SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 26
26 13. júní 2010 G etur verið, að Alþingi ætli að fara í sumarfrí áður en því starfi er lokið, sem hófst með skipan Rannsókn- arnefndar Alþingis um bankahrunið haustið 2008 og útgáfu skýrslu þeirrar nefndar í aprílmánuði sl.? Hvað er eftir? Það er eftir að vinna sambærilega skýrslu um sparisjóðina. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er sér- staklega tekið fram, að nefndin hafi ekki fjallað um sparisjóðina, þar sem hún hafi ekki haft aðgang að upplýs- ingum um þá. Hins vegar er öllum ljóst, að það verður að vinna sambæri- lega skýrslu um sparisjóðina. Hvernig gerðist það að sparisjóðirnir féllu í hendur umsvifamikilla fjármálamanna? Hver var hlutur Alþingis sjálfs í þeim málalokum? Hvernig var svo farið með sparisjóðina, þegar þeir voru komnir í annarra hendur? Þessum spurningum er öllum ósvarað. Skýrslugerð um bankahrunið, orsök þess og afleiðingar, er hins vegar ekki lokið fyrr en sambærileg skýrsla hefur verið gefin út um sparisjóðina. Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar kom út. Hvað veldur því að Alþingi hefur ekki á þessum tveimur mánuðum tekið ákvörðun um framhaldið varðandi sparisjóðina? Það er ekki eftir neinu að bíða og óviðunandi, að þingið taki ekki ákvörðun um það framhald áður en það fer í sumarfrí. Það er líka eftir að vinna sambæri- lega skýrslu um lífeyrissjóðina. Á síð- ustu mánuðum hefur komið upp megn óánægja meðal félagsmanna lífeyr- issjóðanna sjálfra með aðkomu þeirra að fjármálaumsvifum undanfarinna ára og vegna þeirrar skerðingar, sem þeir þurfa nú að sæta á lífeyri sínum. Það sýnist sjálfsagt mál að ítarleg skýrsla verði tekin saman um fjárfestingar líf- eyrissjóðanna á undanförnum árum, samskipti þeirra við athafnamenn og ástæður fyrir miklum töpum á fjárfest- ingum sjóðanna. Það er mikilvægt fyrir félagsmenn sjóðanna, starfsmenn þeirra og stjórnendur, að slík skýrsla verði tekin saman. Skýrsla Rannsóknarnefndarinnar sneri fyrst og fremst að bönkunum og opinberum eftirlitsstofnunum og stjórnvöldum. Þjóðin fær hins vegar ekki yfirsýn yfir málið allt nema lengra sé gengið. Alþingi sjálft átti hlut að máli. Fjölmiðlar komu við sögu. Sér- fræðingar háskólasamfélagsins sömu- leiðis. Þess vegna er nauðsynlegt að taka saman skýrslu um viðbrögð Al- þingis sjálfs við vísbendingum um vandamál í íslenzka bankakerfinu. Hvernig var umræðum háttað á Alþingi um gagnrýni erlendra greiningaraðila á íslenzku bankana frá því síðla hausts 2005 og fram á vor 2006? Hvaða um- ræður fóru fram í þinginu um það mál? Hver sagði hvað? Eða fóru kannski engar umræður, sem máli skiptu, fram á Alþingi Íslendinga á því tímabili um þá kreppu, sem þá kom upp í starfsemi bankanna? Og ef ekki, hvers vegna ekki? Hvaða umræður fóru fram á Al- þingi haustið 2007 eftir að fréttir bár- ust um húsnæðisvafningana í Banda- ríkjunum? Að ekki sé talað um veturinn og vorið 2008. Þjóðin á rétt á því, að ítarleg opinber skýrsla verði tekin saman um hvað var sagt á Al- þingi og hvað ekki í aðdraganda bankahrunsins. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing- is er bryddað á hlut fjölmiðla en ekki nema að takmörkuðu leyti. Það er nauðsynlegt að taka saman ítarlega skýrslu um umfjöllun fjölmiðlanna, hvers um sig, stórra og smárra, um að- draganda bankahrunsins, þannig að það liggi ljóst fyrir, hvort þeir fjölluðu um þær vísbendingar, sem fram komu á þessum tíma um vandamál í rekstri íslenzku bankanna, og á hvern hátt þeir gerðu það. Slíka skýrslu er auðvelt að taka saman enda liggja þessar upp- lýsingar allar fyrir. Sérfræðingar háskólasamfélagsins hafa seinni árin verið mikilvirkir í um- ræðum um þjóðfélagsmál. Þeir voru á þeim tíma, sem hér er til umræðu, kallaðir til sem álitsgjafar fjölmiðla. Sem sérfræðingar til að rita skýrslur um bankakerfið o.s.frv. Hver var hlut- ur þeirra í þessum umræðum? Sumir þeirra hafa haldið því fram, að þeir hafi varað við. Það er mikilvægt að það komi fram, ef svo er. Og mikilvægt að þjóðin fái yfirsýn yfir viðbrögð hinna sérfróðu Íslendinga í aðdraganda bankahrunsins og hvernig þeir fjölluðu um málið allt. Þetta er auðvelt að taka saman, enda liggur álit þeirra fyrir í fjölmiðlum, í skýrslum og í erindum, sem flutt voru á fundum og ráð- stefnum. Í ljósi aðkomu hinna umsvifamiklu athafnamanna síðustu ára að rekstri fjölmiðlafyrirtækja er líka mikilvægt að tekin verði saman ítarleg skýrsla um rekstur íslenzkra fjölmiðla, stórra og smárra, á undanförnum árum. Hvernig hefur rekstur fjölmiðla verið fjármagn- aður á þessari öld? Hvernig er hann fjármagnaður í dag? Það er nauðsynlegt að þetta liggi fyrir ekkert síður en upplýsingar um fjárstyrki til stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka. Það er erfitt að skilja hvernig á því stendur að Alþingi er að fara í sumarfrí á næstu dögum án þess að þessi mál- efni hafi yfirleitt komið til umræðu í þinginu? Varla telur forsætisnefnd þingsins að rannsóknarstarfinu sé lok- ið? Rannsóknarstarfinu er ekki lokið Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is L aust fyrir kvöldmat á þessum degi fyrir 124 ár- um fóru Lúðvík II., konungur Bæjaralands, sem raunar hafði verið steypt af stóli deginum áður, og geðlæknirinn dr. Bernhard von Gud- den í gönguferð meðfram Starnberg-vatni. Þeir sneru ekki aftur. Þegar menn fór að lengja eftir þeim hófst leit og seint um kvöldið fundust lík beggja fljótandi í grunnu vatninu nálægt ströndinni. Enginn veit hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld en hin opinbera skýring á andláti Lúðvíks er sú að hann hafi drekkt sér. Mörgum þykir það ósennilegt enda náði vatnið, þar sem líkið fannst, meðalmanni ekki nema í mitti. Krufning leiddi líka í ljós að ekkert vatn var í lungum konungsins. Lengi hafa verið uppi kenningar þess efnis að Lúðvík hafi verið myrtur. Fiskimaður sem hann hafði á sínum snærum skildi löngu síðar eftir sig minnisblöð, þar sem hann fullyrti að hann hefði úr launsátri orðið vitni að því þegar Lúðvík var skotinn til bana. Á minnisblöðunum kom fram að honum og fjölskyldunni hefði verið hótað og því hefði hann ekki þorað að minnast á þetta við nokkurn mann meðan hann var á lífi. Það grefur á hinn bóginn undan þessari frásögn að engar heimildir eru um að skotsár hafi verið á líkinu. Öðrum þykir trúlegt að banamein Lúðvíks hafi verið hjartaáfall – hæpið verður þó að teljast að hjörtun í þeim dr. Gudden hafi stöðvast samtímis. Þá er sennilegra að þeir hafi látist úr vosbúð. Lúðvík II. var fertugur þegar hann andaðist. Hann erfði konungdæmið ungur eftir föður sinn, Maximilian II., en alla tíð voru áhöld um það hvort hann væri hæfur til að drottna yfir Bæjurum. Lúðvík var með afbrigðum ómannblendinn og um margt sérkennilegur í háttum. Sumir segja að hann hafi hreinlega verið ær. Alltént sóttu andstæðingar hans að honum á þeim forsendum. Eyðslusemi hans fór löngum fyrir brjóstið á ráða- mönnum í Bæjaralandi en ári áður en hann féll frá mun hann hafa skuldað 14 milljónir marka. Hann sóttist eftir lánum víðsvegar um Evrópu til að geta sinnt hugðar- efnum sínum og þegar ríkisstjórnin skirrtist við hótaði hann að setja hana af. Ríkisstjórnin sá sér hins vegar leik á borði og safnaði gögnum því til staðfestingar að konungur væri óhæfur til að sitja á valdastóli vegna geðveilu. Sitthvað var tínt til, svo sem tómlæti hans gagnvart málefnum ríkisins, undarleg hegðun, svo sem að láta nakta hirðsveina dansa fyrir sig í tunglbjörtum skógarferðum, samtöl við fólk sem ekki var til staðar og slæmir borðsiðir. Samsærismennirnir leituðu til Luipolds prins, föður- bróður Lúðvíks, um að hann settist í hásætið en hann þverskallaðist við þangað til þeir framvísuðu skýrslu, sem fjórir virtir geðlæknar rituðu undir, þess efnis að Lúðvík væri haldinn ofsóknaræði. Gilti þá einu að eng- inn læknanna hafði hitt „sjúklinginn“. Hvað þá rann- sakað hann. Lúðvík maldaði í móinn en vegna óframfærni sinnar var honum um megn að fara út á meðal þegnanna og sýna fram á að hann væri með öllum mjalla. 12. júní 1886 var hann tekinn höndum og sviptur krúnunni. Honum var haldið föngnum við Starnberg-vatn þegar hann dó en þegar þeir dr. Gudden fóru í sína hinstu göngu af- þakkaði læknirinn fylgd fangavarða. Lúðvík II. var frægur fyrir áhuga sinn á arkitektúr en hann lét meðal annars byggja þrjár sögufrægar hallir í valdatíð sinni, Neuschwanstein, Herrenchiemsee og Linderhof. Þar fer aðdáun hans á frönskum starfs- bræðrum ekki milli mála, einkum sólkonunginum, Loð- vík XIV. Frægastur er Lúðvík II. þó líklega fyrir aðdáun sína á Richard Wagner en konungur var lengi helsti velunnari tónskáldsins dáða. Margt bendir raunar til þess að hann hafi gert Wagner kleift að semja sín allra bestu verk. orri@mbl.is Dularfullur dauðdagi konungs Lúðvík II., konungur Bæjaralands, þótti með sérkennilegri mönnum á sinni tíð. ’ Öðrum þykir trúlegt að banamein Lúðvíks hafi verið hjartaáfall – hæpið verður þó að teljast að hjörtun í þeim dr. Gudden hafi stöðvast samtímis. Linderhof, ein hallanna sem Lúðvík II lét reisa um dagana. Á þessum degi 13. júní 1886
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.