SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 2
2 13. júní 2010 18 Bak við tjöldin Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Ómar Óskarsson upplifðu stemn- inguna við höfnina á Geirsgötu. 27 Stríðið er hafið Ian Buruma, prófessor í mannréttindamálum, fjallar um heimsmeist- aramótið í knattspyrnu sem hófst í gær og vonar að Holland vinni. 28 Bitur hestur í Síberíu Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina. 32 Að skilja þennan nýja heim Íslendingar hafa meðal annars tekið á móti flóttamönnum frá Kólumbíu. Nanna Gunn- arsdóttir rýnir í hvernig til hefur tekist. 36 Hvers vegna var reimt í Höfða? Árstíðaferðir er nýtt fyrirtæki sem býður upp á rafhjólatúra um götur Reykjavíkur og margvíslegan fróðleik í bland. Lesbók 48 Upphaf norrænna nútímabók- mennta Fyrir 120 árum kom út bók um hungraðan flæking í Ósló eftir norska rithöfundinn Knut Hamsun. Henni var fálega tekið þá. 52 Raddir borgarinnar Írski rithöfundurinn Colum McCann hélt til Bandaríkjanna að skrifa mikla skáldsögu sem gerast myndi þar í landi. 53 Ljóðaferð um Ítalíu Jón Pálsson hélt til ársdvalar á Ítalíu að læra ítölsku og sneri aftur með ljóðabók í farteskinu. 24 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Ísabellu Töru Antonsdóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. 38 Augnablikið F ullorðnir geta lært ýmislegt af stelpunum í sjötta flokki í fótbolta, sem kepptu á hnát- umóti ÍR í byrjun vikunnar. Stemningin er mikil á vellinum þegar stúlkurnar mæta til leiks, en ekki síður á hliðarlín- unni þar sem sungin eru fjölmörg afbrigði af bar- áttusöngvum. En pabbinn lærði að vísu einungis söngva síns liðs, svo pistillinn ber keim af því. „Áfram Grótta, fílibomb, fílibomb, sóla einn, sóla tvo, skora svo …“ Stelpurnar sem bíða eftir að komi að sér eru í „sprengju“. Þær sitja á grasinu og hver fær þrjár sekúndur til að grípa boltann og kasta til þeirrar næstu og það má bara koma við hann einu sinni. Annars springa þær. Ein þeirra þarf þó fljótlega að hætta í leiknum, því henni er skipt inn á fyrir aðra stelpu í liðinu, sem meiddi sig og kemur grátandi út af. Þegar hún hefur jafnað sig er henni skipt inn á fyrir aðra grát- andi stelpu, sem meiddi sig líka. Það gengur á ýmsu. En alla jafna eru stelpurnar harðar af sér – bíta á jaxlinn. „Er dómarinn í hinu liðinu?“ spyr stúlka í gulum og bláum búningi í hálfleik. Önnur stúlka, sem er í „hinu liðinu“, gengur niðurlút til móður sinnar og kvartar líka: „Það er svo leiðinlegur dómari!“ Þær eru strax búnar að læra lögmál leiksins. „Ef ég segi Grótta, þá segi ég …“ og allar taka undir: „Grótta best, Grótta best!“ Leikmaður Gróttu tæklar mótherja sinn og pabb- inn hrópar stoltur á hliðarlínunni: „Stórkostlegt!“ En lætur svo lítið fyrir sér fara þegar mótherjinn liggur í grasinu og stendur ekki upp strax. „Gróttustelpur koma hér, bláar eins og krækiber, mörkin eru óteljandi, við erum alveg ósigrandi …“ „Skjóta bara!“ kallar þjálfarinn ábúðarfullur inn á völlinn. „Ákveðnar bara!“ Þetta er keppni. Ein af mömmunum á hliðarlín- unni rifjar upp fyrsta leik dótturinnar, en þá var hún sex ára í Siglufirði og andstæðingarnir röðuðu inn sex mörkum gegn engu. Þegar dóttirin kom út af spurði hún móður sína spennt: „Unnum við?“ pebl@mbl.is Það er nóg að gera hjá stelpunum bæði inni á vellinum og utan hans. Morgunblaðið/Jakob Fannar Unnum við? Einbeitingin leynir sér ekki. 13 júní Á degi villtra blóma býður Grasagarður Reykjavíkur upp á leiðsögn um Laugarnestanga. Gönguferðin er frá kl. 11-13 í dag, sunnudag. Hjört- ur Þorbjörnsson safnvörður fjallar um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina. Áhugasamir mæti við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 11. Þeir sem eiga plöntuhandbækur og stækkunargler eru hvattir til að taka þau með í gönguna. Eftir gönguna verður boðið upp á piparmintute. Upp- lýsingar um skoðunarferðir um allt land í dag eru á heimasíðu Flóruvina: http://www.floraislands.is/blomdag.htm. … degi villtra blóma Við mælum með … 13 júní Leiðsögn um listaverkin í Viðey verður í dag, sunnudag. Heiðar Kári Rann- versson ræðir um Friðarsúlu Yoko Ono og Áfanga eftir banda- ríska listamanninn Richard Serra. Heiðar Kári útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá HÍ vorið 2009 og fjallaði lokaverk- efni hans um listaverkin í Viðey. 17 júní Lykkjur – prjónalist er yf- irskrift sýningar sem hefst í Nor- ræna húsinu 17. júní, kl. 13.30. Það er vel við hæfi að Dorrit Moussaieff, sem hefur beitt sér í þágu íslenskrar hönn- unar úr ull, opni sýninguna. Þá mun þekktur prjónahönnuður, Evelyn Clark, halda erindi. Uppstoppaðar manneskjur undir yfirskriftinni „Spegill tímans“ eru á sýn- ingu Gunther von Hagen Koerperwelten eða heimi líkamans, sem opnuð hefur verið í Istanbul. Á sýningunni eru yfir 200 líkamar, bæði manneskjur og dýr, og á það við um heila líkama sem og einstök líffæri og gegnsæjar sneiðmyndir af líkamanum. Veröldin Reuters Spegill tímans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.