SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 33
13. júní 2010 33 kenna manni íslensku og sýna manni hvað Ísland er skemmtilegt og gott.“ Fjarveran bjargaði mér Var ekki sjokk að koma hingað fyrst? „Nei, alls ekki. Gunnlaugur sótti mig og reyndi að sýna mér hraunið á leiðinni en ég horfði bara á hann. Það hefði getað verið eldgos, ég sá ekkert nema hann. Svo voru húsin svo hlý að mér varð ekki kalt á Íslandi en mér var kalt í Þýskalandi. Þegar ég var búin að vera hérna í fimm mánuði leið mér mjög illa og langaði bara að fara. Ég vildi ekki læra íslensku, hafði lent í því svo oft að bjóða góðan dag og fólk svaraði ekki. Þetta var um vetur og fólk lokaði sig ennþá meira af og þetta var rosalega erf- iður tími. Af þessum sökum varð ég líka alltof háð Gunnlaugi. Það bjargaði mér að við fórum í nám á Kýpur í sex mánuði og þegar við komum til baka var allt öðru- vísi. Þá var ég að koma til baka og þá vildu allir tala við mig. Sennilega væri ég ekki hér í dag ef ég hefði ekki farið út því ég var alveg að gefast upp. Þetta var ofboðslega erfiður tími og ég held að þetta sé ekki fyrir alla. Heima í Kólumbíu voru allir sí- spyrjandi hann um Ísland en hér hef ég eiginlega aldrei verið spurð um Kólumb- íu.“ Grét yfir síldinni „Svo fórum við að vinna í fiski á Höfn og það var fyrsta menningarsjokkið. Að sjá alla þessa síld unna í dýrafóður. Ég grét og grét. Allur þessi ferski fiskur sem er svo mikill lúxusmatur og svo fáir hafa aðgang að … Og honum var í raun hent! Þetta fannst mér hræðilegt. Við unnum og unn- um, þénuðum fullt af peningum. Svo kom föstudagur og allir sem unnu með okkur urðu blindfullir og eyddu öllu. Það var annað menningarsjokkið. Ég bara komst ekki yfir þetta. Fólki fannst starfið leið- inlegt en það var samt eins og þrælar þarna, af því að það átti ekkert og eyddi alltaf öllu. Ég skil það ekki enn.“ Hvenær fórstu svo að aðstoða kólumb- íska flóttamenn? „Ég fór í það fyrir 6-7 árum, þegar fyrsti hópurinn kom. Auglýst var eftir stuðningsfjölskyldum og það var ynd- islegt – það var svo gaman að upplifa gegnum þær það sem ég hafði upplifað, þó að það væri ekki eins. Þær komu til Reykjavíkur en ég ekki. Maðurinn minn er frá Flúðum og við unnum í fiski á Höfn. Þegar við komum þangað fyrst þekktum við engan, sem var erfitt fyrir okkur. Í dag eigum við þar yndislega vini sem við höldum enn sambandi við. Móttökur kólumbísku kvennanna voru stórkostlegar. Við vorum fimm fjöl- skyldur um hverja fjölskyldu sem kom og þau voru leidd áfram. Við fórum með þeim að versla og Rauði krossinn útvegaði íbúðir með öllu nauðsynlegu. Það var enginn lúxus en allt sem þurfti. Svo skipt- ust fimm fjölskyldur á um að kenna þeim, hvernig strætókerfið virkaði, fóru á fundi með kennurum, aðstoðuðu við þessa hluti sem eru svo sjálfsagðir fyrir Íslendinga en þau höfðu enga hugmynd um. Þess vegna aðlöguðust þessar fjölskyldur svo vel, af því það var svo vel hugsað um þær. Það var yndislegt sem gert var fyrir þau.“ Besta kerfi í Evrópu Er þetta kerfi sem þú ert að lýsa sambæri- legt við það sem er annars staðar? „Nei, Ísland stendur sig best. Hingað hefur komið fólk frá öðrum Evr- ópulöndum til að kynna sér þessi mál í gegnum Rauða krossinn. Þetta er það besta sem er í boði. Flóttafólk í Evrópu fær ekki svona góðar móttökur, það situr bara eitt í sínu húsnæði og bíður eftir papp- írum. Það aðlagast ekki svona. Allar þess- ar fjölskyldur eru enn í tengslum við vinafjölskyldurnar sínar. Konurnar fóru í nám og maður aðstoðaði þær við að skipta um nám ef þær voru ekki ánægðar, leita að vinnu á sumrin og allt mögulegt. Verk- efnið var til eins árs og Rauði krossinn og Reykjavíkurborg borgaði húsaleigu, skólabækur og hvaðeina. Þetta voru allt einhleypar konur með börn og það eina sem ég sé ekki virka hjá þeim er að engin þeirra virðist hafa náð sér í íslenskan karl!“ Víst er ég Íslendingur Hefur þig aldrei langað til að flytja heim aftur? Hún hristir höfuðið. „Ekki til að flytja. Það hefur svo lengi verið stríð í landinu. Öryggið er ekki mikið en það er að batna. Börnin mín eru Íslendingar þótt þau tali reiprennandi spænsku, þekki mína menningu og elski matinn okkar. For- eldrar mínir og systir búa hér líka og það er það sem maður hefði saknað mest. Þó að þau séu gömul eru þau enn að reyna að læra íslensku og eru mjög virk og þakklát fyrir að geta verið hér, því það er svo mikið óöryggi úti. Við höfum verið svo heppin hér og bara umgengist yndislegt fólk.“ En finnst þér þú vera Íslendingur? Maria Helena brosir. „Ég segist vera frá Kólumbíu en ég segist líka vera meiri Ís- lendingur en Íslendingar sjálfir, af því að ég valdi það. Þú fæddist Íslendingur, ég valdi og ég er miklu meiri Íslendingur. Ég elska slátur og ég hef unnið í fiski og sem Íslendingur finnst mér að fólk eigi að kynnast því, þetta hefur haldið landinu í byggð og gerir enn. Margir vita ekkert Morgunblaðið/Árni Sæberg heim hafa náttúrlega rýrnað að verðgildi líka og það er sárt fyrir þau.“ Almennt er ekki ætlast til að flóttamenn- irnir fari í vinnu fyrsta hálfa árið hér á landi, heldur einbeiti sér að íslenskunámi og að- lögun að íslensku samfélagi, með aðstoð stuðningsfjölskyldnanna, starfsmanna Rauða krossins og félagsþjónustunnar. Eftir ár á fólk hins vegar að geta bjargað sér sjálft og fær þá aðstoð við að sækja um vinnu ef því er að heilsa, eða frekara nám. Oft aðstoðar stuðningsfjölskyldan við það. Félagslega tengingin mikilvæg Atli segir að reynt sé að velja stuðningsfjöl- skyldurnar þannig að fólk eigi eitthvað sam- eiginlegt, t.d. að stuðningsfjölskyldan eigi börn á svipuðum aldri og fjölskyldan sem hún tekur í handleiðslu, hjónin séu á svip- uðum aldri og svo framvegis. „Ef um mjög unga einstaklinga er að ræða höfum við í sumum tilfellum fengið eldra fólk til að taka þau í handleiðslu og þannig skapað eins konar „afa og ömmu“ og þessi tengsl haldast oft mjög lengi. Flestar fjölskyldurnar halda enn sam- bandi við sínar stuðningsfjölskyldur. Vissulega verða allaf einhver afföll í stuðningsfjölskyldunum og gert er ráð fyrir því. Þess vegna leggjum við upp með 4-6 stuðningsfjölskyldur á hverja flótta- mannafjölskyldu. Svo getur alltaf komið fyrir að fólk eigi hreinlega ekki samleið og það er líka gert ráð fyrir því. En þegar vel tekst til, sem er í miklum meirihluta tilvika, er þetta mjög mikilvæg tenging fyrir flóttafólkið inn í íslenskt samfélag og góð leið til að fleyta því inn í þjóðfélagið á sem mýkstan máta.“ Atli segir verkefnið standa og falla með stuðningsfjölskyldunum. Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.