Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 10
FÓTSETNING Margir telja að Baoh ihafi notað meira tá en hæl í fótsetningu sinni. Hins vegar telur Schweitzer að fingrasetning hans halfi verið mun fjölskrúðugri og margbreytilegri en tíðkast hjá orgelleikurum nú á tímum. Fótsetningu frá Bachs hendi hefur hvergi borið fyrir mig í Jjeim útgáfum sem ég héf séð og eru að öllum liíkindum hvergi tiil. Samt freistast ég til að álíta að hinn margslungni hugur Bachs hafi ekki verið einskorðaður við þá fótsetningu, er síðar tíðkaðist í ])ýska orgelskólanum, hefdur hafi hann hér og þar brugðið fyrir sig þeirri hagræðingu, sem felst í Iþví að nota til skiptis, þar sem 'því verður við komið, bæði liæl og tá. Bendi ég einnig á, þessu til stuðnings, að seinni tiíma menn hafa einfaildað fingrasetningu hans, samariber það sem Schweitzer segir, og gæti svipað hafa átt sér með pedailspilið. Ég hef átt þess 'kost að kynnast bæði eldri og yngri aðferðum, fyrst þýska Leipzig skólanum hjá prófessor Förstemann, þar sem táin var yfirgnæfandi, en síðar hjá Maestro Germani, þar sem hæll og tá eru meira notuð til skiptis. Báðir þessir skólar hafa átt glæsi- 'lega fulltrúa sem spilað hafa frábærlega, og af því drögum við þá ályktun að nýrri fótsetningin sé aðeins hagræðingaratriði til að auðvelda peda’lspilið og um leið leikinn í heild, en hafi að öðru leyti ekki með músikalskan stíl hans að gera. Ég hafði persónulega, bæði skemmtiiega og erfiða reynslu af því að skipta um í nýja fótsetningu, eftir að hafa notað þá eldri um 10 ára skeið. Eins og gefur að skilja eru mestu örðugleikarnir fólgnir í því að breyta fótsetningu í áður æfðum verkum. Þar er best að fara að með gát og samræma fremur en breyta, til að mynda læt ég ætíð halda sér, hvor fóturinn hefur spilað og tek áfram með hægri fæti það sem ég hef áður spilað með hægri og sama gegnir um vinstri fót, en nota kannski hæl, Jrar sem ég áður notaði tá, eða öfugt. Ég set hér nokkur dæmi með til frekari glöggvunar, en vil áður minna á mikilvægt atriði, en það er í því tilfelli þegar 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.