SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 15
13. júní 2010 15 Ekki er allt sem sýnist þegar kemur að matvælum almennt eins og þær stöllur hafa komist að með því að viða að sér ýmiss konar fróðleik um efnið. Margrét nefnir kjötlím sem nýjasta dæmið um hvernig hægt er að blekkja neytendur á löglegan hátt. „Þetta efni finnst í blóði dýra og bind- ur saman kjöt og á að vera skaðlaust fólki. Hins vegar má nota það til að umbreyta vinnslukjöti í næsta vel útlítandi steikur. Þannig að maður veit ekki nema hægt verði að líma saman ruslkjöt á borð við eyru, húð, sinar og kalla það lund. Þetta er í öllu falli ágætis leið til að blekkja auga neytandans.“ Annað dæmi eru náttúruleg bragðefni eins og Sigurveig útskýrir. „Ég hef lesið töluvert um þetta og komist að því að það má merkja vöru með náttúrulegu bragðefni svo lengi sem hún hefur bragð af einhverju sem er til staðar í náttúrunni. Hún þarf samt ekki að innihalda viðkom- andi hráefni. Vara með náttúrulegu jarðarberjabragði inniheldur þannig ekki endilega jarðarber, og alls konar dropafyrirtæki blómstra á þessu.“ Raunar segir hún hugtakið „náttúrulegt“ vera blekkingu í sjálfu sér. „Það þýðir ekki neitt. Þú getur haft mynd af kú á smjördollu og kall- að vöruna náttúrulegt smjör, en það þýðir ekkert, ekki frekar en ham- ingjusamt smjör.“ Og talandi um hamingju. Hamingjusamar hænur eru eitt og frjálsar hænur eru annað. „Fólk ruglar þessum skilgreiningum oft saman. Ef það er opinn gluggi á hænsnahúsinu vissan tíma á dag og þær hafa að- gang að útisvæði má segja á merkingum að hænurnar séu hamingju- samar. Þá skiptir engu hvort þær séu svo margar inni í húsinu að þær geti ekki hreyft sig eða séu of þungar til að troða sér framhjá öllum hin- um hænunum og koma sér út um gluggann. Hins vegar gildir annað ef tekið er fram að hænurnar séu í lausagöngu eða frjálsar.“ Þær taka þó fram að þær viti ekki nákvæmlega hvernig málum sé háttað á hænsnabúum hérlendis. „En við þessar skilgreiningar er stuðst í þeim löndum sem við tökum reglugerðir okkar frá og berum okkur saman við og má því ætla að það sama sé uppi á teningnum hér.“ Blekkingar í búðinni Iðulega er raunin þó önnur eins og þær komust að með því að kanna innihaldslýs- ingar réttanna. „Skólunum er gert skylt að versla bara við ákveðna birgja. Við fengum upplýsingar um hverjir þeir væru og hringdum svo í þá,“ segir Margrét og Sig- urrós heldur áfram. „Það gekk reyndar illa að fá upplýsingar í byrjun. Vinkona okkar á barn með fæðuofnæmi, þannig að við öfluðum okkur upplýsinga á þeim for- sendum og kröfðumst þess að fá mun ít- arlegri upplýsingar um innihald en við höfðum áður fengið.“ Kartöflur í dularfullum legi Þær upplýsingar voru mjög upplýsandi. „Við komumst t.d. að því að kjötbollur á matseðli skóla eru í flestum tilfellum fars- bollur og uppistaðan í farsinu er reykt trippakjöt og kindakjöt. Það getur verið hvað sem er af skepnunni; fita, sinar, brjósk og annað ruslkjöt sem færi í tunn- una á flestum heimilum. Í sumum til- fellum er prótíninnihaldið komið niður fyrir kolvetnamagnið sem sýnir að það er afar lítið kjöt í matnum, heldur er hann aðallega uppfyllingarefni.“ Margrét tekur dæmi af öðrum algengum rétti á matseðlum skóla, sviknum héra. „Hann kemur í skólana foreldaður og tilbúinn til hitunar og inniheldur m.a. kindakjöt, nautakjöt og trippakjöt fyrir utan vatn, uppfyllingarefni og ýmiskonar E-efni.“ Sigurrós heldur áfram: „Þegar kjöttegundirnar eru orðnar þrjár segir það sig sjálft að ekki er um gæðavöru að ræða. Einnig er engin trygging fyrir því að kjöt hverrar tegundar sé allt af sömu skepn- unni. Í Bandaríkjunum hafa menn komist að því að í einum kjöthakkbakka getur verið kjöt úr þúsundum kúa.“ „Við viljum kalla þetta fóður,“ segir Margrét. „Ég kaupi aldrei svona mat. Og þegar kemur að fiskinum er ástandið engu skárra. Lýðheilsustöð miðar við að hann sé tvisvar í viku og á matseðlum sjáum við að oft er soðin ýsa einu sinni í viku en hin fiskmáltíðin er t.d. saltfiskstrimlar, fisk- inaggar, fiskur í Orly-deigi eða fiskibollur sem allt kemur foreldað í mötuneytin.“ Og þar er síður en svo hreinn fiskur á ferð að þeirra sögn. T.a.m. fundu þær út að saltfiskstrimlar innihalda hátt í tuttugu innihaldsefni. „Fiskafurðir, oft á tíðum dulbúnar í þykku lagi af raspi, geta verið hingað komnar frá jafn fjarlægum löndum og Alaska og Kína. Þetta kom fram á fundi sem við áttum með nefnd um hagræðingu mötuneytanna og virtist engum þykja það neitt tiltöku- mál. Við eigum að heita stolt fiskveiðiþjóð, en á sama tíma bjóðum við börnunum okkar upp á innfluttan fisk. Því er haldið fram að í fiskbollum sé hrein ýsa en sam- kvæmt upplýsingum frá fyrstu hendi er það ekki svo. Ýsan er einfaldlega of dýrt hráefni til að hún sé hökkuð í fiskbollur. Í staðinn er notaður svokallaður fiskmarn- ingur. Ekki það að fiskmarningur sé óhollur en ég efast um að við fullorðna fólkið færum út í búð og keyptum okkur eitt kíló af marningi. Þetta dæmi sýnir að eitthvað vantar upp á vitneskju og þekk- ingu hjá þeim sem með þessi mál fara í umboði okkar foreldra,“ segir Margrét og Sigurrós kinkar kolli. „Við fundum líka út að prótínmagnið í bollunum var 13 grömm og kolvetnismagnið 11-12 grömm. Það þýðir að hveiti, sojaprótein og önnur upp- fyllingarefni eru í mjög miklu magni.“ Það er þó ekki bara fiskurinn sem er innfluttur um langan veg, eins og Sig- urveig bendir á. „Það má líka velta því fyrir sér hvaðan kartöflurnar sem börnin fá í matinn eru komnar. Þær koma oftast inn forskrældar og forsoðnar í dularfullum legi og það er engin næring eftir í þeim þegar þær eru jafnvel búnar að ferðast um hálfan hnöttinn. Og það eru fleiri svona dæmi.“ Hún gagnrýnir líka hversu stuttan tíma börnin fá til að borða í mörgum skól- um. „Þau fá kannski 10-15 mínútur til að skófla í sig matnum og sum börn ná hrein- lega ekki að borða á þessum stutta tíma. Þau sem eru óframfærnari en önnur og troða sér ekki fremst í röðina eru kannski nýkomin með á diskana þegar matartím- inn er búinn.“ Þá segja þær mikið vanta upp á að börn- in fái nægju sína af ávöxtum og grænmeti í skólunum. „Á matseðli margra skóla segir að grænmeti og ávextir fylgi með, eins og Lýðheilsustöð leggur áherslu á. Ég hef hins vegar heyrt frá kennara í einum skólanum að þegar hún er að vinna í mötuneytinu segi kokkurinn henni fyrir matinn hversu mikið grænmeti hún megi gefa hverju barni og það geta t.d. verið tveir papriku- strimlar á barn. Ef barnið vill meira á að gefa því meiri bjúgu,“ segir Sigurrós. Liggja í vatnskrönunum Að þeirra mati er fullkomlega óviðunandi að börnin fái slíkt magn unninna kjöt- og fiskvara í skólanum „á sama tíma og rann- sóknir sanna að þær eru skaðlegar,“ segir Margrét og rifjar upp nýlegar fréttir af rannsókn vísindamanna við Harvard- háskóla. Hún sýndi að unnar kjötvörur valda aukinni hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki en fimmtíu grömm af slíkum kosti á dag auka líkurnar á hjartasjúk- dómum um 42 prósent og á sykursýki um 19 prósent. Þá beini Alþjóðakrabbameins- rannsóknarsjóðurinn því til foreldra að halda börnum sínum frá unnum kjötvör- um, en niðurstöður rannsókna sjóðsins sýni meðal annars að hætta á krabbameini í ristli aukist um 50% ef fólk neyti 50 gramma af unnum kjötvörum daglega. „Og börnin okkar eru á þeim aldri sem þau eru móttækilegust fyrir krabbameins- valdandi efnum,“ segir Margrét. „Ef ekk- ert verður gert í þessum málum núna á þetta mataræði í skólunum eftir að kosta okkur óhemjumikla peninga í framtíðinni vegna heilsufarsvandamála. Á að spara á kostnað heilsu barnanna okkar?“ „Fæðuóþol barna hefur líka aukist verulega síðustu ár og kannski má rekja það til þessara hluta,“ segir Sigurveig. „Einn birginn sagði einmitt að það væri svo skrýtið að það væru alltaf fleiri og fleiri foreldrar að hringja út af börnum með ’ Einn birginn sagði einmitt að það væri svo skrýtið að það væru alltaf fleiri og fleiri foreldrar að hringja út af börnum með óþol – kannski ekki bráðaofnæmi heldur magaverki og vægari kvilla. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.