Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 4
við hlið kirkjunnar og hi'lustað á og hrifist a£ anda og iiugblæ iþess heimilis, sem setti kirkjuna og list hennar öllu ofar. En Jöngu áður en 'þeir komu ungir drengir til að hlusta og æfa hafði þessi andi skapað áhugafólk og snillinga þarna í „Húsinu“. Og ef ég man rétt var það einsöngvari þaðan, dóttir í „Húsinu*1, sem söng einsöng við útför hjónanna Jngibjargar og Jón Sigurðs- sonar, forseta hér í Reykjavik. í „Húsinu“ virtist öllu fórnað til eflingar kirkjulegs lífs. Þaðan voru áhrifin, sem kveiktu áliuga og samstarf eins elsta eða fy rsta kvenfélags á Islandi. Og Jtaðan kom kveikjan að fyrsta og elsta barnaskóla á Islandi. Eitt má enn telja „Húsinu“ til Jiróss: íþróttakenusla og fimleikar í eftirlíkingu þess, sem best var gert í Jtjálfun ungra manna að lík- amsmennt í dansi og þjá'lfun í herSkóla og fjjróttasölum kóngsins, átti Jjar sína fyrstu leiki og — þaðan var íþróttakennari skólans, jafnvel áður en skólakennsla hófst skipulega. En kirkjan og heimilið unnu þarna saman, kirkjan og húsið stóðu vörð h'lið við hlið og hvöttu til lista og dáða i organleik og kirkjusöng, í fræðslu og mennt, anda og Jiandar, írjálsrar og fag- urrar menningar. Þar sem kirkjusöngur Jiljómar frá Jijarta hlessasl fleira — bless- ast alft. Og enn mun staðið vörð um Jjetta á ströndinni við Jiið ysta Iiaf og Stjörnusteina Hásteins Atlasonar, fóstbróður Ingólfs, hins fyrsla 'Jandnámsmanns. En á ströndinni er landnám Hásteins. Þegar ég átti þar starfsdag i kirkjunum, bjó enn að fyrstu gerð. I-’álína J-'álsdóttir var arftaki fóJlœins í „Húsinu“ við forystu kirkjukórsins og bjó sitt heimili á hlaði „Hússins". Og Kristinn Jónasson lék á orgelið. Systursonur Jians, einn af snjöllustu organleikurum Islands nú, Haukur Guðlaugsson, söng- stjóri á Akranesi Jék Jjarna undir hönd frænda síns fyrstu Jögin. En á Stokkseyri var og er Selsættin ætt l'áls Isólfssonar enn við orgelið. Gísli föðurbróðir hans, bróðir Isólfs átti þar lengi heiðurs- sess, en Margrét dóttir Gísla lók við af Iionum. Og nú er það hinn yfirlætislausi snillingur Pálmar Eyjólfsson ein blómJeg grein á sama ættarmeiði, sem annast kirkjusönginn á ströndinni, þar se.m „Húsið“ og kirkjan standa helgan vörð lilið við hlið um helga menningu ídlands, kirkjusönginn. Arclíus Níelsson. 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.