SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 21
13. júní 2010 21 að aukast en með meiri skilningi eykst vitaskuld sjálf- virknin. Þannig sparast offjár.“ Verður hægt að slökkva? Það leiðir hugann að gamalli pælingu – jafnvel ótta – okkar mannanna. Koma vitvélarnar til með að verða hæfari til að leysa ákveðin verkefni en við og þar með leysa okkur af hólmi? Er þetta galin pæling? „Nei, nei, þetta er alveg raunhæf pæling. Við höfum til dæmis þegar séð að vefarar eru orðnir óþarfir. Fram eru komnar vefvélar. Hins vegar er erfitt að spá langt fram í tímann í þessum efnum. Ég held það taki að minnsta kosti sextíu til sjötíu ár að finna upp vélar sem verða raunveruleg áskorun við mannsvitið. Það mun hins vegar ger- ast á endanum svo framarlega sem hnötturinn heldur áfram að rúlla.“ Verður þá ekki hætta á misnotkun? Ekki þarf að fjölyrða um breyskileika okkar mannanna? „Vissulega. Mikið kemur til með að velta á því hvernig stjórnkerfi við höfum í þeim löndum þar sem þessari tækni verður beitt. Bretar hafa um langt skeið notað – sumir segja misnotað – myndavélar til að fylgjast með einstaklingum og það er gott dæmi um eina stefnu sem þetta getur tekið. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort það er gott eða slæmt, það þarf að meta á hverjum tíma. Hvort vélarnar verði það sjálfstæðar að þær rotti sig saman um yfirráð á plánetunni þykir mér aftur á móti afar ólíklegt. Ég get róað þig með því. Það er alltaf einhver sem ræður yfir fram- leiðslu þessara véla og það er háð okkar stjórn- og hag- kerfi hver fær að nota þær til hvers.“ Síðan verður væntanlega hægt að slökkva á þeim? Eða hvað? „Já, það verður slökkvari á þessum vélum langt fram eftir þessari öld. Smíði vitvéla gengur hins vegar út á að gefa þeim aukið sjálfstæði. Það þýðir að færri ut- anaðkomandi kraftar geta skemmt fyrir þeim. Slökkv- arinn gæti því orðið mun flóknari, kannski eins og að slökkva á Internetinu,“ segir Kristinn og hlær. Einmitt. Því fleiri þeim mun betra Það verður sum sé ekki á hvers manns færi að slökkva á vitvélunum en það verður hægt. „Já, þetta eru allt kerfi sem mannshugurinn hefur framleitt og skilur – alla vega að langstærstum hluta.“ Það er því engin hætta á því að Vitvélastofnun komi til með að stuðla að yfirtöku vélmennanna? „Þær áhyggjur eru með öllu óþarfar. Sá sem sefur ekki yfir þessu á nóttunni er með hugann við rangar ógnir í tilverunni. Þegar þessi spurning kemur upp verður mér alltaf hugsað til þess að rétt ákvarðanataka á góðum upp- lýsingagrunni er forsenda hagsældar og velferðar mann- kynsins og vitvélar eru snar þáttur í þeirri viðleitni að auka þetta vit til að við getum tekið ennþá betri ákvarð- anir við að gera áætlanir um framtíðina. Þannig ég lít svo á að því fleiri sem eru að stúdera og smíða vitvélar þeim mun betra fyrir framtíð mannkynsins alls.“ Þetta líkan er nokkuð nýtt af nálinni í heiminum en fyr- irmyndirnar eru meðal annars Gervigreindarstofnun Þýskalands og Media Lab í MIT í Bandaríkjunum, þar sem ég var við nám á sínum tíma.“ Mikilvægt skref Hafið þið fengið viðbrögð að utan við þessari ný- breytni? „Já, við fengum erlendan gestafyrirlesara á stofnhátíð Vitvélastofnunar á dögunum, dr. Antonio Chella, vís- indamann og stjórnanda vélmennaseturs háskólans í Pa- lermo á Ítalíu. Mér þótti ákaflega vænt um orð hans en dr. Chella sagði að tilurð Vitvélastofnunar væri ekki að- eins mikilvægt skref fyrir Ísland, heldur allan heiminn. Vísaði hann þar bæði til viðskiptamódels stofnunarinnar og til þess brautryðjendastarfs sem stofnunin, ásamt samstarfsaðilum sínum, stefnir að á næstu árum og ára- tugum. Meðal samstarfsaðila telur stofnunin Gervi- greindarsetur HR, M.I.T. í Bandaríkjunum, DFKI í Þýskalandi og CCP.“ Það verður þá fylgst grannt með ykkur á komandi árum? „Við verðum undir smásjá. Ekki bara þeirra sem eru í áskrift og eru að leggja pening í verkefnið, heldur líka háskólaumhverfisins. Þá ætla ég rétt að vona að rík- isstjórn Íslands komi til með að veita okkur athygli. Komi okkur til með að ganga vel, sem ég bind miklar vonir við, má nefnilega velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að gera tilraunir með víð- tækt samstarf af þessu tagi á fleiri sviðum en hug- búnaði.“ Hvaðan kemur fjármagnið? „Við fengum styrk úr Markáætlun Rannís 2009, sem er stærsti styrkur sem veittur hefur verið úr samkeppn- issjóði til íslensks rannsóknalífs. Hann er reyndar algjör forsenda þess að þetta sé hægt. Styrkurinn er til sjö ára og gerir okkur kleift að leggja út í þá miklu uppbyggingu sem er framundan. Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík veitir mótframlag til stofnunarinnar, ásamt CCP.“ Mikilvæg nálægð við HR Stofnunin hefur göngu sína í bráðbirgðahúsnæði í Há- skólanum í Reykjavík. Hvar verður hún til húsa í fram- tíðinni? „Í nýrri byggingu hér á lóð HR sem verið er að reisa, enda teljum við nálægðina við stærstu tölvunarfræðideild landsins og eina gervigreindarsetrið mjög mikilvæga. Það eru fimm ár síðan við Yngvi Björnsson stofnuðum Gervi- greindarsetur HR, sem hefur gengið alveg ótrúlega vel og er eitt af sterkustu rannsóknasetrum á Íslandi í dag. Það verður lykillinn að samstarfi Vitvélastofnunar við HR á komandi árum.“ Hvað eru starfsmenn Vitvélastofnunar margir og hvernig er hópurinn samsettur? „Starfsmennirnir eru fimm. Þrír í fullu starfi og tveir í hlutastarfi. Allir þessi starfsmenn, fyrir utan einn, hafa það hlutverk að koma stofnuninni af stað. Við erum með einn rannsakanda í fullu starfi og erum að ráða annan frá Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Við munum svo ráða einn til tvo á ári næstu árin, þannig vöxturinn er ekki hraður en það skiptir sköpum að velja rétta fólkið enda er sviðið mjög sérhæft með tilliti til menntunar. Fólkið sem við leitum að þarf bæði að vera mjög fært í tölvum en um leið góðir vísindamenn og sú blanda er alls ekki algeng - menn hafa yfirleitt lagt áherslu á annað hvort. Síðan er það aukakrafa að menn séu með gríð- arlega sterkar hugmyndir um rannsóknaráherslur og geti spurt góðra spurninga, því góð spurning er forsenda góðra og árangursríkra rannsókna. Þetta er mikilvægt því við viljum ekki að ríkið, þ.e. Rannís, þurfi að lyfta undir baggann endalaust heldur sjáum við fyrir okkur að ríkið dragi sig út úr starfseminni. Þá mun Vitvélastofnun keppa við aðrar stofnanir um styrki úr samkeppn- issjóðum, hérlendis og erlendis. Tekjustofnarnir verði með öðrum orðum annars vegar fyrirtæki í áskrift og hins vegar samkeppnisstyrkir, innlendir og erlendir.“ Hvað er raunhæft að þetta taki langan tíma? „Við stefnum að því að gera þetta á sex árum.“ Hvað reiknarðu með að margir komi til með að starfa hjá stofnuninni þá? „Tíu til fimmtán manns. Þá verðum við komin í þá stöðu að geta vaxið um tvo eða þrjá starfsmenn á ári næstu tuttugu árin, jafnvel hraðar. Við höfum til hlið- sjónar þýsku gervigreindarstofnunina. Hún byrjaði með sama fjölda og við fyrir tuttugu árum og óx hægt til að byrja með. En nú er hún mjög sterkt hreyfiafl í þýskri ný- sköpun í hátækni og starfa þar yfir 400 manns.“ Skaði hvorki sig né aðra Takmarkið er að smíða vélar með vitsmuni. Hvert verður hlutverk þeirra í samfélagi mannanna? R2D2 var mörgum Stjörnustríðs- aðdáendum kær. Getty Images Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri Reykvíkinga, opnar vef Vitvélastofnunar, iiim.is, á stofnhátíðinni á dögunum. „Vitvélar nýtast alls staðar. Við getum skipt orðinu „vit“ út fyrir orðið „sjálfvirkni“ en vélar af því tagi hafa verið að ryðja sér til rúms síðan í iðnbyltingunni. Þær verða sífellt fullkomnari og almennari, sjálfvirknin nýtist á fleiri og fleiri sviðum. Það sem fólk hugsar oftast um þegar vitvélar ber á góma eru vélmenni, sem fá til dæmis það hlutverk að þrífa heimilið. Það er ekkert óeðlilegt að fólk hugsi þann- ig enda vill svo til að allt okkar tilbúna umhverfi er miðað við mannslíkamann í meðalstærð. Þess vegna gæti það hentað mjög vel takist okkur að búa til vélar sem eru það sjálfstæðar og vitrænar að þær geti gengið um þetta um- hverfi án þess að skaða sjálfar sig eða aðra. Og þjóna ein- hverju hlutverki. Það yrði ágæt nýting á slíku viti. Það er samt alls ekki eina nýtingin. Við höfum nú þegar birtingarmyndir gervigreindarinnar á mörgum sviðum, eins og tæknina sem Google notar við leit. Annað gott dæmi er sjálfvirkur fókus á myndavélum. Um leið og vél- ar eru farnar að geta fundið andlit í myndfletinum átta þær sig á því að líklegt er að ljósmyndarinn vilji hafa það í fókus. Samt er ennþá langt í land að vélarnar skilji mynd- ir eða texta, með áherslu á orðið „skilja“, með sama hætti og við skiljum slíkt efni. Það er þessi skilningur sem þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.