SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 19

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 19
13. júní 2010 19 S ægrænu skemmurnar við Reykja- víkurhöfn á Geirsgötusvæðinu hafa fyllst af lífi. Þar sem áður voru ver- búðir og beitingaskúrar trillukarl- anna eru nú veitingastaðir, listagallerí, gull- smiður, minjagripaverslun og bíósalur. Á góðviðrisdögum iða skemmugöturnar af lífi þar sem fólk situr undir beru lofti og sötrar kaffi og öl eða fær sér í gogginn. Og það er talsverð traffík ferðamanna sem eiga leið um svæðið, segja veitinga- og verslunarmenn, enda sækja þeir í hvala- og lundaskoð- unarferðir sem fara frá höfninni. „Það er mikið af hval úti, akfeitur þorskur, krökkt af lunda og nú er túristinn far- inn að láta sjá sig,“ segir Magnús Guðmundsson sem siglir á einum bátn- um. Það var samdráttur í aðsókninni í maí. Askan úr Eyjafjallajökli hafði líka sín áhrif úti á Flóa. Stemningin í skemmunum kom landanum skemmtilega á óvart á Hátíð hafsins um liðna helgi. Skyndilega voru þær orðnar ið- andi pottur mannlífs. Sjávarhátíðin var enda vígsluhátíð fyrir flesta nýliðana í húsunum. Á laugardag var opnuð Sædís gullsmiðja en veitingastaðurinn Höfnin viku fyrr. Gallerí Dunga er einnig nýliði í húsunum. Café Haítí ætlar að flytja sig yfir götuna og í eitt plássið í verbúðunum og vera með bíósal á efri hæð- inni. Smiðirnir voru enn að um síðustu helgi en það var veitingasala fyrir utan. Vonir standa til að geta opnað fyrir 17. júní. Minjagripaverslunin Sjóhatturinn stækk- aði í vetur eftir að hafa verið opnuð í fyrra en ilmurinn af humarsúpum sægreifans Kjart- ans Halldórssonar hefur í nokkur ár laðað að sér svanga ferðamenn og bæjarbúa. Og þó að sólin hafi tekið sér hlé þennan dag láta þeir það ekki aftra sér. Túristarnir sitja kapp- klæddir í glerskálanum og eru þannig með útistemninguna á hreinu, þrátt fyrir dálítinn garra. Inni sitja hins vegar kallarnir og hlusta á fréttirnar á Gufunni. Alveg eins og í gamla daga. Garðar Berg Guðjónsson eigandi og Þorsteinn Stefánsson trillukarl á spjalli í forláta sófasetti sem er að finna í kaffihorni Sjóhattsins þar sem kallarnir af höfninni eru reglulegir gestir. Stemningin í skemmunum Bak við tjöldin Gamlar verbúðir og beitingaskúrar við höfnina á Geirsgötu hafa gengið í endurnýjun lífdaga sem miðstöð kaffihúsa, matsölustaða og gallería. Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Stöðugt rennerí ferðamanna er um Sjóhattinn þar sem Brynja Birgisdóttir tekur á móti þeim. Nick Torres og Steinn Óskar Sigurðsson yfirkokkur matreiða ofan í svanga gesti Hafnarinnar.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.