SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 43
13. júní 2010 43 Þ að er engin leið annað en að bregðast til varnar nekt- inni og náttúrunni þegar á hvort tveggja er ráðist að ósekju. Ótrúlegt en satt, þá var þó nokkuð um það að fólk gripi andann á lofti og fáraðist yfir því að í myndbandi sem gert var til að kynna Ísland í átakinu Inspired by Iceland, sæist í augnablik í bera bossa ungs pars sem trítlar út í náttúrulaug og kyssist þar innilega. Einhver þeirra sem blogguðu um þetta spurði að því hvers vegna í ósköpunum þyrfti að vera berrassað fólk í landkynn- ingunni og fannst það lýsa mikilli örvæntingu að við Íslend- ingar værum þarna svo ógurlega glöð og líka gröð. Ég spyr á móti: Er eitthvað slæmt við það að vera glöð og gröð? Er ekki meira en lítið eftir- sóknarvert að koma til lands þar sem víða er hægt að smeygja sér í heitan læk eða laug, frjáls eins og fuglinn? Fyrir nokkrum árum var banda- rísk vinkona mín kynnt formlega fyrir nokkrum náttúrulaugum Íslands og hún átti ekki orð yfir þessa dásemd, svo heilluð var hún. „Og má bara hver sem er fara ofan í þegar honum eða henni dettur í hug?“ spurði hún í for- undran, komandi frá landi tepruskapar, boða og banna. Dettur einhverjum í hug að par sem fer saman ofan í nátt- úrulaug þar sem enginn er nema þau tvö og himinninn yfir þeim, sé að hafa fyrir því að klæðast sundfötum? Hvað er eðlilegra en njóta náttúrunnar á adamsklæðum og hleypa út grenjandi greddunni? Ég get bara ekki með nokkru móti séð neitt neikvætt eða ljótt við bera bossa sem skoppa um í kæti sinni inn um landsins gróðursæld. Margir eiga dásamlegar minningar frá þessum sælureitum sem náttúrulaugar eru. Á köldum vetrarkvöldum getur verið gott að ylja sér við minninganna glóð þar sem dillandi rass- kinnar og frjálsir barmar með tilheyrandi gleðihljóðum skreyta landslagið í miðnæturbirtunni einstöku sem við njótum hér í svo stuttan tíma á hverju ári í norðrinu. Ekki er hægt að lá Frónbúum það að missa sig í gleði og lostasprell í þennan takmarkaða tíma sem svo upplagt er að njóta holdsins lystisemda utandyra. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að Íslendingar vilji virkilega tileinka sér tepruskap þann sem víða viðgengst í öðrum lönd- um, þar sem konur mega ekki gefa börnum sínum brjóst á al- mannafæri af því það gæti sært blygðunarkennd einhvers að berja beran konubarm augum. Einnig getur fólk sumstaðar átt von á því að vera handtekið fyrir það eitt að kyssast of innilega eða láta of vel hvort að öðru í annarra augsýn. Vill einhver lifa við slíka bælingu og tvískinnung? Ég held það fari okkur miklu betur að stökkva ófeimin á sprellanum og pjöllunni út í heitan poll á albjörtum sum- arnóttum. Náttúrulegir berir bossar Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ’ Ég get bara ekki með nokkru móti séð neitt neikvætt eða ljótt við bera bossa sem skoppa um í kæti sinni inn um landsins gróðursæld. Gatan mín Þ ví er oft haldið fram að gróður hafi góð áhrif á sálarlíf fólks og sjálf er ég fullviss um að sú er raunin. Að minnsta kosti er nábýli fólks hér við Goðheimana afskap- lega gott og ég efast ekki um að þar hafi gróðurinn einhver áhrif. Þetta er mjög hlýlegt umhverfi,“ segir Hildur Björg Hafstein, íbúi við Goðheima í Reykjavík. Þau Stefán B. Mikaelsson eiginmaður hennar fluttust í götuna fyrir nokkrum árum þeg- ar þau keyptu sér íbúð í snotru þríbýlishúsi. Hild- ur sem ólst upp við Skeiðavoginn vildi halda sig í austurborginni sem Vesturbæingurinn Stefán féllst á eftir nokkra bollaleggingar og er þar alsæll í dag. „Íbúar í Goðheimum halda ágætlega saman. Hér eru heimsins bestu nágrannar. Hefð er fyrir því að halda götugrill seinnipart sumars á hverju ári, þá í kjölfar þess að fólk tekur til í bílskúrunum hjá sér og heldur eins konar flóamarkað þar sem fá má allskonar dót fyrir sáralítinn pening. Fyrir jólin höfum við Stefán svo gjarnan verið með smá- skemmtun við stóra grenitréð hér í garðinum okkar og boðið gestum og gangandi þá upp á kakó og piparkökur. Samvera fólks og raunar kynslóð- anna er að mínu mati afar góð og raunar mikilvæg. Fyrstu árin okkar hér í Gnoðarvoginum bjuggu hér á hæðinni fyrir neðan okkur öldruð systkin, Lilja og Guðmundur Jónsbörn, sem nú eru bæði látin. Milli strákanna okkar, þeirra Stefáns og Baldurs sem þá voru smápattar, og systkinanna var mikil vinátta og þeir gengu út og inn hjá þeim. Þetta voru kynni sem voru báðum aðilum mik- ilvæg, vil ég halda,“ segir Hildur. Goðheimar er þar sem heitir Hálogalandshæð og á hæðinni sjálfri er Langholtskirkja. Úr Goðheim- unum er svo aðeins örstutt niður í Laugardalinn sem nú er orðinn alhliða útvistarparadís Reykvík- inga með fjölbreyttri starfsemi. „Núna er dalurinn orðinn mjög vel gróinn og hefur í raun fengið nýjan svip. Eldri systkini mín muna eftir dalnum þar sem sáralítill trjágróður sást. Glæsileg aðstaða hefur verið byggð upp í dalnum góða og krakkar geta sótt þangað æfingar í nánast öllum íþróttagreinum. Þar eru knatt- spyrnuvöllur og frábær sundlaug og raunar margt fleira. Því miður hefur það hins vegar gert á und- anförnum árum að æ stærri hluti hans er lokaður eða hefur verið tekinn undir afmarkaða starfsemi, svo sem Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og æf- ingasvæði. Það lasta ég síst en mér finnst að dal- urinn eigi að vera sem allra mest opinn og það er alveg fráleitt að taka hann undir aðra starfsemi en þá sem sameinar fjölskyldur í leik og gleði.“ Hild- ur telur nýjan borgarstjóra í Reykjavík, Jón Gnarr, sem nú er að taka við, mega láta til sín taka í Goð- heimum með ýmsu móti. Til að létta á umferð í götunni sé í raun nauðsynlegt að hún sé einstefna og gangstétt við götuna ofanvert væri kærkomin framkvæmd. Hraðahindrun sem sett var upp fyrir nokkrum árum hafi bætt stöðuna og aukið öryggi í þessu barnmarga hverfi að mun en meira þurfi til. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Gott fólk í gróðri í Goðheimunum GO ÐH EI M ARReykjavík Ske iðar vog ur Álf he im ar Langholtsvegur Só lh ei m ar Ljósheimar Gnoðarvogur Drekavog ur 2 1 1. Sólheimaútibú Borgarbókasafnsins er mér afar kær staður í hverfinu. Ég hef sótt þangað í áratugi. Þjónustan er fyrsta flokks og safnhúsið er eitt það fyrsta á landinu sem er sérbyggt fyrir þá starfsemi sem þar er. Bókasafnið sameinar kynslóðirnar betur en flestir aðrir staðir. Í íþróttastarfið koma einkum börn og svo foreldrar þeirra – en á bókasafninu er fólk á öllum aldri og allir í leit að hinu sama: því sem nærir andann og gleður sálina. 2. Héðan frá okkur er síðan alveg örstutt yfir hæðina heim í Skeiðarvoginn þar sem móðir mín býr í húsinu þar sem ég ólst upp. Við þurfum bara labba yfir hæð- ina og meðfram Langholtskirkju og þá er maður kom- inn til mömmu Fyrir krakkana okkar er afskaplega ljúft að geta skotist til ömmu þegar þau langar. Samvera kynslóðanna er að mínu mati afar góð og raunar mik- ilvæg. Uppáhaldsstaðir Hildar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.