Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 14
ORGANISTAR OG ÚTVARPSMESSUR Þess ber að gæta, að er við blustum á útvarp notum við aðeins eitt skilningarvit til að taka á móti því efni, scm flutt er. Ef við aftur á móti hlýðum t. d. messu i kirkju notast öll skilningarvit okkar við iþátttöku ií athöfninni: Sjón (kirkjan og umhverfið), heyrn (tónlist og tal), ilman (reykelsi, vín, samkoman), smekkur (vín, oblátur), tilfinning (misjafnlega Iþægilegir kirkjubekkir o. £1.), sem sé, alllt snýst um það, sem fram ‘fer. Við útvarpstækið verka önnur skilningarvit en heyrnin fremur tiil að trufla okkur. Þess vegna spyr ég: Hvers vegna er verið að útvarpa til þjóðarinnar orðum og atihöfnum, sem alls ekki þjória neinum tilgangi nema lí réttu um- hverfi og nálgast að vera guðlast, t. d. a'ltarislþjónusta mitt í um- stangi hádegisins, athöfn, sem er hélguð iþví allra nánasta sambandi mannsins við guðdóminn, isem kirkjan hefur upp á að bjóða og fer að ölilu jöfnu ekki fram nema við altari kirkjunnar eða dánarbeð. Sama máli gegnir um skírnir, fermingar o. s. frv. Þetta eru atbafnir, sem aðeins kirkjugestir geta notið, en verka fremur óþægilega á venjulegan útvarpshlustanda. Utvarpsmessan á að miðast við það, að ábeyrandinn hefur aðeins eitt skillningarvit til sambands við flytjandann og er fyrst og fremst áheyrandi en ekki þátttakandi og Iþannig verður það. Og nú kem ég að því, sem ég vildi segja við organistana: Þið laðið ekki útvarpghlustendur að tækjunum með því að láta murra lí eyrum þeirra einraddaðan sálmasöng þar sem <ber mest á fóikinu, sem stendur í kring um orgelið með allavega hakgrunns- hljóð frá hinum kirkjugestunum og þið sjáifir sárpíndir af leiðind- um svo jafnvel orgeljiípurnar kveina. Þetta er þeim mun fárániegia þar sem á næsta ileiti hljómar svo ágætur kórsöngur í messusvörum, og éf ýkkur þóknast að æfa eittilivert viðeigandi kórlag. Við, sem sitjum við útvarpstæikin, iiöfum enga möguleika till að taka þátt í íjieim safnaðarsöng eða þeirri „sensasjón“, sem þið eruð að bisa við að skapa og er andvana fædd hugsjón þeirra, sem vilja vekja upp messulhætti fyrri alda þegar kirikjurnar voru helstu samkomu- 14 ORGANISTAliLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.