SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 42
42 13. júní 2010 Þ egar Stjörnubíó og Austurbæj- arbíó (Bíóborgin) lögðu upp laupana á sínum tíma velti ég þeirri hugmynd upp að kvik- myndasafnið og/eða áhugamenn um sýningar listrænna og óháðra (independ- ent) mynda gripu tækifærið og opnuðu fyrsta „listræna bíóið“ (art house) í höf- uðborginni. Kvikmyndasafnið taldi sig í góðum málum, að halda starfseminni áfram fyr- ir tómu húsi í nágrannasveitarfélaginu Hafnarfirði. Þar fer fram virðingarvert starf og hvernig sem fer þá verður þetta einsala bíó vonandi verndað sem safn- gripur um ókomin ár. Nú gefst e.t.v. síðasta tækifærið fyrir kvikmyndasýningar safnsins ásamt starfsemi annarra aðila sem hafa áhuga á að sýna kvikmyndaverk sem fá almennt alls ekki inni í hinum hefðbundnu bíóum borgarinnar og íslenskir kvikmynda- unnendur hafa jafnan misst af að lang- mestu leyti, þótt eitt og eitt slíkt hafi verið gefið út á DVD. Kvikmyndahátíðir aðilanna tveggja fengju í Regnboganum kjöraðstæður fyrir starfsemina, jafnt sem bíódagar sendiráðanna o.fl. Ástand Regnbogans er þokkalegt og það var í fullum rekstri til 1. júní. Það var tekið ærlega í gegn fyrir röskum fimm árum, settir upp gæðastólar og breikkað bilið á milli sætaraðanna. Fjöldi misstóra sala býður upp á fjölbreytta starfsemi, hreint endalausa möguleika. Í efri saln- um framan við bíósalina (t.v. þegar inn er komið) var kaffihús sem er kjörið að koma aftur á laggirnar. Þarna getur farið fram kennsla, en mér skilst að Kvik- myndaskólinn hafi ekki náð sam- komulagi við eigendur hússins. Regnboginn hefur sögulegt gildi sem fyrsta fjölsala kvikmyndahús landsins og þar var komið fyrir þeirri byltingar- kenndu sýningartækni sem er að finna í öllum bíóum í dag. Jón Eiríkur, sýning- arstjóri Senu-bíóanna, sagði að mál Regnbogans stæðu þannig að í dag væru tveir aðilar að leita hófanna með leigu eða kaup á húsinu en var ekki bjartsýnn á að samningar næðust því leigan er skiljanlega ekki lág. Það væri gleðilegt að sjá þetta vinalega bíó verða að e.k. veislusal, en því miður, að fenginni reynslu, er ég ekki allt of bjartsýnn. Bæði eru erfiðir tímar og þeir sem hæst hafa kvartað undan skorti á listrænu bíói er ótryggur kjarni sem læt- ur obbann af slíkum myndum framhjá sér fara ef þær eru á annað borð settar upp á almennum sýningum. Ef ein- hverjir vilja vefengja þetta þá fáið endi- lega staðfestingu hjá kvikmyndahúseig- endum. Jón Ragnarsson, þá eigandi Hafn- arbíós, opnaði Regnbogann undir jól 1978, með þeirri eftirminnilegu mynd Peckinpahs, Cross of Iron, gerðri eftir einni af stríðssögum Svens Hassels. Jón var með nokkur þokkaleg umboð, líkt og EMI og ITC, og bauð á sínum tíma upp á margar góðar myndir, svo sem The Deer Hunter, sem mokaði til sín verðlaunum og gestum um allan heim; tvær eða þrjár myndir gerðar eftir sögum Agöthu Christie sem gengu mjög vel; On Golden Pound, með þeim Fonda-feðginum, Henry og Jane, og Katherine Hepburn, en sú síðastnefnda og Henry fengu Ósk- arinn. The Eagle has Landed tyllti sér í Regnbogann, sömuleiðis var stórmyndin The Jazz Singer nánast heimsfrumsýnd í bíóinu en gekk illa, þrátt fyrir lord Laur- ence Olivier og Neil Diamond í aðal- hlutverkunum. Einna minnisstæðastar mynda frá tímum Jóns eru Fílamaðurinn – The Elephant Man, Manon des sources (1986) og Jean de Florette (1986). Það er sannarlega af mörgu að taka frá þessum árum. Seinna komst bíóið í eigu Jóns Ólafssonar, Senu o.fl. Og nú, góðir kvikmyndaáhugamenn, stendur það autt, tilbúið til að taka að sér veigamikið hlutverk í kvikmyndasögu landsmanna. Tíminn er naumur, eftir tvo mánuði verða stólar og tæki fjarlægð og nýtt sem varahlutir í Senu-bíóunum. Hvernig sem allt rúllar, þá þakka ég Regnboganum fyrir óteljandi skemmtilegar stundir. Ég mun sannarlega sakna hans og þess sér- staka andrúmslofts sem þar ríkti innan veggja. Ástand Regnbogans er þokkalegt og bíóið var í fullum rekstri til 1. júní síðastliðins. Morgunblaðið/Golli Regnboginn bíður örlaga sinna Senn ræðst framtíð síð- asta miðbæjarbíósins – endalok eða áfram- haldandi rekstur? Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þetta ljúfsára og fyndna vegadrama er ein þeirra gæðamynda sem hefur jafnan verið skammt undan í veraldarvafstr- inu. Ekki sú stórmerkasta, fjarri því, lífseigluna á hún einkum að þakka gegnheilum sjarma aðalleikaranna og hún sýndi tvítugum drengstaula á trú- verðugan hátt að ástin er ekki hafin yf- ir skipbrot, þrátt fyrir sín fögru fyr- irheit. Hún hafði sterk áhrif á okkur vinina tvo sem upplifðum þessi grund- vallarsannindi einhversstaðar niðri á Jótlandi á því magnaða ári, 1967. Albert Finney er í essinu sínu sem Mark Wal- lace, ungur, blankur og nýútskrifaður arkitekt. Önnur ódauðleg stórstjarna og sjarmatröll, Audrey Hepburn, leikur af engu síðri tilþrifum eiginkonu hans, Joönnu. Hún hefur nýlokið tónlist- arnámi og hleypur í skarðið þegar kær- asta Finneys (leikin af Jacqueline Bis- set), veikist um það leyti sem þau eru að leggja upp í langþráð ferðalag til Suður-Frakklands, í tilefni lokaprófa. Jafnvel hin stórglæsilega Bisset er fljót að gleymast í samkeppninni við Hepb- urn, þau Mark og Joanna giftast er heim kemur og eignast börn og buru. Leikstjórinn, Stanley Donen, er undir sterkum áhrifum æðstu presta frönsku nýbylgjunnar, Jean Luc Godard og Francois Truffaut. Þeir höfðu vakið heimsathygli nokkru fyrr fyrir óhefð- bundinn frásagnarmáta og ný stílbrögð. Flökkuðu gjarnan fram og aftur í tíma, samtímis því að vera einkar iðnir við að fletta ofan af brothættu veldi til- finninganna. Þessi eru aðaleinkenni Two for the Road, sem segir á óhefð- bundinn hátt frá 12 ára stormasömu hjónabandi Marks og Joönnu. Myndin gerist að langmestu leyti á frönskum þjóðvegum, er hjónakornin gera ítrek- aðar tilraunir til að upplifa skammæjar sælustundir fyrsta frísins þegar ástin var sterka aflið í tilverunni. Við sjáum hvernig efnahagur þeirra tekur stakka- skiptum í klæðaburði og lífsstíl (sífellt vandaðri bílategundum, dýrari hót- elum, osfrv.) Sagan rásar fram og aftur í tíma, við augum blasa síauknir ver- aldlegir burðir þeirra hjóna (Mark verður eftirsóttur arkitekt), á meðan innviðirnir fúna og flosna upp. Two for the Road er samt sem áður fyndin og skemmtileg í aðra röndina, í hina finn- ur maður til með aðlaðandi hjónum sem höndla ekki hamingjuna í sama mæli og velgengnina í lífsbaráttunni. Ein besta mynd Donens (Singing in the Rain), sem nýtur frábærs stuðnings Finneys og Hepburn, að ólgleymdu eft- irminnilegu innleggi tónskáldsins Hen- rys Mancini og handritshöfundarins Frederics Raphael (Óskars- og BAFTA- tilnefningar.) sæbjörn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík: Tvö á vegum úti – Two for the Road **** Allt er í heiminum hverfult Audrey Hepb- urn í hlut- verki sínu í Two for the Road. Þá er hafinn aðalaðsóknartími sumarmynd- anna, burðarvirkis kvikmyndaiðnaðarins, og þar af leiðandi sá tími sem skiptir hann mestu máli. Fram til þessa hefur gengi „hákarlanna“ verið dálítið dyntótt. Nokkrir fyrirfram-smellir hafa valdið vonbrigðum, t.d. Hrói höttur, sem hefur gengið illa vest- anhafs en bætt það aðeins upp á heims- vísu; Prince of Persia: The Sands of Time er í rauninni skellur, svipaða sögu er að segja af The Bounty Hunter og fleiri A/B- myndum sem reiknað var með að skiluðu sér betur. Ljósu punktarnir eru Alice in Wonder- land, Shrek Forever After, Iron Man 2, How to Train Your Dragon. Með Sex and the City 2 getur brugðið til beggja vona. Að jafnaði koma einhverjar „litlar“ myndir á óvart, sem sýna sannkallað úthald og mala gullið hægt en bítandi. Í sumar eru það einkum Date Night og örugglega Get Him to the Greek, sem falla undir þessa skilgreiningu. Framleiðendur líta vonglaðir til hákarl- anna sem þeir eiga eftir að sleppa út á markaðinn, en þeir eru almennt tveir um hverja helgi. Það sem eftir lifir júní eiga þessir eftir að stinga upp kollinum í þetta 2.500 - 4.000 húsum: The A-Team, The Karate Kid, Toy Story 3, Grown Ups, Knight & Day, The Last Airbender og The Twilight Saga: Eclipse. Og þá eru júlí og ágúst eftir auk nokkurra sterkra septembermynda. Ef við lítum aftur í tímann kemur í ljós að fyrir 10 árum var það Mission Imp- ossible 2 sem trónaði á toppnum á þess- um árstíma og, nokkuð óvænt, Big Mom- ma’s House, gamansmellurinn hans Martins Lawrence. Árið 1995 var Casper á toppnum, ásamt The Bridges of Madison County, Die Hard: With A Vengeance og Braveheart. Fyrir þá sem muna hópuðust gestir fyrir tveimur áratugum á stórsmell- inna Total Recall og Back to the Future Part III. Sláum botninn í þessa upprifjun með júnísmellinum fyrir aldarfjórðungi, sem var enginn annar en gamall kunningi, Rambo: First Blood Part II, sem trekkti langflesta gesti í bíó í júní árið 1985. saebjorn@heimsnet.is Skin og skúrir Dyntótt aðsóknarsumar Clint Eastwood og Maryl Streep fóru með aðalhlutverkin í Bridges of Madison County. Stórstjörnurnar Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley leika í Prince of Persia. Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.