SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 13
13. júní 2010 13 S vo undarlega sem það kann að hljóma gerir fólk sér stundum ekki grein fyrir því að það þjáist af fælni. „Sértæk fælni (e. specific phobia) er kvíðaröskun sem hrjáir marga og einkennist af miklum, óraunhæfum ótta við afmarkaðan hlut eða aðstæður,“ segir Unnur Jak- obsdóttir Smári, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. „Oft er það hluti af röskuninni að fólk venst ástandinu og trúir því að óttinn við meinlausan hlut eða kringumstæður sé eðlilegur. Hugsunarháttur verður órökréttur og einstaklingurinn rétt- lætir fyrir sjálfum sér óeðlilega hegðun sem getur jafnvel hamlað honum að lifa eðlilegu lífi.“ Í greipum óttans Margir ættu að kannast við að hrylla við skordýrum eða finna fyrir óróleika um borð í flugvél. Unnur segir að slík ónot falli ekki undir skilgreiningu fælni: „Ef staðan er hins vegar orðin þannig að þú forðast t.d. allar að- stæður þar sem þú gætir rekist á það sem þú óttast eða þolir við í þannig aðstæðum með mikilli vanlíðan er oft um fælni að ræða. Einstaklingur með hundafælni gæti þannig forðast staði eins og Ægisíðu vegna þess að fólk er þar stundum á gangi með hundana sína eða líður mjög illa í heimsókn hjá vini sem á hund,“ segir hún. Eins og við er að búast eru áhrifin á líf fólks með sértæka fælni misalvarleg eftir einstaklingum og eftir því hvað þeir óttast. Þeir sem eru sjúklega hræddir við slöngur þurfa t.d. litlu að kvíða á Íslandi og myndu, að sögn Unnar, ekki teljast vera fælnir þar sem slíkur ótti hamlar vart daglegu lífi: „En t.d. fælni við hunda getur skert lífs- gæði fólks verulega því hundar eru víða. Dæmi eru um að fólk komist varla eitt út úr húsi af ótta við að mæta hundi á leið sinni.“ Má oft laga á skömmum tíma Næstkomandi miðvikudag, 16. júní, stýrir Unnur ásamt Sigurbjörgu J. Lud- vigsdóttur sálfræðingi fyrsta hluta hópnámskeiðs við hundafælni hjá Kvíðameðferðarstöðinni: „Rannsóknir benda til þess að 10-12% fólks séu með sértæka fælni af einhverjum toga,“ segir hún og bætir við að hundafælni sé með algengari fóbíum. Unnur segir góðu fréttirnar þær að þrátt fyrir að vera algeng sé hunda- fælni, sem og önnur afmörkuð fælni, sú kvíðaröskun sem hvað auðveldast sé að ná tökum á: „Í mörgum tilvikum má ná miklum árangri með aðeins tveggja klukkustunda meðferð,“ út- skýrir sálfræðingurinn. Unnur notast við svokallaða hug- ræna atferlismeðferð til að vinna bug á fælni: „Meðferðin gengur út á að vinna með þær hugsanir og þá hegðun sem viðhalda hræðslunni og kvíðanum. Fólki er kennt að endurmeta hugsanir sínar og takast á við fyrirbærið sem það óttast í smáum skrefum,“ segir Unnur og leggur á það mikla áherslu að í meðferðinni sé enginn neyddur til nokkurs hlutar. „Fólk er ekki látið gera neitt sem það er ekki tilbúið að takast á við, og meðferðin er öll í fullu samráði við skjólstæðinginn.“ Eins og lífið sé í hættu Hópnámskeið við hundafælni verður haldið hjá Kvíðameð- ferðastöðinni í vik- unni. Ætla má að 10-12% fólks séu með sértæka fælni af ein- hverjum toga Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er hluti af vandanum að fóbíur geta náð svo sterkum tökum á fólki að jafnvel tilhugsunin um að leita sér aðstoðar, og geta átt von á því að standa á endanum frammi fyrir því sem óttinn beinist að, verður allri rökhugsun yfirsterkari. „Stærsta skrefið er oft að viðurkenna vand- ann fyrir sjálfum sér og hefja meðferðina,“ segir Unnur. Hundurinn Lubbi lætur sér hins vegar fátt um finnast. Morgunblaðið/Ómar Sértæk fælni getur beinst að alls kyns ólíkum hlutum eða kringumstæðum. Meðal algengra fóbía má nefna ótta við kóngulær og geitunga, flughræðslu, innilokunarkennd og loft- hræðslu. Einnig er hræðsla við blóð algeng, tannlæknafælni, ótti við sjúkdómasmit, við þrumur og eldingar og svo ótti við vatn. Ekki má gleyma félagsfælni sem er algeng kvíðaröskun og felur í sér ótta við neikvætt mat annarra. Afleiðingarnar eru oft þær að fólk forðast félagslegar aðstæður eða þolir við í þeim með mikilli vanlíðan. Ekkert gamanmál Fóbíur fólks eru stundum notaðar til stríðni og oft viðfangsefni gríns í kvikmyndum og sjón- varpi. „En það má ekki vanmeta hversu illa fólki getur liðið vegna fóbíu. Þó svo hræðslan geti virkað mjög órökrétt og jafnvel skondin í augum annarra getur manneskjunni liðið ofboðslega illa. Það er mikilvægt að skilja að hún upplifir óttann á mjög raunverulegan hátt og raunar eins og líf hennar sé í mikilli hættu,“ segir Unnur. Ótti við dýr og skorkvikindi er algengur. Morgunblaðið/Arnaldur Margt sem vekur ótta Margt getur orðið til þess að fóbía þróist hjá einstaklingi. „Sumir hafa t.d. orðið fyrir slæmri reynslu eins og hunds- biti, sem er rótin að ótta þeirra í garð hunda. Í öðrum tilvikum getur fóbían verið lærð s.s. að barn tileinkar sér hræðslu móður eða vinkonu við skordýr.“ Það virðist líka munur á fóbíum eftir kyni: „Kvíðarask- anir há jafnt konum sem körl- um, en sumar tegundir af fælni eru algengari hjá körl- um, og aðrar algengari hjá konum. Flestar tegundir sér- tækrar fælni, s.s. við ákveðna hluti eða dýr, eru t.d. meira áberandi hjá konum en körl- um.“ Ólíkar orsakir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.