Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 6
ÞJÓÐHÁTÍÐIN OG KIRKJUKÓRARNIR 1974 Þjóðh'átiíð þar og þjóðhátíð hér var daglegur viðburður í fréttum fjölmiðlanna alla miðsumarmánuðina og enn heyrum við í hljóð- varpinu: Nú verða fluttir nokkrir þættir úr dagskrárliðum þjóð- ihátíðarhaldanna, sem hljóðritaðir voru o.sírv. — Það getur naumast farið framhjá þeim, sem hlusta með atliiygli á þessa dagskrárliði Ríkis- útvarpsins að finna fyrir styrkum vilja allra hátíðargesta til að efla sem mest og hest ellefu alda minningu íslandsbyggðar og jafnframt greinir maður merki til þess, að þeir ábyrgu í þessum samkomum hafi sett sér það háa takmark, að hátíðin yrði byggð þeirra og niðj- um til ævarandi sóma. Og aðdáunarvert er, hversu hinar strjálbyggðu bændabyggðir og fáliðuðu gátu fært upp sín hátíðahöld myndar- lega, þegar mannfæðin er höfð í huga má með sanni segja, að hlutur dreifbýla til hátíðarhaldanna 1974 hafi verið að verulegu leyti stærri en þeirra, sem höfðu í þúsundatali karla og konur til sameiginlegra 'átaka á þjóðhátíðarverkefnum, er reyndust mörg og tímafrek öll- um þeim, sem fyrirfram ákváðu að skapa eftirminnilega þjóðhátíð- arsamkomu. — Nokkuð algengt mun það ha'fa verið í heimilum dreifbýlisins að stærri hluti fjölskyíldunnar legði fram krafta sína til að byggja upp hátíðarhöldin með þátttöku í tímafrekum æfingum til undirbúnings fjölbreyttum listflutningi í tali og tónum, íþróttum og leikjum og mættu komandi kynslóðir hafa þetta í huga og til viðmiðunar, þegar sagan verður rakin 2074. — Að sjálfsögðu létu margir andans menn, í þessu tilefni, ljós sitt skína í ræðum og ljóð- um og átti dreifbýlið engu lakari snillinga í þeim efnum, en flestir þeirra munu lítt kunnir alþjóð, þvlí þeir yrkja fremur sér til hugar- hægðar en verðlauna. — Tnn á milli þessara tilkomumiklu þátta rithöfundanna í dagskrárliðum hátíðarhaldanna var settur þrótt- mikill kórsöngur, sem var í flestum tilvikum látinn skipa eins konar heiðurssess í hátíðardagskrá byggðarlaganna. Hvernig ber okkur að 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.