SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 34
34 13. júní 2010 M ary Luz Suarez Ortis er flóttamaður frá Kólumbíu en hafði búið í Ekvador í sjö ár þegar hún kom til Íslands í október 2007 ásamt sex öðrum fjölskyldum. Mary Luz er nýlega byrjuð að vinna sem dagmóðir en var áður í námi. Hún hefur tvisvar sinnum fengið styrk úr Guðrúnarsjóði, en þeir styrkir eru veittir fullorðnum einstaklingum sem sýnt hafa dugnað og elju í námi sínu. Veturinn erfiður Var erfitt að koma til Íslands? „Það var erfitt að koma um vetur og að vera með barnavagn í snjónum og svo var mikið rok. Vagninn sem við vorum með var á mjóum dekkjum og Bryan var líka oft veikur svo þetta var erfitt. En ég tók samt strætó alla daga niður í Alþjóðahús með vagninn … Tungumálið var líka erfitt en við fengum mikla hjálp frá Rauða kross- inum og stuðningsfjölskyldunum.“ Federico, eldri sonur Mary Luz, kem- ur inn í stofuna og kjáir framan í litlu börnin sem mamma hans er að passa. „Já, við fengum þessa íbúð um leið og við fluttum til landsins,“ segir hann, þegar ég spyr hann hvort þau hafi alltaf búið á Grensásveginum. Federico er nú í MH en var áður í Réttó, eins og hann segir. Unglingar eru enda ótrúlega fljót- ir að tileinka sér orðalag jafningjanna. „Ég kom með strákana mína tvo, Fe- derico sem var 14 ára og svo Bryan sem var 5 mánaða. Pabbi Federicos var skot- inn þegar drengurinn var bara 10 mán- aða og þá tók við mjög erfiður kafli í lífi mínu, því ég krafðist þess að fá skýr- ingar á því af hverju hann var drepinn og það kom af stað þessu ferli sem end- aði með því að ég flúði til Ekvador og þaðan til Íslands. Ég elska Ísland og vil ekki fara aftur til Kólumbíu,“ segir Mary Luz. Ekki einu sinni í heimsókn? „Nei, það yrði erfitt fyrir mig. Ég vil fá fjölskylduna mína hingað en það er erfitt að ná sambandi við fólkið sitt.“ Mary Luz hafði verið í Ekvador í sjö ár þegar þau komu hingað en Federico í sex ár, því hann hafði verið eitt ár hjá ömmu sinni í Kólumbíu. Mary Luz hafði samband við flóttamannahjálpina í Ekvador og þannig komust þau mæðgin til Íslands en áður hafði hún reynt að komast til Þýskalands, Bandaríkjanna og Frakklands án árangurs. Þeir sem stóðu fyrir morðinu á manni hennar höfðu komist á snoðir um hvar þau héldu til og því urðu þau strax að kom- ast úr landi. Mary Luz seldi húsnæði sem hún átti í Ekvador og stofnaði rútufyrirtæki sem hún rak þar til Rauði krossinn tók þau upp á sína arma. Fólkið hér hefur hjarta Og hvernig leist ykkur á að fara til Ís- lands? „Bara vel. Ég vil ekki fara til baka, segir Mary Luz ákveðin. „Hér er rólegt og hér er friður, börnin geta leikið sér úti óhult. Bara smákreppa og eldgos. Fólkið hér er mjög gott. Fólkið hér er með gott hjartalag.“ Finnst ykkur þið hafa orðið fyrir fordómum hérna? Federico glottir út í annað og Mary Luz skellihlær. „Já, pínu,“ segir hann svo. „Það var strákur í skólanum mínum sem var mikill rasisti. Og gömul kona í strætó sem lamdi mömmu með töskunni sinni.“ Mary Luz hlær dátt. „Allir í strætóinum voru steinhissa og bílstjórinn greip inn í. Sjálf var ég svo hissa að ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Fyrirgefðu að ég skuli vera hérna!“ Ykkur langar ekki aftur heim til Kólumbíu? „Ekki til að flytja, kannski í heim- sókn. Við söknum fjölskyldunnar og við söknum matarins en við viljum ekki flytja til Kólumbíu,“ segir Fe- derico. „Mig langar að eignast hús hérna, hér vil ég búa, segir Mary Luz. Ertu þá Íslendingur núna? „Nei,“ segir hún og brosir breitt. „En ég á heima hérna. Ég á heima hér með sonum mínum og ég á fjölskyldurnar frá Rauða krossinum að, sem bjóða mér í afmæli og fermingarveislur og vilja hitta mig. Ég elska Kólumbíu en ég vil ekki fara aftur þangað. Mér líð- ur vel hér. Ég var tortryggin fyrst, hélt að allir vildu ræna mig og treysti engum en nú er ég ánægð hér. Muy feliz.“ Hér vil ég búa Mary Luz og Federico eru ánægð á Íslandi. ’ Hér er rólegt og hér er friður, börnin geta leikið sér úti óhult. Bara smákreppa og eldgos. Fólkið hér er mjög gott. Fólkið hér er með gott hjartalag.“ Morgunblaðið/Ernir hvað er að vinna í fiski, hvað þá að fara á sjó. Það er svo margt sem ég elska hér, fjöllin og fegurðin sem ég er alltaf að benda krökk- unum mínum á sem fólk hættir að sjá. Ekki ég, þó að ég sé búin að vera hér svona lengi. Þetta er svo fallegt, sjórinn breytist á þriggja klukkutíma fresti eða minna, litirnir og allt … Ég elska íslenska náttúru. Það var gestur hjá okkur frá Svíþjóð sem sagði við mig: „Það er enginn Íslendingur eins og þú. Ég var sífellt að benda á allt það fallega: „Sjáðu þetta, er þetta ekki yndislegt?“ Gest- urinn sagði að enginn Íslendingur væri svona. „Víst, ég er Íslendingur,“ sagði ég.“ Allt gott nema hákarl og skata Hún heldur áfram: „Og fiskurinn hér á Ís- landi er frábær. Ég gæti borðað fisk alla daga. Ég bjó í borg við Karíbahafið þar sem er rosalega heitt, þannig að þegar þú færð fiskinn er hann búinn að vera í hitanum svolítinn tíma. Ég elska þann fisk og hann er rándýr. Hérna færðu ferskan fisk sem er frystur úti á sjó og seldur frosinn. Árnar eru kaldar og fiskurinn alltaf ferskur. Foreldrar mínir elska fisk, lax og silung og lúðu. Okk- ar fiskur fæst ekki hér en það skiptir engu máli. Við söknum að vísu nautakjötsins. Það er öðruvísi á bragðið. En nú eru svo margir útlendingar hérna að það er hægt að kaupa grænmeti sem var ekki í boði áður fyrr og það gerir mikinn mun, margt er til staðar sem var það ekki þegar ég kom. Það eina sem ég hef ekki getað borðað af íslenskum mat þó að ég hafi reynt er hákarl. Og skötu! Ojbara. En síld og súran mat og allt, æðislegt. Ég er svo forvitin að prófa. Mágkonur mínar ætluðu að hrekkja mig svakalega og komu með stórt silfurfat með loki. „María, sjáðu hvað við elduðum handa þér!“ Undir lokinu var sviðahaus. „Já, namm, Gulli var að segja mér frá þessu, hvar á ég að byrja?“ Þær gera þetta alltaf við út- lendinga og byrja svo að éta augað en ég eyðilagði hrekkinn,“ segir hún og skelli- hlær. Tengslanetið nauðsynlegt Hvenær komu foreldrar þínir? „Það eru sjö ár síðan. Mamma kom til að hjálpa mér þegar Sara dóttir mín fæddist og gat ekki hugsað sér að fara aftur. Bróðir minn býr í Bandaríkjunum og systir mín hér, þannig að hún hafði engin barnabörn heima og hún er svo mikil barnakona. Hún og dóttir mín eru mjög nánar. Ef þær eru aðskildar í þrjá daga er grátið. Ég byrjaði að vinna sem dagmamma þeg- ar Gabriel var sex mánaða og hann verður tólf ára í júlí. Mamma byrjaði þegar hún var búin að vera hér í tvö ár, við höfum unnið saman í fimm ár og gengur æðislega vel. „Hver hefði trúað að fyrst núna þegar ég er orðin gömul kona geti ég unnið við það sem ég elska?“ segir mamma og er svo þakklát foreldrunum fyrir að treysta henni fyrir þessum yndislegu börnum þótt hún kunni ekki íslensku. En hún reynir að bjarga sér. Til að lifa góðu lífi þarf maður að eiga net í kringum sig, fólk sem maður vill vera með og líður vel með. Það er til staðar. Við þekkjum alls konar fólk. Yndislegt fólk, al- veg sama hvaðan það er.“ Hvað er langt síðan þú fórst síðast út? „Það eru tólf ár. Við ætluðum að fara í janúar 2009, allt klárt. Mamma, pabbi, syst- ir mín og við öll að ferðast í heilan mánuð og leyfa þeim að sjá kaffisvæðin og eyðimörk- ina og skógana og allt. Þetta er risastórt, ell- efu sinnum stærra en Ísland. Svo kom bankahrunið.“ Maria Helena brosir og yppir öxlum. „Nú vitum við ekki hvenær þetta verður. Ég gat farið ein en vildi ekki fara frá krökkunum. Mamma og pabbi voru komin hingað og systir mín, fjölskyldan sem maður vill hitta. Og það breytir öllu fyrir okkur að eiga fjöl- skyldu hérna. Gulli er frá Flúðum og ég út- lendingur í Reykjavík, og við vorum bara alltaf við. Hann var mjög upptekinn og ég í námi. Þegar systir mín kom fyrst var það mikil breyting á lífi okkar að eiga einhvern úr fjölskyldunni nálægt okkur. Ég held að ég væri ekki eins hamingjusöm á Íslandi og ég er ef ég hefði þau ekki nálægt mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.