SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 19
13. júní 2010 19 S ægrænu skemmurnar við Reykja- víkurhöfn á Geirsgötusvæðinu hafa fyllst af lífi. Þar sem áður voru ver- búðir og beitingaskúrar trillukarl- anna eru nú veitingastaðir, listagallerí, gull- smiður, minjagripaverslun og bíósalur. Á góðviðrisdögum iða skemmugöturnar af lífi þar sem fólk situr undir beru lofti og sötrar kaffi og öl eða fær sér í gogginn. Og það er talsverð traffík ferðamanna sem eiga leið um svæðið, segja veitinga- og verslunarmenn, enda sækja þeir í hvala- og lundaskoð- unarferðir sem fara frá höfninni. „Það er mikið af hval úti, akfeitur þorskur, krökkt af lunda og nú er túristinn far- inn að láta sjá sig,“ segir Magnús Guðmundsson sem siglir á einum bátn- um. Það var samdráttur í aðsókninni í maí. Askan úr Eyjafjallajökli hafði líka sín áhrif úti á Flóa. Stemningin í skemmunum kom landanum skemmtilega á óvart á Hátíð hafsins um liðna helgi. Skyndilega voru þær orðnar ið- andi pottur mannlífs. Sjávarhátíðin var enda vígsluhátíð fyrir flesta nýliðana í húsunum. Á laugardag var opnuð Sædís gullsmiðja en veitingastaðurinn Höfnin viku fyrr. Gallerí Dunga er einnig nýliði í húsunum. Café Haítí ætlar að flytja sig yfir götuna og í eitt plássið í verbúðunum og vera með bíósal á efri hæð- inni. Smiðirnir voru enn að um síðustu helgi en það var veitingasala fyrir utan. Vonir standa til að geta opnað fyrir 17. júní. Minjagripaverslunin Sjóhatturinn stækk- aði í vetur eftir að hafa verið opnuð í fyrra en ilmurinn af humarsúpum sægreifans Kjart- ans Halldórssonar hefur í nokkur ár laðað að sér svanga ferðamenn og bæjarbúa. Og þó að sólin hafi tekið sér hlé þennan dag láta þeir það ekki aftra sér. Túristarnir sitja kapp- klæddir í glerskálanum og eru þannig með útistemninguna á hreinu, þrátt fyrir dálítinn garra. Inni sitja hins vegar kallarnir og hlusta á fréttirnar á Gufunni. Alveg eins og í gamla daga. Garðar Berg Guðjónsson eigandi og Þorsteinn Stefánsson trillukarl á spjalli í forláta sófasetti sem er að finna í kaffihorni Sjóhattsins þar sem kallarnir af höfninni eru reglulegir gestir. Stemningin í skemmunum Bak við tjöldin Gamlar verbúðir og beitingaskúrar við höfnina á Geirsgötu hafa gengið í endurnýjun lífdaga sem miðstöð kaffihúsa, matsölustaða og gallería. Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Stöðugt rennerí ferðamanna er um Sjóhattinn þar sem Brynja Birgisdóttir tekur á móti þeim. Nick Torres og Steinn Óskar Sigurðsson yfirkokkur matreiða ofan í svanga gesti Hafnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.