Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 22
síð'an heimiliskennari í Weissenféls. Þar kynntist hann frænda sín- um Sdhiitz og bundust þeir vináttuböndum. Sohein var raunamaður. Hann missti fyrri konu sína frá 5 böm- um. 1 seinna hjónalbandi eignaðist bann 4 börn. En hann varð að sjá á bak sjö börnum sínum. Sdhein var heilsutæpur, hann hafði fengið berklaveiki og þjáð- ist af nýrnasteinum. Hann var ekki nema 45 ára iþegar hann dó. Þegar Melchior Vulpius hirð- kapeilmeistari í Weirnar dó 1615 varð Schein eftirmaður hans. Ári seinna dó Thomas- kantorinn Seth Calvisius, og tók Sdhein þá við af honum og þótti sjálfsagður í embættið. Þremur 'árum áður en hann dó gaf iiann út Leipziger Canlionale, en alls gaf hann út 80 tónverk og er þó ekki nærri allt talið sem hann samdi. Hann þykir meistari í tilibrigðalistinni. Gildir Iþar einu hvort hann fer mjúkum höndum um þjóðlögin eða um djúphugsuð sálmalagatilbrigði er að ræða. Hann var ágætur kennari. Paul Fleming og Simon Dach voru meðal nemenda hans. 1 okikar S'álma söngslbók er eitt lag eftir Schein „Hér er stríð og hér er mæða“ en það mun vera lítið sungið. Höfuðrit um Schein og verk hans er eftir Arlhur Priifer. Samuel Scheidt fæddist í Halle 1587 og dó þar 1654. Hinn mikli hollenski orgdlimeistari Sweelinck í Amsterdam var kennari hans. Árið 1619 varð hann hirðkapellmeistari í Brandenburg. En þá voru órólegir tímar í Þýskalandi, þar geisaði þá 30 ára stríðið. Scheidt missti þá embætti sitt en nokkru síðar tók hann til starfa í fæð- ingarbæ sínum fyrst sem borgarhljómsveitarstjóri, en varð að láta af því starfi vegna ósamkomulags, en varð svo hirðkapellmeistari og dó þar á langafrjárdag. 1654. Soheidt var mjög duglegur og eftirsóttur kennari. Einn af þekktustu nemendum hans er Adam Krieger. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.