Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 17
Sr. Sigurður Kristjánsson: UM KIRKJUORGANLEIKARA OG SÖNG Isafjarðarklrkja 1 100 ár 1863—1963 heitir iitil bók, sem sóknarpresturinn á lsaiirðl, sr. Sigurður Kristjánsson próíastur tók saman, í tileínl aí því að ihundrað ár voru liðin írá þvi að klrkja sú, sem nú stendur á Isafirði — áður nefnd Eyrarkirkja var orðln 100 ára. 1 (þessari litlu toók er mikill fróðleikur ■samankominn. Eftirfarandi grein er úr 'kaílanuim ,,Um kirkjuorganleikara og ■söng í Isafjarðarkirkju", og er birtur hér með leyfi höfundar. Eins og öllum mun 'vera kunnugt, tíðkaðist 'það ekki fyrr en á seinustu öld iiér á landi, að ihljóðfæri væru notuð við guðslþjónustur ■og aðrar athafnir í kirkju til að leiða sönginn og létta undir með honum. Og viíst má telja, að þær kirkjur liafi verið færri, sem eign- uðust hlljóðfæri fyrr en eftir aldamót, en nú mun vart þytkja hlýða, að syngja við kirkjulegar athafnir án hljóðfæris. Meðan engin hijóðfæri voru í kirkjunum mun söngurinn háfa verið almennur, og nálega hver maður söng, sem til þess var fær, en með tilkomu hljóðfœranna mun hinn almenni söngur hafa lagst niður smátt og smátt, meðal annars af því, að hentara þótti, að söng- fólkið hópaði sig saman umlivcrfis hljóðfærið, en til þess hafa verið hvattir af organleikaranum fyrst og fremst þeir, sem mestum söng- hæfileikum voru 'búnir, en hinir aðrir dregið sig í hlé og með því hafi hinn almenni söngur lagst niður. Kröfur urðu þá jafnframt meiri um listrænan söng og margraddaðan og mynduðust þannig söngsveitir, sem æfðu sig sérstaklega undir hverja kirkjuatliöfn, sem svo leiddi til þess, að söngfólk var sérstaklega ráðið, einkanlega í þéttbýlinu, þar sem söngkraftar voru mestir og kirkjuathafnir tið- astar. Kom þá sem af sjálfu sér að greiða fyrir sönginn, eins organ- leikaranum, þegar starfið var orðið tímafrekt, eins ti'l þess að hafa ætíð fastráðið fólk, sem liægt var að leita til án fyrirvara, en þurfti ekki að semja við í hvert sinn. ORGANISTABLAÐIÐ. Útgefandi: Félag íslcnzkra organleikara. Ritnefnd: Gústaif Jóhannesson, Hörpnlundi 8, Garðahreppi, sími 43630, Kristján Sigtryggson, Alíhólsveg 147, Kópavogi, simi 42558, Páll Halldórsson, DrápuhliS 10, Rvk, sími 17007. - AfgreiðslumaSur: Kristján Sigtryggsson. ORGANISTA15LAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.