höfum bætt við kerfið sérstökum lausnum vegna aukinna umsvifa og HugurAx hefur alltaf brugðist fljótt við og sniðið kerfið fullkom- lega að okkar þörfum hverju sinni.“ Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis. Ópusallt – gerir allt! Ópusallt er allt í senn: Stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. Allt viðmót er einstaklega þægilegt, lítið mál að setja upp sölunótur, reikninga, tilboð o.fl. Íslenskur hugbúnaður fyrir íslenskar aðstæður Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi. Fyrir vikið þarf ekki að verja dýrmætum tíma í aðlögun kerfisins að íslenskum aðstæðum. Notendur Ópusallt þurfa heldur ekki að greiða leyfisgjöld sem taka mið af himinháu erlendu gengi. Kjarnafæði er eitt stærsta kjötvinnslu- og matvælaframleiðslufyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur starfað í 25 ár og vaxið jafnt og þétt. Ársvelta fyrirtækisins er nú yfir 2 milljarðar króna. Hjá Kjarnafæði starfa um 120 starfsmenn við framleiðslu, birgðahald, lagervinnu, dreifingu, sölu matvæla o.fl. Framleiðslan er afar fjölbreytt og fyrirtækið rekur starfsstöðvar á Akureyri, Svalbarðseyri og í Reykjavík. Daglega eru afgreidd yfir 700 vörunúmer til mörg hundruð viðskiptavina um land allt, matvöruverslana, mötuneyta og veitingastaða. Kjarnafæði notar Ópusallt. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 23 8 Jerome Kerviel, fyrrverandi verð- bréfamiðlari hjá franska bank- anum Societé Generale, þarf að endur greiða bankanum hvorki meira né minna en 4,9 milljarða evra, eða rétt tæplega 760 millj- arða króna fyrir hlutdeild sína í fjársvika myllu, sem er ein sú s t ærst a sem sögur fara af. Ljóst þykir að Kerviel er engan veginn borgunar maður fy r i r þessu , enda vann hann bara hjá bankanum og fékk sam- tals um 100 þúsund evrur útborg- aðar í laun og kaupauka. Kerviel var dæmdur í þriggja ára fangelsi, sem kom fáum á óvart, en hinu áttu víst fáir von á að dómarinn myndi gera honum að endurgreiða tjónið sem hann varð valdur að með fjárhættuspili sínu í bankanum síðla árs 2007 og fram á árið 2008. - gb Þarf að endurgreiða JEROME KERVIEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.