SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 4

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 4
4 13. júní 2010 50%afsláttur kr. kg1749 Ungnauta piparsteik Verð áður 3498 kr./kg fyrir heimilið Ó fáir landsmenn taka núna þátt í getraunaleikjum fyrir heimsmeist- aramótið í knattspyrnu sem hófst á föstudag í Suður- Afríku. Á vinnustöðum, í vinahópum og á netinu láta menn reyna á spádómsgáfuna, rýna í liðin og reyna að segja fyrir um hvert þeirra muni standa uppi sem sigurvegari eftir síðasta spark mótsins hinn 11. júlí í Jóhannesarborg. Þá er oft til veglegra verðlauna að vinna en yfirleitt er það þó upphefðin að vera getspak- astur þátttakenda sem mestu máli skiptir. Viðmælendur Morgunblaðs- ins létu sér þó ekki nægja að spá fyrir um væntanlega heimsmeistara heldur freista þeir þess að nefna markakóng- inn, skemmtilegasta og leið- inlegasta liðið auk besta leik- manns mótsins. Sitt sýnist hverjum en spekingarnir eru þó á einu máli um að gul- klæddir Brassar, auk Evr- ópumeistara Spánverja muni standa upp úr. Þá kemur á óvart hversu margir spá Arg- entínumönnum góðu gengi þrátt fyrir hrakfarir hingað til undir óútreiknanlegum þjálf- ara sínum, sjálfum Diego Maradona. Þeir hljóta að treysta á að guðleg hönd hans muni stýra leikmönnunum til sigurs. Talandi um leikmenn mun lærisveinn og arftaki Marado- nas, Leo Messi frá stórliði Barcelona, bæta enn einni rós- inni í hnappagat sitt á mótinu ef marka má sparkspekingana. Við minna og verra er búist af Norður-Kóreumönnum sem þó fáir hérlendis þekkja til eða hafa séð spila. Vonir eru bundnar við léttleikandi Spán- verja að halda uppi fjörinu en stjörnuleikmenn eins og David Villa, Xavi Hernández og Andrés Iniesta eru taldir lík- legir til frekari afreka. Boltaleggingar Spekingar spá í fótboltaspilin fyrir HM í Suður-Afríku 1. Spánn 2. England 3. Argentína David Villa (Spáni) Argentína. Slóvakía. Xavi (Spáni) 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Spánn David Villa (Spáni) Spánverjar út af leikstíl þeirra og gæðaleikmönnum. Dugir samt því miður ekki til sigurs. Held að Otto Rehagel með Grikki bursti þá deild. N-Kóreumenn eru líklegir til að halda sig í skotgröfunum líka. Sergio Agüero hjá Argentínu fær að springa út. Mikil pressa frá Maradona tengdapabba að standa sig. 1. Argentína 2. Serbía 3. Spánn Serbinn Milan Jovanovic. Væri mjög gott fyrir serbnesku þjóðarsálina að ganga vel. Þeir eiga það skilið. Fílabeinsströndin. Það er um að gera að velja afrískt lið. Sviss. Þeir eru og verða alltaf fúlir blessaðir. Gonzalo Higuaín hjá Argentínu. Búinn að vera spólandi góður fyrir Real Madrid í vetur. 1. Brasilía 2. Spánn 3. England Robin van Persie (Hollandi) Hlýtur að vera Spánn með Xavi og Iniesta. Norður-Kórea mun reyna að loka markinu eins og Kim Jong-il lokar landinu. Kaká (Brasilíu) getur sprungið út eftir erfitt tímabil hjá Real Madrid. Mun koma á óvart og vera lykilmaður heimsmeistara Brassa. 1. Argentína 2. Brasilía 3. Spánn Leo Messi mun springa út. Út frá riðlinum og því sem ég veit um þennan gulldreng spái ég honum þessum titli. Hefur yfirleitt verið lið frá Afríku með sinn sérstaka stíl. Held það verði Fílabeinsströndin eða Kamerún eftir því hvort þeirra kemst lengra. N-Kórea mun líklega ekki gera frábæra hluti. Ítalía mun sennilega komast langt en það verður bara á góðum varnarleik, þeir eru líka heppnir með riðil. Ef ég hef rétt fyrir mér með Argentínu þá verður þetta Messi. Annars einhver listamaður á miðjunni hjá Spáni eins og Xavi eða Iniesta. 1. England 2. Brasilía 3. Spánn Wayne Rooney (Englandi) Eflaust verður gaman að fylgjast með Argentínu og Spánverjum með alla sína flottu leikmenn. Svo gætu lið eins og Holland, Fílabeins- ströndin, Kamerún og Suður-Kórea glatt augað. Líklega ekkert lið sem slær Ítalíu við í þeim efnum. Helst að Frakkar gætu gert tilkall til þess þetta árið. Fari Brassar alla leið verður það Kaká. Ég ætla hins vegar að gerast svo djarfur að spá Englendingum besta gengi í 44 ár. Steven Gerrard eða Wayne Rooney taka þetta. 1. Brasilía 2. Holland 3. Portúgal Robin van Persie (Hollandi) Suður-Afríka. Held það verði skemmtileg stemmning í kringum þá og þeir hafa engu að tapa. Þýskaland með sitt ofur- skipulag. Varnarsinnaðir og pottþéttir. Ef Cesc Fábregas verður í standi þá verður hann virkilega góður. 1. Spánn 2. Brasilía 3. Argentína David Villa (Spáni) Holland. Sóknarlínan með van Persie, Robben, van der Vaart og Sneijder verður skemmtileg en léleg vörn verður þeim að falli. Serbía og Úrúgvæ. Serbar spila varnarbolta og Úrúgvæjar eru alltaf eins, grófir, spila upp á marka- laust jafntefli og vona að Forlán poti inn einu marki. Xavi Hernández verður fyrir valinu. Hann mun leggja upp fyrir David Villa og Fernando Torres til skiptis. 1. Brasilía 2. Spánn 3. Argentína Leo Messi (Argentínu) Finnst alltaf mest gaman að horfa á Brasilíu. Einkennir liðið hvað allir leikmennirnir eru flinkir með boltann. Einhvern veginn hafa Þjóðverjar alltaf farið í taugarnar á mér. Þeir ná samt alltaf árangri á svona mótum. Leo Messi. Segi að þetta verði mótið hans. Þrjú efstu sætin? Markahæsti leikmaður? Skemmtilegasta liðið? Leiðinlegasta liðið? Besti leikmaður keppninnar? Vikuspegill Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.