Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Bílaleigan Cheap Jeep Hefur aldrei tekið lán 2 Skýrsla um garðyrkju Íslensk blómarækt í hættu 4 Framtakssjóður Erlendir aðilar sýna áhuga 8 - 9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. október 2010 – 10. tölublað – 6. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt við- skipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skulda- bréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjár- málakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrir tækja til einstakl- inga nýlunda. Skulda- bréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrir tæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamark- að og þannig fjölgað fjár- festingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokk- uð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta al- mennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum. „Við erum að skoða þessa hugmynd,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kaup- hallar innar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara sam- hengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamark- aður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega,“ segir hann og mælir með því að fyrir- tæki skoði þennan fjármögnunar- möguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós.“ Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstak- lega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum að- gang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu ann- ars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín,“ segir Magnús. Almenningi hleypt inn á skuldabréfamarkað Kauphöllin vinnur að því að gera almenningi kleift að kaupa skuldabréf fyrirtækja. Fagfjárfestar hafa verið einir um kaupin. Núll prósent vextir Japanski seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti sína niður í nánast núll prósent. Svo lágir hafa þeir ekki verið í meira en fjögur ár, en þá höfðu þeir verið í núllinu í fimm ár. Bankinn vonast til að efla efna- hagslífið í landinu, sem hefur verið í lægð undanfarið. Sól í Hvíta húsið Bar- ack Obama Banda- ríkjaforseti og fjöl- skylda hans verða töluvert umhverfis- vænni þegar sólar- rafhlöðum verð- ur komið fyrir á þaki Hvíta húss- ins næsta vor. Meiningin er að sólar orkan verði notuð til að hita neyslu- vatn og sjá fjöl- skyldunni að hluta fyrir því raf- magni, sem hún notar. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, þeir Jimmy Carter og George W. Bush, létu gera tilraunir með að nýta sólarorku þegar þeir bjuggu í Hvíta húsinu. Bernanke kaupir Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna í gær að bankinn myndi líklega kaupa á ný eitt- hvað af ríkisskuldum til að hjálpa efnahagslífinu að komast á skrið. Með þessu hyggst bankinn hafa þau áhrif að vextir á húsnæðis- skuldum, skuldum fyrirtækja og ýmsum öðrum skuldum lækki. MAGNÚS HARÐARSON AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Posar fyrir öll tækifæri Vantar þig posa fyrir einstakan atburð eða til langs tíma? Hjá Borgun færðu posa fyrir öll tækifæri, hvort sem þú ert á ferðinni eða ekki. Þú getur einnig aukið þjónustu við erlenda ferðamenn með því að taka við greiðslu í evrum og dollurum. Ókeypis uppsetning og sending fylgir öllum posum. Þjónustuverið er opið alla daga, allan sólarhringinn. Hafðu samband í 560 1600 eða fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér málið. „Fram að núverandi kreppu gat fólk mætt launalækkun með auk- inni vinnu. Nú er það ekki hægt. Það veldur því að fólk er inni króað í samdrættinum,“ segir Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við Há- skóla Íslands. Hann hélt erindi í gær sem fjall- aði um frumkvæði og nýsköpun sem lausn á samdrætti. Örn benti á að hagræðing nú gangi víða út á að banna yfirvinnu og spurði hvort ekki væri hægt að meta stöðuna fremur með hliðsjón af þörfum en framleiðslu. Hægt væri að þróa leiðir til að lækka útgjöld án þess að það dragi úr lífsgæðum. Í fyrirlestrinum sagði Örn frá því að nærtækasta leiðin til að bæta almenn kjör væri að þróa hugvitssamlegar og ódýrar að- ferðir til að þjóna þörfum fólks. Hann tók sem dæmi einfalda kúlu í stað þvottaefnis. Hún kostar um fimm þúsund krónur en dugar í mörg hundruð þvotta. Nú séu til fjölmargar slíkar leiðir og eru þær megináherslur í vöruþróun í nágrannalöndum okkar um þess- ar mundir. - jab Breytt neysla BREYTT NEYSLA Fólk vegur upp tekju- missi með kaupum á notuðum hlutum, segir prófessor í frumkvöðlafræðum. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.